Leita í þessu bloggi

mánudagur, janúar 07, 2013

best of- skemmtilegast á síðasta ári-blogg

Velkomið árið 2013! Ég gerði margt skemmtilegt á árinu 2012 sem eftilvill er í lagi að rifja upp í einni bloggfærslu eða svo. Þetta er því best of- skemmtilegast á síðasta ári-blogg. Besta leikritið sem ég sá á þessu ári var/verður örugglega Dýrin í Hálsaskógi sem ég sá í gær í Þjóðleikhúsinu. Ef ég sé betra leikrit á árinu þá verður þetta megaleikhúsár fyrir mig. Gallinn er hins vegar sá að ég er ekki viss um að ég hafi séð eitthvað leikrit í fyrra. Ég man allavega ekki eftir því. Það er nú slappt ef ekkert leikrit er það eftirminnilegt að það stendur upp úr. Bestu tónleikarnir 2012 voru Retro Stefson á Hlemmi fyrir jól 2012, en þar mættum ég og Óliver og dönsuðum allan tímann. Næst-bestu tónleikarnir voru með Moses Hightower á Háskólatorgi í prófaviku í október. Besta rokk-/útihátíð ársins 2012 var Eistnaflug, en hei, besta rokk-/útihátíð allra ára er Eistnaflug. Þar keypti ég líka bestu kasettuna sem ég fjárfesti í á árinu en hún er með hljómsveitinni MVNVMVNTS, sem enginn veit nákvæmlega hver er í. Þeir frömdu galdragjörning á Eistaflugi, og það verður að vera galdragjörningur ársins 2012 fyrir mig. Kvikmyndaleikstjóri ársins 2012 er hinn japanski Akira Kurosawa en ég horfði á margar hans mynda í japönskum kvikmyndakúrs sem ég sat á árinu. Ég er líka byrjuð að læra japönsku, sem fær þá titilinn tungumál ársins. Ferðalag til útlanda ársins er titill sem engin utanlandsferð hlýtur þetta árið, því ekkert var farið. Ferðalag ársins er þá væntanlega bara Eistnaflug, en við flugum í fyrsta sinn þangað og því varð ekkert úr hringferðalagi sem venjulega er tekið. En hey, við keyrðum suðurstrandaveginn í fyrsta sinn, það var nokkuð gott. Kokteilboð ársins var kokteilboð Yoko Ono sem ég fékk að mæta í, og kom beint úr skólanum úr prófalestri, öll sveitt og ógeðsleg í joggingbuxum og með skítugt hár... Versta kokteilboðamúndering ársins, en besta kokteilboðið. Besta kokteilboðamúndering ársins var þegar ég og Elvar dressuðum okkur upp og mættum á opnun RIFF í Hörpunni, sáum opnunarmyndina Queen of Montreuill, sem var góð, en samt ekki mynd ársins að mínu mati. RIFF er þó klárlega kvikmyndahátíð ársins, nema ef vera skyldi Zombiefestið í Bíó Paradís, en ég man ekki alveg hvort það var árið 2011 seint, eða 2012 snemma. Ef það var 2012 þá mer það út sigur yfir RIFF 2012. Þess má geta að ég hef farið á met-margar myndir árið 2012, er bara hreint alltaf í bíó... Kæmi mér ekkert á óvart að ég hafi séð vel yfir 100 myndir í bíó á árinu. Ef það er ein í viku eru það 52, en það hafa stundum verið 2 í viku, og svo kvikmyndahátiðir... Ok, allavega 80 myndir. Ég er ánægð með mig kvikmyndalega séð, en ósátt við frammistöðuna í leikhússókn. Ég synti og hjólaði og jógaði vel á árinu. Besti hjólatúr ársins er hjólaferðin sem ég og Pabbi fórum saman frá Keflavík út að Stapa, (ekki skemmtistaðnum, heldur hömrunum í Innri-Njarðvík. Það var alveg 2-3 tíma prósess og endalaust gaman. Lentum í hagléli á leiðinni til baka, það var líka gaman. Veitingastaður ársins var SNAPS, þar átum við að minnsta kosti 2svar yfir okkur. Kaupstaður til að hanga í ársins 2012 er Hveragerði!!!! Þar hékk ég ein, með Dr.Gunna, með Elvari og með einhverjum vinum, íslenskum og erlendum á árinu 2012. Þar er gott að vera, gott að semja tónlist, gott að fara í sund og gufu og bara gaman að hanga. Hike ársins (og það eina fyrir mig) var tekið með Gunnanum, upp í Reykjadali, þar sem ég óð út í heital læk með heitum fossi og allt! Það verður endurtekið á næsta ári, en þá ætla ég að baða mig almennilega, velja sólardag og svona. Er ég að gleyma einhverju? Örugglega, en ég nenni varla að skrifa lengra blogg. Risatakk fyrir mig 2012, og 2013, þú verður að toppa þetta. Allavega bæta úr tónleikafjölda sem ég fer á og sem ég held, og leikritafjölda sem ég fer á.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Man að við vorum að tína krækiber í október í þessari hjólaferð og þau voru bara allveg í lagi - ekkert frost komið. Skemmtilegt.

Nafnlaus sagði...

I have fun with, cause I discovered exactly what I used to be having
a look for. You've ended my 4 day long hunt! God Bless you man. Have a nice day. Bye
http://competitors.wvcombatsports.com/groups/build-your-voyage-extravagance-in-croatia-charter/
http://cliffflycatcher.dealsbookmarks.com/technology/kroatien-yachtcharter/
My weblog ... outdrive