Leita í þessu bloggi
sunnudagur, ágúst 31, 2008
Skólinn minn er byrjaður, fyrsta vikan búin. Fór beint úr skólanum upp í borgarfjörð og sat þar og hlustaði á heilagan sannleika og heilbrigða skynsemi sem var afskaplega hollt að heyra, en ég var þó nær dauða en lífi af þreytu sökum vikunnar. Svaf að meðaltali um 5 tíma á nóttu sem er allavega 3 tímum of lítið, og stefni ég því að því að næsta vika verði með í rúmið klukkan 11-reglu. Gat lagt mig yfir daginn um eftirmiðdag/snemmkvöld laugardags sirka frá hálf-fimm til sjö og það var góður blundur. Annað sem ég hef gert um helgina: farið í bað, tekið upp lag, spilað á gítar, lesið pólitík, skoðað pin-hole myndavélina sem ég er að fara að setja saman, heimsótt fólk, og verið búin á því. Afþakkaði m.a.s. 30ára-afmælisveislu sem mér var boðið í (sorrý einar) því ég bara gat ekki farið út úr húsi eftir að ég var komin í hús, ég bara lamaðist í sófanum. gott að hlusta á líkamann, það gerir gæfumuninn. svo dreymdi mig að bæði pabbi og tengdapabbi væru ófrískir, komnir alveg á steypinn og voru svo spenntir að fara að eiga barn. Hvað þýðir það?
laugardagur, ágúst 23, 2008
Hellvar spilar á Kaffí Hljómalind í kvöld, 23. ágúst, klukkan hálf-níu (20.30). Þar verða frumflutt fjögur ný lög, afrakstur sumardútlsins okkar, og nokkur lög af Bat out of Hellvar fá líka að fljóta með. Vá, hvað ég hlakka til.
föstudagur, ágúst 15, 2008
mánudagur, ágúst 11, 2008
fimmtudagur, ágúst 07, 2008
Ókey, það þyrmir yfir mig hérna og ég verð bara að skrifa þetta hér og hvetja fólk til að gera eitthvað. Ég verð að gera eitthvað. Íslenskt efnahagslíf er í rúst og það er sitjandi ríkisstjórn að kenna. Svo virðist sem Geir sé bara glottandi karl á einhverju pávertrippi og sjálfstæðisflokkurinn brosi með því fólkið í honum, klíkan á Íslandi, séu öll það helvíti vel stæð að þau finni ekki fyrir núverandi efnahagslægð. Fólkið í landinu finnur hins vegar vel fyrir minnkandi kaupmætti, og verðtryggðum lánum sem fara hækkandi, en einhvern veginn er sjálfstæðisflokkurinn alltaf endurkjörinn. Ég mæli því með að fólk sem vill breytingar láti vita af þeirri ósk sinni.
Fáið ykkur gömul lök eða sængurver og spreyjiði slagorð á þau og hengið á áberandi stað. Fínn staður er til dæmis út um stofuglugga eða á svalir heima hjá ykkur. Ykkar húsnæði og því ekki bannað. Látið skoðanir ykkar í ljós.
Hugmyndir að slagorðum:
Efnishyggja gerir ríkt fólk ríkara, hinir tapa allir.
Burt með sjálfstæðisflokkinn sem hugsar meira um banka en fólk.
Niður með kapítalismann!
Peningar eiga ekki að stjórna í heiminum.
Það er bara lítil klíka að græða - við hin erum á kúpunni!
Af hverju kjósum við alltaf sama ruglið yfir okkur?
Afnemum vísitölutengd lán.
Góður stjórnmálamaður býr til jafnvægi, ekki glundroða.
Hættið að selja ríkisstofnanir.
Ekki meiri einkavæðingu.
Hvenær fáum við stjórn sem hægt er að treysta?
Hægri stjórn eykur á stéttarskiptingu í landinu!
Finnið upp ykkar slagorð. Vill einhver vera svo vænn að gera þetta? Ég á gamalt sængurver og ætla að kaupa svart sprey á morgun.
Almenn mótmæli og fjöldamótmæli gefa allavega stjórnvöldum tóninn, og algjör óþarfi að taka bara endalaust við yfirlýsingum frá glottandi Geir um að allt sé í lagi, því bankarnir skili hagnaði. AUÐVITAÐ skila þeir hagnaði, lánin okkar eru vísitölutengd. En ég ét ekki fyrir hagnað bankanna.
Sko mitt slagorð: Ég ét ekki fyrir hagnað bankanna!
Fáið ykkur gömul lök eða sængurver og spreyjiði slagorð á þau og hengið á áberandi stað. Fínn staður er til dæmis út um stofuglugga eða á svalir heima hjá ykkur. Ykkar húsnæði og því ekki bannað. Látið skoðanir ykkar í ljós.
Hugmyndir að slagorðum:
Efnishyggja gerir ríkt fólk ríkara, hinir tapa allir.
Burt með sjálfstæðisflokkinn sem hugsar meira um banka en fólk.
Niður með kapítalismann!
Peningar eiga ekki að stjórna í heiminum.
Það er bara lítil klíka að græða - við hin erum á kúpunni!
Af hverju kjósum við alltaf sama ruglið yfir okkur?
Afnemum vísitölutengd lán.
Góður stjórnmálamaður býr til jafnvægi, ekki glundroða.
Hættið að selja ríkisstofnanir.
Ekki meiri einkavæðingu.
Hvenær fáum við stjórn sem hægt er að treysta?
Hægri stjórn eykur á stéttarskiptingu í landinu!
Finnið upp ykkar slagorð. Vill einhver vera svo vænn að gera þetta? Ég á gamalt sængurver og ætla að kaupa svart sprey á morgun.
Almenn mótmæli og fjöldamótmæli gefa allavega stjórnvöldum tóninn, og algjör óþarfi að taka bara endalaust við yfirlýsingum frá glottandi Geir um að allt sé í lagi, því bankarnir skili hagnaði. AUÐVITAÐ skila þeir hagnaði, lánin okkar eru vísitölutengd. En ég ét ekki fyrir hagnað bankanna.
Sko mitt slagorð: Ég ét ekki fyrir hagnað bankanna!
miðvikudagur, ágúst 06, 2008
Skrifstofa Hressó í fullum gangi í dag. Elvar að vinna tónlist og ég að leita að efni á veraldarvefnum. Grænt te og teppi um leggi ásamt ullarsokkum til að íslenska sumarið drepi mann ekki úr kulda. Er sumarið kom yfir sæinn, og sólskinið ljómaði um bæinn var gaman að vera til. En er sumarið farið og sólskinið hætt að ljóma? Vona ekki. Minnst uppáhaldið mitt er sólarleysi og lágt hitastig. Dreymdi reyndar snjó og kerti í vetri í nótt, og vona hreinlega að það hafi ekki verið spádraumur um næstu viku. Er hægt að vera háður sólskini? Ef svo er, er ég það kannski.... Í þessum rituðu orðum braust sólin út úr skýjunum, til að sanna fyrir mér að sólskinið er ekki hætt að ljóma um bæinn. Ég meina, það er nú alveg mánuður eftir af sumri, ha. Er þa'ggi alveg örugglega???
föstudagur, ágúst 01, 2008
...stundum langar mann bara að segja hvað maður gerði þann dag, þótt það hafi ekki verið geimferðir eða kjarneðlisfræði. en ég náði að fara á ótrúlega marga staði og tala við marga skemmtilega og það er svo mikilvægt. fór fyrst (mjög sybbin) í ikea með mömmu óliver og elvari. lagði mig öðru hverju á mottustafla eða í sófa. samt varð auðvitað gaman eftir smá tíma, þrátt fyrir illasofelsið. fengum svo öll pylsur og gos hjá mömmu, allir þrír krakkarnir hennar mömmu. þvínæst var farið á laugarveg, nánar tiltekið á kaffihúsið hennar alexöndru. sojalatteinn sem hún gerði fyrir mig var unaður. svo löbbuðum við í skífuna, svo til braga í ranimosk, með viðkomu og kíkeríi á halla og valda (kaffihús í gamla hljómalindarhúsi, leist vel á). hittum berglindi og fórum með henni á kaffibarinn og sátum og spjölluðum heillengi. svo fórum við á prikið, þar sem við borðuðum borgara og ég las flott viðtal við björk í nýju lífi. svo var það áframhaldandi labb, og nú niður á austurvöll og þar sátum við með kristni pálssyni, alexöndru og sigga og löptum einn bjór, keyptan í ríkinu til að spara, og svo fékk ég far með sigga í vallarhöll. nú er ég í vinnu í skífu, og hef talað frönsku í allt kvöld, seldi bæði skúla sverri og hjálma til meðvitaðra frakka.
en þú, hvað ert þú búin(n) að gera? svör óskast frá öllum sem mér þykir vænt um.
en þú, hvað ert þú búin(n) að gera? svör óskast frá öllum sem mér þykir vænt um.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)