Leita í þessu bloggi
fimmtudagur, júlí 30, 2009
Þessi dagur er alveg eins og hann á að vera. Vaknaði um 10-leytið og hengdi út á snúru. Fór svo í atvinnuviðtal í Víkingasafn og fékk vinnuna, aðra hverja helgi, byrja eftir 2 helgar. Svo fór ég og keypti fullt af yndislegu í matinn, svo borðaði ég fullt af yndislegu (innifalið þroskaðar ferskjur, rauðan berjasafa og tekex með hvítlaukskotasælu). Slakaði á og las blogg, og nú er ferðinni heitið í sund og gufu. Fór einmitt í gufuferð í gær og vöðvabólgan um allan kropp gleymdist alveg í hálftíma eða svo. Það mun vonandi endurtaka sig núna á eftir. Endur taka sig? Endur taka mig? Endur taka þig? Dýraklám.....Shit. Já, dagurinn góður og kvöldið verður tileinkað Jóa og Karen sem hafa búið vel um Paddýs-flugur í mörg ár. Nú á að kveðja ákv. tímabil og hefja annað. Paddýs í kvöld!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli