Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, nóvember 08, 2011

Hellvar var að gera plötu fyrir nokkrum vikum. Hún heitir "Stop that noise" og er ekki noise-plata, eins og nafnið bendir til. Hún er soldið rokkuð, en líka melódísk og líka allskonar bara. Það er búið að spila nokkur lög á rás2, eitt þeirra heitir Morceau de gayeté. Það er hægt að fara inn á síðu hjá ruv daglega og kjósa þetta lag áfram upp vinsældalistann þeirra. Svo er náttúrulega hægt að kaupa sér plötuna úti í búð, eða á gogoyoko.is. Á gogoyoko er líka hægt að hlusta á hana endurgjaldslaust, en svo fær maður auðvitað óstjórnlega löngun til að styrkja listamennina í Hellvar, og þá kaupir maður "Stop that noise". Já, þannig er það!

1 ummæli:

Kalli Hr. sagði...

Platan er algjört æði, takk fyrir að gera hana gott fólk, það verður allt svo bærilegra með svona góða tónlist í eyrunum! Falsetto þarf svo að komast í spilun næst, svo Too late liar, því næst You say I know og svo...

Takk!