Leita í þessu bloggi
mánudagur, janúar 25, 2010
ég mæli af mikilli snilld í dag. sumsé alvöru af-mæli komið. ég fæ mér kannski hráköku, eða bý til eina. verð að fá súkkulaði allavega, þá dökkt. finn það. og 3 vikur af kjötleysi er bara barnaleikur og æðislegt að losna við þörfina eftir þeirri fæðutegund. ég man þegar ég hætti að borða kjöt síðast. það var af nákvæmlega sömu ástæðu og núna og ekkert útpælt, vil ekki drepa dýrin eða neitt svoleiðis. ég bara fékk ógeð á kjöti og fann að ég þurfti ekki að éta það til að líða vel. þetta var í frakklandi 1990 og þá hætti ég líka fiski (reyndar sjálfgefið, fiskurinn sem var í boði þarna var oft slappur) en þetta kjötogfiskleysi, sem sagt grænmetisætutímabilið mitt, entist í 2 og hálft ár. núna borða ég fisk og egg en mjólkurvörur eru vart mælanlegar, einstaka fetabitar útí sallöt, og ég setti eina teskeið af sýrðum rjóma útí súpu í kvöld. ég fíl'etta. 39 ára í dag og nenni ekki kjöti. og ég þarf að fara að sofa en svaf því miður til hádegis í dag og er því mun minna þreytt en væri æskilegt. janúar virðist ekki hafa nein slæm andleg áhrif á mig, en gerir að verkum að ég bara er doldið heimakær og vill alveg sofa eins og ég get, og stundum best á morgnanna. skrýtið stöff. ég verð bara að sætta mig við þetta og spila með. þýðir allavega ekkert að stressa sig yfir þessu. ég bara geri mitt besta í skólanum og þannig er það. keep it simple, það er málið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli