Leita í þessu bloggi
fimmtudagur, ágúst 11, 2011
Er að fara að hitta vinkonu, Song, á morgun. Hún kemur og ætlar að hanga í nokkra daga og fara með okkur um svæðin sem hún þekkir hér um slóðir. Spilum á stað sem heitir Ruby's í bænum Freehold annað kvöld. Ætlum svo bara að tjilla. Það er annars að frétta að ég fór í mína fyrstu fótsnyrtingu /padicure í fyrradag. Ótrúlega gaman, sat í nuddstól og svo voru borin á mig 4 krem og nuddað og endað á að naglalakka. Dekur fyrir allan peninginn (30 dali). Dreypi á guðaveigunum rótarbjór þegar ég kemst í eitthvað almennilegt, nenni ekki A&W sem er til alls staðar. Einn í kæli núna sem ég keypti í pakistananæturbúllu fyrr í kvöld, kem með komment á morgun. Er öll út í moskítóflugubitum á neðanverðum fótleggjum og sjálfum fótunum. Þær bíta bara þar, því ég er með armband á hægri handlegg sem virðist virka, ætti að eiga annað til að hafa á fótleggnum. Það er lyktin sem armbandið gefur frá sér sem flugurnar hata, en þær eru greinilega ekki of lyktnæmar, ná alveg að njóta þess að sjúga mitt unaðslega blóð þegar þær eru langt frá hendinni sem ber armbandið. Erum að spá í að leigja bíl og keyra upp til Toronto á sunnudag, með viðkomu í tívolígarði rétt hjá Grand Canyon, og gista þar hjá og halda svo áfram til Toronto. Toronto er víst afar svalur og jafnframt fjölskylduvænn og yndislegur staður. Hlakka til. Allt er voðalega yndislega gaman.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Mikið öfunda ég þig! Bið að heilsa Song!
Skila því. En þú þarft ekkert að öfunda, þú getur farið í fótsnyrtingu á Íslandi....
Skv. Google Earth er Grand Canyon í
Arizona, held því að e-ð smá nafnabrengl sé i gnagi Heiða mín :)
Best from sunny(!) Kef.
jájájá, ég meina Niagara Falls! hahaha, takk fyrir leiðréttinguna.
Öfunda þig nú ekkert af fótsnytingunni - fór einu sinni í svoleiðis og það var bara pain - en ég öfunda þig af öllu hinu! Ég var reyndar í Langmannalaugum í gær svo það er svo sem engin ástæða til öfundar.
Skrifa ummæli