Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, janúar 26, 2010

Ég gerði ekkert nema skemmtilegt á afmælisdaginn: Svaf út, hjólaði, verslaði hollan mat í heilsudeildinni í nettó, hjólaði meir, horfði á handbolta, bjó til speltpönnukökur fyrir alla (amerískar með smjöri og hlynsírópi)og las eina glæpasögu. í dag var eiginlega afmæli 2, hjólaði líka, gerði líka heilsurétt og horfði líka á handbolta, reyndar 2 handboltaleiki só far, einn eftir. ætla að sleppa lestri og sofna snemma, rúta í bæ í fyrramál og mikill lestur tekur við út vikuna.

Engin ummæli: