Leita í þessu bloggi
mánudagur, janúar 23, 2012
kolaportið er afstaðið, og gekk vel. óliver setti nýja standarda í lágvöruverði, þegar hann seldi kallana sína á 5 krónur stykkið, og reyndi að gefa magnafslátt í ofanálag. það endaði með því að einn viðskiptavinur keypti restina upp og ætlaði að senda ættingja sínum í fjarlægu landi, litlum strák sem átti ekki mikið dót, eða aur...mjög fallegt. aðrir kúnnar fóru svo að leggja ofaná verðin sjálfir, það sem þeim fannst réttlátt og sanngjarnt,. Hann endaði því áreiðanlega á að fá bara ágætis verð fyrir bækurnar sínar og dvd sem hann er hvort eð er hættur að horfa á eða lesa. Foreldrarnir seldu bækur, músik, myndir, föt, og tónlistargræjur, og svipaður háttur var hafður á: eins lágt og fólk þurfti til að geta keypt. þýsk listastelpa fékk kjól, sem ég hafði spilað í í berlín, á 200 krónur og þýskar listabækur í kaupbæti. ein kona fékk 4 bækur á 500-kall. lífið á að vera svona: Allir geta fengið það sem þeir vilja/þurfa, þótt þeir eigi næstum engan pening og það sé farið að síga á seinni hluta mánaðarins. það er það sem er svo gott við kolaportið. ef maður nennir að leita þá finnur maður oft hluti á góðu verði og getur gert kjarakaup. það er ekkert gaman að verða að eyða 600-kalli í eitthvað, ef allt sem maður á er kannski 3000-kall til að lifa út mánuðinn. þá er svo gott að finna dót sem kostar 100-kall, eða bara 5-kall. annars var ég orðin veik í gær, og er enn í dag. það er skrýtið að vera með eyrnabólgu úti á meðal fólks. mér fannst eins og allt snérist stundum, og varð bara að setjast og ná að róa umhverfið. fórum svo og keyptum rótsterkan thailenskan kvöldmat eftir markaðinn og ég svitnaði hressilega. var sofnuð vel fyrir ellefu í gærkvöldi, gersamlega uppgefin. vaknaði kl. 0800 í morgun, slöpp en brött. verð orðin góð á morgun, finn það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli