Leita í þessu bloggi
föstudagur, nóvember 27, 2009
sunnudagur, nóvember 22, 2009
Jæja, ég var að uppgötva að það er 22. nóvember en ekki 29. eins og ég hélt. Þetta skiptir gríðarmiklu máli út af ritgerðasmíðum mínum. Ég semsagt var að græða viku og hef því ekkert samviskubit yfir því að vera að lesa Sjúddirarí rei (frábær, ef maður sleppir því að hugsa um hugsanlega hommafóbíu Gylfa, vona að það sé bara furðulegur húmor hans). Já en semsagt, ekkert að gera í víkingasafni og því sit ég og les Gylfa Ægisson og hlusta á eðal íslenskar plötur sem ég hef ekki haft tíma til að kynna mér á gogoyoko.com. Þar er ég nú búin að hlusta á nýju Hjaltalín (koverið er betra en innihaldið) og er núna að hlusta á Létt á bárunni sem er GEÐBILUÐ GÓÐ, mun betri en Hjaltalín. Pæliði í frábæru dæmi sem Gogoyoko er, maður bara situr heima í stofu (eða hvar sem er náttúrulega) og hlustar á það sem maður vill meðan maður til dæmis les (mjög hentugt) og svo ef og þegar maður dettur inn á eitthvað sem maður vill eiga til að geta hlaðið í spilarann sinn, þá bara kaupir maður það. En að geta hlustað endalaust online án þess að borga og vistað á sína síðu það sem maður fílar er frábært! Svo þegar maður heimsækir síður einhverra vina, þá heyrir maður hvað hann/hún fílar og uppgötvar þannig. Þetta er blanda af samfélagsvef og plötubúð og snýst BARA um tónlist en ekki eitthvað stjúpifæing rugl. Allir á gogoyoko núna!
föstudagur, nóvember 20, 2009
Það allra skemmtilegasta sem hefur komið fyrir mig gerðist í gær, og haldiði ykkur nú: Ég fór óvart í ósamstæða skó og fattaði það á brautinni á leið í skólann! Það er einhvern veginn síðasta tabúið sem fellur þegar skórnir eru ekki eiginlegt skópar. Ég blygðaðist mín ekki rassgat og fannst bara að dagurinn væri einstaklega sérstakur og fallegur fyrir vikið. Reyndar var um tvö svört dr.martins-skópör að ræða, annað reimað og hitt með hliðarteygju, þannig að ruglingurinn minn var svo sem ekki far át, en samt.... Það virðist vera næstum samfélagslega viðurkennt að sumir rugli sokkapörum upp, og fari í sitthvorn sokk, jafnvel sitthvorn litinn. Á tíma var tíska í gangi að eiga mörg Converse-skópör og blanda sitthvorn lit á sitthvorn fót. En bara einhver skór á hægri og einhver annar á vinstri þykir nú bara vera vottur um almennt rugl. Ég átti prýðisdag í mismunandi skóm í gær, og er að pæla í að gera þetta oftar.
Annað og óskylt: Flottasta íslenska plötuumslag síðari ára sá ég á netinu í dag, og það er næsta plata Hjaltalín, sem kemur í búðir eftir helgi og heitir víst Terminal.
Æðisleg mynd framaná, í mjög flottum litum. Ef tónlistin er líka góð er hér kominn flottur gripur. Annars er ég langt frá því að vera heitur Hjaltalín-aðdáandi, en hef ekkert heyrt af nýju og læt því vera að tjá mig um hana fyrirfram. Af albúminu að dæma ætti þetta þó að vera svona kalt og hrátt Bowie-í-Berlín-dæmi eitthvað. Mér finnst það reyndar mjög ólíkleg þróun á tónlist Hjaltalín, en hvur veit?
Annað og óskylt: Flottasta íslenska plötuumslag síðari ára sá ég á netinu í dag, og það er næsta plata Hjaltalín, sem kemur í búðir eftir helgi og heitir víst Terminal.
Æðisleg mynd framaná, í mjög flottum litum. Ef tónlistin er líka góð er hér kominn flottur gripur. Annars er ég langt frá því að vera heitur Hjaltalín-aðdáandi, en hef ekkert heyrt af nýju og læt því vera að tjá mig um hana fyrirfram. Af albúminu að dæma ætti þetta þó að vera svona kalt og hrátt Bowie-í-Berlín-dæmi eitthvað. Mér finnst það reyndar mjög ólíkleg þróun á tónlist Hjaltalín, en hvur veit?
fimmtudagur, nóvember 19, 2009
Það er löngu tímabært að færa líf mitt í orð. Ég hef ekki bloggað lengi, ekki vegna þess að ég hafi ekkert að segja heldur vegna þess að ég hef svo mikið að segja að mér finnst að ég verði að sitja svo lengi við tölvuna til að klára. En short version hljómar svona: Ég, Elvar og Óliver fórum með Rob á Snæfellsnes og borðuðum yndislegan kinnfisk úr þorski með Kela, kíktum eftir það í Lýsuhólslaug, með ölkelduvatni í. Svo var Dalvík heimsótt og borðað Spaghetti með Óliver eldri, Helgu og Urði. Viðkoma í Hrísey í nokkra klukkutíma, með tilheyrandi stoppi og spjalli í kjörbúðinni og labbi um göngustíg. Hittum fullt af hönum og hænum og enn meira af rjúpum. Ef til vill er það ekki "common knowledge" (ég vissi það allavega ekki) en fuglar eru friðaðir í Hrísey og af sömu ástæðum eru kettir bannaðir. Gerir Hrísey líklega að besta stað á Íslandi fyrir fólk með kattaofnæmi. Frá Hrísey á Akureyri, borðað á Bautanum (folaldasteik), komið við í Frúnni í Hamborg þar sem ég fann Fönk með Graham Central Station frá 1974 og Janis Ian-plötu frá 1979, og eina Peter Gabriel early, þessi með Solisbury hill á. Allar góðir gripir. Frá Akureyri á Laugarvatn og gufubaðið var yndislegt að vanda, ásamt kvöldmatnum hjá Sævari og Hrafnhildi. Föstudagur rennur upp (síðasti) og þá komum við loks aftur í Rvk, eftir að hafa verið 5 daga á ferð. Alexandra á heiðurinn að pulsupartý og tónlistarspilhangtjilli kvöldsins en kvöldið eftir hittist Hellvar og Rob og spila í skúrnum. Ég læri á sunnudag, mánudag, eiginlega ekki neitt á þriðjudag (búin á því) en læri meira á miðvikudag. Sko, ég náði nútímanum! Nú er ég á leið í Rvk. að fara í HÍ og þar verður vonandi jafnskemmtilegt og á Úlfljótsvatni (þ.e.a.s. hopp og hí.) Eftir HÍ fer ég í smá lestur og svo í hotyoga og svo heim. Á eftir að gera eina ritgerð um Heidegger, eina um Days of Heaven, með Heidegger-ívafi og eitt heimapróf/ritgerð um fyrirbærafræði í anda Husserl og Heidegger. Þetta mun gerast á næstu 3 vikum eða svo. Hólímólí, held ég fái mér sterkt kaffi.
sunnudagur, nóvember 08, 2009
Ég var að koma úr S'mores-veislu, sem byrjaði reyndar sem kjötsúpuveisla en endaði sem S'mores veisla. Og hvað er S'more spyrjið þið eðlilega. Þetta er vinsæll varðelda réttur frá Ameríku, fundinn upp á 3. áratugnum af skátastúlkum.
Hér má fræðast um S'mores.
Uppskriftin er einföld:
Ingredients
* 1 large marshmallow
* 1 graham cracker
* 1 (1.5 ounce) bar chocolate candy bar
Directions
1. Heat the marshmallow over an open flame until it begins to brown and melt.
2. Break the graham cracker in half. Sandwich the chocolate between the cracker and the hot marshmallow. Allow the marshmallow to cool a moment before eating.
Við hituðum nú bara sykurpúðann yfir heitri eldavélarhellu, og það virkaði. Eins má notast við örbylgjuofn, en þá verður sykurpúðinn ekki brúnn og stinnur að utan, heldur bara "gooey" sem er svo sem allt í lagi. Þetta er fáránlega gott og ógeðslega fitandi og eftir tvo er maður kominn með ógeð en langar eflaust í þetta aftur seinna. Ath: Ég prumpaði mjög vondri lykt eftir að hafa borðað tvo S'more, svo ég mæli ekki með ofáti, hvað gerist þá?
Að lokum, S'mores-lagið:
Hér má fræðast um S'mores.
Uppskriftin er einföld:
Ingredients
* 1 large marshmallow
* 1 graham cracker
* 1 (1.5 ounce) bar chocolate candy bar
Directions
1. Heat the marshmallow over an open flame until it begins to brown and melt.
2. Break the graham cracker in half. Sandwich the chocolate between the cracker and the hot marshmallow. Allow the marshmallow to cool a moment before eating.
Við hituðum nú bara sykurpúðann yfir heitri eldavélarhellu, og það virkaði. Eins má notast við örbylgjuofn, en þá verður sykurpúðinn ekki brúnn og stinnur að utan, heldur bara "gooey" sem er svo sem allt í lagi. Þetta er fáránlega gott og ógeðslega fitandi og eftir tvo er maður kominn með ógeð en langar eflaust í þetta aftur seinna. Ath: Ég prumpaði mjög vondri lykt eftir að hafa borðað tvo S'more, svo ég mæli ekki með ofáti, hvað gerist þá?
Að lokum, S'mores-lagið:
laugardagur, nóvember 07, 2009
Já nú er Rob að lenda á morgun, og það verður gaman. Ég í safni víkinga í dag og á morgun. Í kvöld ætla ég að skella mér á svokallað "þögult diskó" með Alexöndru og Hildi, en það fer þannig fram að allir mæta með sína tónlist í eyrunum og svo bara einn tveir og dansa, og allir dansa saman. Er enn tvístígandi um hvort ég eigi að hafa pönk eða teknó. Bæði gott til að dansa við. Kannski tek ég bara bæði með. Náði að fara á tvennt spennó í vikunni, fyrir utan auðvitað allt sem ég gerði spennó í skólanum. En ég fór semsé á sýningu Egils Sæbjörnssonar í sölum B og C í Hafnarhúsinu. 50 þúsund stjörnur alveg (af 5 mögulegum). Frábær sýning, og ætla aftur, helst með Elvari núna. Fór svo á lokasýningu á nokkrum stuttmyndum, hluta af Sequences, sem sýnt var í Regnboganum. Þar voru nokkrar eftir Curver (fallegar smámyndir úr daglegu lífi í New York), samvinna 16 íslenskra og pólskra myndlistarmanna (soldið langdregin og óafslöppuð, en allt í lagi), Gjörningaklúbburinn í Garðskagavita í sumar, (mjög flott og vinnur gífurlega á, var að hugsa um hana bara í morgun síðast, og lúðrasveitin Svanur spilar Brennið þið vitar snilldarlega), og heimildarmynd um þegar skemmtistaðurinn Sirkus var fluttur í bútum og settur upp aftur á Tate Modern í London, sem hluti af einhverri sýningu.
OK, Sirkus-myndin....VÁ! Ég meina, þetta er stórkostlegt listaverk. Íslenskur bar settur upp á safni í London, complete with fastakúnnar og allt. Svo urðu allir safngestir sem hættu sér inn á þennan íslenska bar hífaðir og þeim leið eins og það væri mið nótt í Reykjavík og brjálaðir tónleikar í gangi (Ghostigital, Begga mín að flytja lagið "Gangsterrappari" etc...). Þá er bara komið að lokun safnsins og vörðurinn að rýma...klukkan kannski fimm eða sex að degi til. Ef einhvern tímann hefur verið gert vel heppnað listaverk sem fjallar um heim inni í heimi þá er það þetta. Og mikið afskaplega var þetta góð mynd um verkið. Stemmningin komst alveg til skila og súrrealisminn í verkinu öllu saman.
