Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, janúar 20, 2010

...við erum alveg að tala um 17 daga sem ég hef ekki borðað kjöt...og mjólkurvörur (nema smá geitaost og smá fetaost einstökusinnum). en ekkert kjöt. fisk og egg, jájá. ég hef bara einu sinni fengið kjötlöngun og það var í pylsu með öllu. hversu sick er það? er það ekki sönnun þess hve unnar kjötvörur eru með miklu drasli og viðbættu rugli að líkaminn fær cravings í það. cravings í bragðefnin og msg-ið og það dót. vitiði það að eitt af viðbættu bragðefnunum í bigmac-borgara er "cheezeburgerflavoring" til að gera bragðið af honum enn meira eins og hamborgarabragð, og gera okkur enn háðari þessu.
segi ég og háma í mig vínber, sem er ekki búið að sprauta með vínberjabragði því þess þarf ekki. ég er að massa þetta. hef ekki enn ákveðið hve langt ég geng í þessari sjálfsskorun sem var upp á 21 dag og því 4 dagar eftir. en ég á afmæli næsta mánudag sem er líka 22. dagurinn (það var tilviljun, ekki planað) og því "mætti" ég fá mér kjöt þá, en mig langar bara ekki í það. ég "mætti" líka fá mér köku með sykri, en það er hægt að gera svo gómsætar kökur án þess. spurning um að baka bara speltpönnukökur með agave og láta svo ávexti og hlynsýróp ofaná. mmmmm. ekkert megrunarfæði, en heldur enginn hvítur sykur, ekkert hvítt hveiti og engar mjólkurvörur (nota möndlumjólk í stað kúamjólkur). Allavega er eitt ákveðið: Morgunsafanum ætla ég að halda til frambúðar, og hvort sem ég fæ mér kjöt aftur eða ekki þá verður það allavega ekki unnin kjötvara. það er á hreinu.

Engin ummæli: