Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, mars 27, 2012

Ég er að deyja úr þörf fyrir að vinna á einhverjum miðli og miðla einhverju um tónlist. Helst af öllu vildi ég vera með útvarpsþátt. Þangað til það gerist, verður að veruleika, er ég að hugsa um að reyna að gera útvarpsþætti á netinu. Ég hef ekki hugmynd um hvernig það virkar nákvæmlega en ég ætla að reyna. Á morgun tek ég upp minn fyrsta þátt, og ætla að nota til þess upptökuforritið q-base, og taka upp í einu rennsli, semsagt í rauntíma (semsagt ekki taka upp kynningar og setja inn tónlist eftirá). Þetta verður því eins og læf útvarp þar sem allt getur gerst. Ég er að spá í að spila bara tónlist af vínilplötum, allavega í þessum fyrsta þætti, sjá hvernig það kemur út. Ef allt gengur upp birtist svo linkur hér á þessu bloggi á þáttinn. Ég bara verð að gera þetta, ég get ekki ekki verið með útvarpsþátt lengur. Það er svo ömurlegt að vera ekki með útvarpsþátt. Það er eiginlega eitt það ömurlegasta í lífi mínu, og kannski bara það eina...
Líf mitt er greinilega frekar gott, ef það eina sem er að angra mig er að ég er ekki með útvarpsþátt....
Nú bretti ég upp ermarnar.

Engin ummæli: