Hæ hæ hæ
hátíð er í bæ.
Nú er síðasti Næturvörðurinn á dagskrá í kvöld. Held ég að ég eigi nú aldeilis eftir að sakna þessarar vinnu, það voru mjög blendnar tilfinningar sem skutust gegnum koll minn í gær þegar ég var að finna tónlist í þáttinn. Ég reyni alltaf að muna allar lyktir sem mér þykir vænt um, og lyktin af vínilplötunum í kjallaranum hjá RÚV, sem ég hef óspart sótt í, er nú komin í lyktarbankann minn. Vonandi á ég einhverntímann seinna eftir að vinna meira þarna, þetta er góður vinnustaður og frábær andi. Í kvöld verður þema þáttarins Kveðjur, (hvað annað...?) og býst ég við því að lokaþátturinn verði með dramatískara lagi, en auðvitað samt svaka skemmtilegur. Það er svo skemmtilegt að vinna svona á nóttunni, vera aleinn inni í herbergi, með góða tónlist á fullu, og vitandi af fullt af fólki sem er að gera allskonar hluti, og þau eru að hlusta á tónlistina með mér. Ég verð bara að reyna að redda mér útvarpsþætti í Berlín eða eitthvað. Kannski hef ég bara sjóræningjastöð í stofunni, og sendi út, fyrir götuna mína...yfirtek allar tíðnir í eins kílómetra radíus....gæti verið gaman.
Leita í þessu bloggi
laugardagur, ágúst 28, 2004
föstudagur, ágúst 27, 2004
Ég sko skil stundum ekkert í þessu bloggtæknidóti, ha. Ég er búin að reyna að fá þarna soldið flott sem ég skrifaði fyrir mörgum dögum til að birtast, og það bara vill ekki gerast, og svo vildi ég bæta við nokkrum linkum á bloggara sem ég les og vil hafa og það gerist ekkert.!!!!!!!!!Búhúhú, mér finnst þetta ekki gaman, sko. Það eru allir svo klárir í að gera svona, en ég ekki. Ósanngjarnt. Vona að þetta birtist, og svo má einhver koma og kenna mér á þetta drasl. Hver vill koma og hitta mig bráðum...og vera bloggnördar saman? Ég er sko upp í þjóðarbókhlöðu, að reyna að koma mér í lærugír. Kannast ekki einhver við það? Oft erfitt að byrja, en ekkert mál að halda áfram. Ef maður gæti bara sleppt því að byrja og haldið alltaf áfram, þá væri maður að ljúka doktorsprófi, en ekki nýbúinn með BA, og það eftir humm**10**humm ára veru í háskóla. Þetta er nú alveg frábært ha. Og gaman að vera til... ætli þetta komi nokkuð til með að vilja birtast heldur.... kemur í ljós.
Talandi um ljós: Heiðingjar spila á ljósanótt í Reykjanesbæ, ekki núna heldur næstu helgi. Þar verða Hjálmar og Æla og ég veit ekki hvað og hvað. Gleði og Sæla, Hjálmar og Æla!!!!!!!!!!
Talandi um ljós: Heiðingjar spila á ljósanótt í Reykjanesbæ, ekki núna heldur næstu helgi. Þar verða Hjálmar og Æla og ég veit ekki hvað og hvað. Gleði og Sæla, Hjálmar og Æla!!!!!!!!!!
þriðjudagur, ágúst 24, 2004
Nú er ég hætt að vinna, og fúll tæm heimspekinemi, þar til við hverfum í útlönd. Þetta er gott, og fínt að venja sig við að fara að læra aftur, eins og manneskja. Það er nefnilega mjög erfitt að finna tíma fyrir nám, þegar maður er í einhverjum vinnum líka. Vinnur veita peninga, en nám ekki svo valið er auðvelt. En það er semsé niðurstaða nefnarvinnu sem fór fram í höfuðkúpu minni, að til að geta skilið sátt við allt, verði ég að ljúka einni 12-15 síðna ritgerð um vilja Descartes, fyrir hina finnsku kennslukonu Minnu, sem kom frá Finnlandi í vor til að kenna okkur. Það er gott að vera námsmaður, þegar maður hefur gaman af því sem maður er að læra, og þegar maður er ekki að stressast út af peningaleysi. Ég hef líka fengið aðra niðurstöðu úr nefnd, (greinilegt að þeir hafa verið duglegir að funda í hausnum á mér), en það er að ég ætla að böska á föstudagseftirmiðdögum í Berlín. Það er spennadi verkefni sem verður gaman að sjá hvað kemur út úr. E.t.v. vilja Berlínarbúar ekki sjá mitt framlag til kassagítars-og sönggötukúltúrs, en svo er aldrei að vita nema þetta gangi bara vel. Kannski verð ég ofsótt af öðrum böskurum sem þola enga samkeppni.....spennó!!!
fimmtudagur, ágúst 12, 2004
Hallúúú
Markaður verður víst ekki þessa helgi, en þá næstu á eftir er það öruggt. Það er sama helgin og menningarnótt, og giftingin sem ég er að fara að syngja í og alls kyns gleði. Ég er þó ekki aðgerðarlaus um helgina, ætla meðal annars að reyna að nýta bókasafnsaðstöðu í Kef. og vinna að ritgerð um Descartes. Svo er kominn tími á að leigja sér vídeómynd og borða nammi. Vinn enn í póstinum og geri út mánuðinn. En ég verð að játa að í mig er kominn leiði. Þetta gerist næstum því alltaf með mig og vinnur. Eftir svona sirka 3-4 mánuði hef ég einfaldlega fengið nóg og finnst ég vera að eyða tímanum mínum í vitleysu að sækja vinnu. Þetta er náttúrulega afskaplega heimskuleg afstaða, ég geri mér grein fyrir því. En svona er það bara,...nema þegar kemur að tónlist, þá fæ ég aldrei leið. Og vinna mín sem Næturvörður á Rás 2 hefur bara orðið skemmtilegri, en hún er samt bara einu sinni í viku í undirbúning, og svo 4 tímar í beinni. Það er ekki sama og mæta dag eftir dag. Gæti ég verið með rútínufóbíu? Á þessum síðustu og bestu tímum þegar til eru fóbíur fyrir öllu, og um allt.....Ég er alla vega ekki með rúsínufóbíu...mmmmmm rúsínur, helst með súkkulaði. Sko, ég er nefnilega hætt að éta nammi. Og þetta er í annað skipti sem mér dettur nammi í hug í þessu eina bloggi. Hvað er í gangi? Ég er fráhuga rútínum, en háð nammi....Vill einhver vinsamlegast sálgreina mig!!!!!!!!!!!!!!!Núna!!!!!!!!!!!!!
Markaður verður víst ekki þessa helgi, en þá næstu á eftir er það öruggt. Það er sama helgin og menningarnótt, og giftingin sem ég er að fara að syngja í og alls kyns gleði. Ég er þó ekki aðgerðarlaus um helgina, ætla meðal annars að reyna að nýta bókasafnsaðstöðu í Kef. og vinna að ritgerð um Descartes. Svo er kominn tími á að leigja sér vídeómynd og borða nammi. Vinn enn í póstinum og geri út mánuðinn. En ég verð að játa að í mig er kominn leiði. Þetta gerist næstum því alltaf með mig og vinnur. Eftir svona sirka 3-4 mánuði hef ég einfaldlega fengið nóg og finnst ég vera að eyða tímanum mínum í vitleysu að sækja vinnu. Þetta er náttúrulega afskaplega heimskuleg afstaða, ég geri mér grein fyrir því. En svona er það bara,...nema þegar kemur að tónlist, þá fæ ég aldrei leið. Og vinna mín sem Næturvörður á Rás 2 hefur bara orðið skemmtilegri, en hún er samt bara einu sinni í viku í undirbúning, og svo 4 tímar í beinni. Það er ekki sama og mæta dag eftir dag. Gæti ég verið með rútínufóbíu? Á þessum síðustu og bestu tímum þegar til eru fóbíur fyrir öllu, og um allt.....Ég er alla vega ekki með rúsínufóbíu...mmmmmm rúsínur, helst með súkkulaði. Sko, ég er nefnilega hætt að éta nammi. Og þetta er í annað skipti sem mér dettur nammi í hug í þessu eina bloggi. Hvað er í gangi? Ég er fráhuga rútínum, en háð nammi....Vill einhver vinsamlegast sálgreina mig!!!!!!!!!!!!!!!Núna!!!!!!!!!!!!!
laugardagur, ágúst 07, 2004
Ja mikið svaðalega er orðið langt síðan maður skrifaði. Lífið hefur samt tekið stakkaskiptum á þeim 3 vikum sem liðið hafa á milli blogga. Ég er flutt til Keflavíkur, búin að hreinsa og skila íbúðinni í bænum, og keyri nú á milli vinnu og heimilis út Ágústmánuð. Ég hef svo pantað miða til Berlínar fyrir alla fjölskylduna, og við leggjum í hann þann 10. september. Það er fín dagsetning, á föstudegi, og með smá viðkomu á Kastrup-flugvelli Danaveldis. Jón Geir trommari og kona hans Nanna létu svo vel af aðstöðu fyrir börn á Kastrup að ég hætti að vera hrædd við að vera með Óliver í nokkra klukkutíma að bíða eftir næstu vél. Nú hlakka ég bara til, og ekkert múður. Komutími til Berlínar er svo tæplega ellefu að kveldi, og verð ég að gera einhverjar ráðstafanir til að komast inn í borgina þá. Við þekkjum nokkra Berlínarbúa, og ef einhver þeirra skyldi slysast til að lesa þetta, þá mætti sá hinn sami hafa samband hér: heidingi@hotmail.com. Hef svo verið að garfa í alls kyns málum, sækja um hitt og þetta, námslán og ritgerðafresti og blí blí og bla. Þetta verður að lokum nákvæmlega eins og það á að vera, og ég er að springa ég hlakka svo til. Ætla í bíó á eftir með Írenu, Aþenu og Óliver, svaka stuð að prófa bíó í Keflavík. Það eru einhver ár síðan ég fór síðast á bíó hér. Held bara að ég hafi séð Diddu og dauða köttinn síðast hér. Keflavík er annars bara fín, og aðeins minni vindur en mig minnti. Samt er besta veðrið alltaf í vesturbænum í Reykjavík. Ég skil ekkert í því, það er alltaf logn í vesturbænum....
Markaðurinn í Klink og Bank verður á sínum stað næstu helgi, og ég ætla að reyna að vera báða dagana, þann 14. og 15. ágúst. Komin með fráhvarfseinkenni í að spila óskalög, það er svo frábært að böska svona á kassagítar. Er að spá í að gera það á götum úti í Berlín, fyrir helgarmatnum, af því að LÍN er rekið af púkum Satans, og ætlar að lána mér 40 þús. á mán. til að lifa af í útlöndum.....
Sem betur fer kann ég að syngja og spila, svo ég held að þetta reddist.
En ef ykkur vantar föt, hillur smáhluti, skó, og allskonar, þá komiði í Klink og Bank næstu helgi. Að lokum: Gleðilegt Gaypride
Markaðurinn í Klink og Bank verður á sínum stað næstu helgi, og ég ætla að reyna að vera báða dagana, þann 14. og 15. ágúst. Komin með fráhvarfseinkenni í að spila óskalög, það er svo frábært að böska svona á kassagítar. Er að spá í að gera það á götum úti í Berlín, fyrir helgarmatnum, af því að LÍN er rekið af púkum Satans, og ætlar að lána mér 40 þús. á mán. til að lifa af í útlöndum.....
Sem betur fer kann ég að syngja og spila, svo ég held að þetta reddist.
En ef ykkur vantar föt, hillur smáhluti, skó, og allskonar, þá komiði í Klink og Bank næstu helgi. Að lokum: Gleðilegt Gaypride
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)