Leita í þessu bloggi

mánudagur, janúar 18, 2010

...og ég vaknaði ellefu eitthvað í stað níu eitthvað. bara snúsaði eins og gamall grís. verð að fara að geta vaknað á morgnanna til að geta lært. en ég er á leið í skólann, viðkoma í sundi og gufu einhvers staðar og bankanum. dagur 15 í átaki í dag. hef ekki verið dugleg að hreyfa mig, en dugleg að sleppa hvítu hveiti og hvítum sykri og mjólkurvörum og kjöti. annars er þetta svolítið fyndið, það kemur svona í bylgjum hvað mann langar í og í svona mínútu í gær langaði mig allt í einu í pylsu með öllu, en svo bara fór það. pylsur, segja þeir sem hafa séð hvernig þær eru búnar til, eru víst bara samansafn af afgangs fitu og leyfar af kjötdrasli. þetta er alveg svakalega næringarlítið og safnast bara fyrir í líkamanum þínum. er að hugsa um að koma við í heilsudeild einhverrar búðar og kaupa grænmetispylsurnar sem gugga fann frosnar og eiga í frystinum ef pylsulöngunin kemur aftur. allt nema the real thing. kjötleysi er svalt!

Engin ummæli: