Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, júlí 22, 2010

skunda til móts við heimspeki, 4 daginn í röð á þjóðarbókhlöðu. tvímælalaust góð nýting á skrst. þessa vikuna. enda er ég að verða klár í að fara að skrifa eitthvað af viti annað en að pára niður í litlu stílabókina mína. þar eru reyndar komnar ansi margar síður af pári. pár verður að ritgerð í word, blaðsíður hrannast upp og áhyggjusúlan í hryggjarsúlunni minni fer lækkandi. Í kvöld spilum við fyrir fólk á Paddys, og við hlökkum svo svakalega til að fá að frumflytja nýtt efni og fá viðbrögð. En í dag er röðin þessi: Heimspeki -og svo músik!

3 ummæli:

Valur sagði...

Svertu þessar blaðsíður. Það er það eina sem gildir.

Heiða sagði...

sverta: að gera svartar
þessar blaðsíður: 2 möguleikar:
1/ blaðsíður bloggsins...að gera þær svartar....já, humm, finnst grátt nokkuð gott í bili...e.t.v. seinna.
2/ blaðsíður ritgerðarinnar...að gera þær svartar. Nei, þá er ekki hægt að lesa það sem stendur á þeim.

Þriðji möguleiki sem ég sé að þetta komment geti þýtt:
Tilvitnun í texta einhvers lags sem ég þekki ekki. Ef svo er, uppfræddu mig.

Valur sagði...

Jaa, þetta kemur af Leonard Cohen. En er þó ekki að finna í lagi eftir hann. Þegar Cohen hefur verið spurður hvort hann skrifi ennþá eitthvað hefur hann oft svarað: "I'm always blackening pages." Þá er hann að setja smá svart á hvítan pappírinn og pára eitthvað niður.
Nei, það væri glapræði að þekja pappíra svarta. Þá væri einmitt ekki hægt að lesa það sem á þeim stendur.