Í kvöld, áður en þögla diskótekið hefst, ætla ég svo að taka þátt í enn einum Sequences-viðburðinum. Það kemur bíll og pikkar mig upp og ég fer í sirka korters rúnt með honum, en þá er verið að sýna vídeóverk eftir Pál Hauk Björnsson sem heitir
"This dumb region of the heart" á tveimur skjám inni í bílnum, afturí. Veit ekkert meir um þetta og er mjög spennt. Report á morgun!
OK, Sirkus-myndin....VÁ! Ég meina, þetta er stórkostlegt listaverk. Íslenskur bar settur upp á safni í London, complete with fastakúnnar og allt. Svo urðu allir safngestir sem hættu sér inn á þennan íslenska bar hífaðir og þeim leið eins og það væri mið nótt í Reykjavík og brjálaðir tónleikar í gangi (Ghostigital, Begga mín að flytja lagið "Gangsterrappari" etc...). Þá er bara komið að lokun safnsins og vörðurinn að rýma...klukkan kannski fimm eða sex að degi til. Ef einhvern tímann hefur verið gert vel heppnað listaverk sem fjallar um heim inni í heimi þá er það þetta. Og mikið afskaplega var þetta góð mynd um verkið. Stemmningin komst alveg til skila og súrrealisminn í verkinu öllu saman.
Í kvöld, áður en þögla diskótekið hefst, ætla ég svo að taka þátt í enn einum Sequences-viðburðinum. Það kemur bíll og pikkar mig upp og ég fer í sirka korters rúnt með honum, en þá er verið að sýna vídeóverk eftir Pál Hauk Björnsson sem heitir
"This dumb region of the heart" á tveimur skjám inni í bílnum, afturí. Veit ekkert meir um þetta og er mjög spennt. Report á morgun!
þriðjudagur, nóvember 03, 2009
Flensan yfirgefið mannskapinn að mestu leyti í bili og ég því á haus að reyna að vinna upp ólesinn lestur. Með natni og útsjónarsemi ætti það að hefjast, en verst að vita varla hvar maður á að byrja, því textarnir hafa bara staflast upp. líklega best að loka bara augunum og draga einn. Er búin að mæta í skólann í gær og leið eins og nýútsprungnum unga úr eggi eftir að hafa legið í rúmi eða sófa í tæpa viku. keypti naglalakk og varalit í tiger og var í gulum buxum og gekk laugaveginn flautandi og allt. fór líka í nýju mál og menningu á sama gamla staðnum og þar á annarri hæðinni er LOKSINS kominn Súfistinn aftur, með sitt gamla góða tertutilboð (tertusneið og kaffi að eigin vali: 780 kr.!!). Það verður að teljast rosalega gott tilboð í dag. Reyndar getur maður ekki valið um tertusneið, heldur bara þær sneiðar sem eru stakar í það og það skipti. Ég hitti á eina apríkósutertusneið, sem fær fullt hús ásamt soja-latteinu sem ég draup á með.
Dreymdi Megas í fyrra-dag og nú geta draumráðningafuglar spreytt sig:
Ég var á myndlistarsýningu og þurfti að komast á klósett, og var bent í átt að því. Það var upptekið og ég þurfti því að bíða. Viti menn, út kom Megas og kastaði á mig kveðju. Ég fer inn, en hefur þá karlinn ekki skilið eftir RISAstóran kúk í klósettinu, sem ég sturta niður. Sest sjálf, og kemur þá ekki bara næstum sama RISAstærðin af kúki líka.......
Hahahhahahha! Ókey, kúkur er fyrir peningum, en hvað? Á ég þá að syngja dúett með Megasi?
Dreymdi Megas í fyrra-dag og nú geta draumráðningafuglar spreytt sig:
Ég var á myndlistarsýningu og þurfti að komast á klósett, og var bent í átt að því. Það var upptekið og ég þurfti því að bíða. Viti menn, út kom Megas og kastaði á mig kveðju. Ég fer inn, en hefur þá karlinn ekki skilið eftir RISAstóran kúk í klósettinu, sem ég sturta niður. Sest sjálf, og kemur þá ekki bara næstum sama RISAstærðin af kúki líka.......
Hahahhahahha! Ókey, kúkur er fyrir peningum, en hvað? Á ég þá að syngja dúett með Megasi?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)