Leita í þessu bloggi
sunnudagur, október 30, 2011
Fór á uppvakningamyndir í gær, night of the living dead, ameríska, og les raison de la morte (the grapes of death). Meiriháttar gaman, og þessi franska er stórbrotin. Í dag eru það 2 ítalskar og ein önnur sem heitir white zombie, þar kemur bela lugosi fyrir og allt. þessar ítölsku eru svo spennandi: non si deve profanare il sonno dei morti (let sleeping corpses lie) og zombi2 (zombie flesh eaters). Í síðustu myndinni ætti uppvakningagleðin að ná hámarki, en hún er víst mjög blóðug....hú-ha. jibbííí´´ií!
fimmtudagur, október 27, 2011
Nú skal segja: Allt, vegna þess að ég hef ekki verið nógu dugleg að blogga hér, auðvitað er það alveg bannað að slá slöku við í bloggi. Ég er aftur með enga dagvinnu og því alein heima hjá mér stundum. Hélt upp á það í morgun með að semja lag, og lesa skáldsögu. Bæði gott. Svo er nú hjólaferð með góðri tónlist (þú ert ekki sá sem ég valdi, nýr diskur Gímaldin og félaga)framundan, líklega með happy ending, sem hjá mér er að hjóla fullt og enda svo í sundi og gufu....(hvað varst þú að hugsa að "happy ending" þýddi, hahahah perrinn þinn). Akranesferð á mánudag síðasta tókst með ágætum. Við gengum um bæinn, fórum í kaffiboð, og í sund. Heitir pottar þar eru örlítið of kaldir eða örlítið of heitir fyrir minn smekk samt. Kenning vinar okkar um að skagamenn séu svo miklir jaxlar að þeir þurfi ekki hita í kroppinn meikar sens. Hlakka nú gífurlega til að komast í heitapottinn í vesturbæjarlaug, sem mér finnst vera með fullkomnu hitastigi. Og bæði sánan og eimbaðið er svo gott, ó svo gott. Ég er gufuóð.
Í sund
Ég er gufuóð
Syng mitt gufuljóð
Vantar hitastig
í mig!
Grilljón gráðu kikk
sælubros mitt sikk
er ég fer á fund
við sund!
Í su-u-u-u-u-u-und
(syngist með sínu nefi)
Í sund
Ég er gufuóð
Syng mitt gufuljóð
Vantar hitastig
í mig!
Grilljón gráðu kikk
sælubros mitt sikk
er ég fer á fund
við sund!
Í su-u-u-u-u-u-und
(syngist með sínu nefi)
fimmtudagur, október 20, 2011
þriðjudagur, október 11, 2011
miðvikudagur, október 05, 2011
Nú er ég aldeilis að takast á við skemmtilegt verkefni, því ég er að kenna smá tónlist í nokkrar vikur. Ég kenndi 3 hópum af fjórðu bekkingum, (níu ára) í dag, og þau sungu með mér "Hún er alveg með'etta" með Friðriki Dór. Laaaaaaaaaaaangskemmtilegasta lagið, og þökk sé Óliver gat ég verið með það fyrst á geisladiski og við æft okkur þannig, og svo spilaði ég það á kassagítar og allir sungu með. Þetta tókst með mikilli prýði. Næst ætla ég að leyfa þeim að prufa alls kyns ásláttarhljóðfæri, það er að segja í næstu viku. Kannski kenni ég þeim eitthvað með Olgu Guðrúnu,..."Ryksugan á fullu"? Næsta þriðjudag fæ ég hins vegar 3 hópa af 6 og 7 ára börnum og ég held að það sé tilvalið að láta þau syngja "Prumpufólkið".
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)