Leita í þessu bloggi

föstudagur, janúar 22, 2010

Ég á afmæli þann 25. janúar, sem er á mánudegi þetta ár. Það er leiðinlegt að eiga afmæli á mánudegi og því ætla ég að láta sem ég eigi afmæli í dag, föstudaginn 22. janúar 2010. Þetta er ekkert stórafmæli, ég er 39 ára, en auðvitað alveg rosalega ung í anda. Því hef ég kosið að gera það sem mér finnst skemmtilegast að gera, dj-a fyrir gesti mína. Það er samt smá twist á dj-ingunni, því ég hyggst dj-a af kasettum fyrir gestina mína, vopnuð tveimur gettóblasterum og fullum kassa af kasettum úr fortíð minni, næstum öllum skemmtilegum, og sumum verulegaverulegaverulega skrítnum. Það má hver sem er koma og er þetta heima hjá okkur, í stofunni. Húsið opnar 22.30 og ég spila frá 23.00 eitthvað fram yfir miðnætti. Eftir það taka við venjuleg aðalfundastörf. Á engan pen. til að bjóða áfengi, þannig að allir taka sína drykki með. Þarf ekki að gefa gjafir, gjöfin felst í því að mæta snemma og hlusta á kasettu-dj-inguna mína. Komiði!

Engin ummæli: