Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, mars 31, 2004
HEIÐINGJAR spila á styrktargiggi fyrir götubörn í kambódíu kl. 10 miðvikdagskveld 31. mars á grandrokk. tónleikarnir áttu að vera á fimmtudeginum en voru færðir. spilum því örstutt þarna en löbbum okkur svo yfir á ellefuna og þar spilum við fulla lengd af tónleikum (fremur stutt samt, því við kunnum ekkert obboðslega mörg lög, ég myndi segja svona 13, og það er með nýja laginu sem er ekki tilbúið og því spilum við það ekki). svo hita HEIÐINGJAR upp fyrir brjálæðingana í CHANGER á föstudag á nýja staðnum sem ég man ekki hvað heitir en er á lækjartorgi við hliðina á sentrúm skiptistöðinni. í CHANGER er maður sem getur öskrað og sungið á innsoginu líka, þarf sem sagt aldrei að hætta að syngja ef honum sýnist svo. það er bara fríkað, algjört fríksjó, þess virði að mæta. svo er trommarinn í CHANGER tvífari einhvers í færeyska bandinu TÝR, en CHANGER eru samt skemmtilegri en TÝR. bara langaði að segja ykkur frá þessu. og ef einhver veit um miða á Pixies þá má hann láta mig vita
fimmtudagur, mars 25, 2004
Ók, ég er snillingur!
Ég sver það að ég hélt alltaf að maður gæti bara ekki fiktað sig eitthvað áfram og breytt öllu sjálfur, án þess að fá hjálp. Ég hélt að maður þyrfti gráðu, eða námskeið, eða allavega vin/vinkonu sem horfði yfir öxlina á manni og hjálpaði smá.....En ég gerði þetta ein, sver það. Og á minn mælikvarða er þetta flottasta bloggsíða í heimi, en ég veit ekki alveg hvað ég gerði ennþá. Kommentakerfið fékk ég upplýsingar um hvar ætti að ná í, en litirnir og eitthvað... veit ekki. En þetta er náttúrulega bara eins og með tónlistargræjur, á meðan maður kann ekkert á t.d. trommuheila og fiktar eitthvað, kemur undantekningarlaust eitthvað mjög flott út. Þegar maður hins vegar hefur lært almennilega á gripinn, er ekki sjálfgefið að sköpunin verði eins frjó. Þá fer maður að nota hann eins og á að gera, boring. Ég lýsi því hér með yfir að það á ekki að kunna, bara gera. Pönk í hnotskurn, og notalegur lífsstíll það!!!
(borgar sig samt kannski að kunna á bíl, áður en maður fer að keyra....en svona oftast virkar þessi speki vel...)
Ég sver það að ég hélt alltaf að maður gæti bara ekki fiktað sig eitthvað áfram og breytt öllu sjálfur, án þess að fá hjálp. Ég hélt að maður þyrfti gráðu, eða námskeið, eða allavega vin/vinkonu sem horfði yfir öxlina á manni og hjálpaði smá.....En ég gerði þetta ein, sver það. Og á minn mælikvarða er þetta flottasta bloggsíða í heimi, en ég veit ekki alveg hvað ég gerði ennþá. Kommentakerfið fékk ég upplýsingar um hvar ætti að ná í, en litirnir og eitthvað... veit ekki. En þetta er náttúrulega bara eins og með tónlistargræjur, á meðan maður kann ekkert á t.d. trommuheila og fiktar eitthvað, kemur undantekningarlaust eitthvað mjög flott út. Þegar maður hins vegar hefur lært almennilega á gripinn, er ekki sjálfgefið að sköpunin verði eins frjó. Þá fer maður að nota hann eins og á að gera, boring. Ég lýsi því hér með yfir að það á ekki að kunna, bara gera. Pönk í hnotskurn, og notalegur lífsstíll það!!!
(borgar sig samt kannski að kunna á bíl, áður en maður fer að keyra....en svona oftast virkar þessi speki vel...)
mánudagur, mars 22, 2004
æji, hvað það er nú gaman að fíla tónlist svona vel. Ég er í dómnefnd í músiktilraunum og það er bara yndislegt. Það er svo hollt og gott að heyra í öllum þessum krökkum sem elska hljómsveitirnar sínar og eru að fíla sig í tætlur, sum hafa aldrei spilað í svona góðu sándi áður, einhverjir eru með smá reynslu í tónleikahaldi, aðrir enga....en allir eiga það sameiginlegt að finnast tónlist frábær, og elska að vera í hljómsveit. Hey, ég er bara hjartanlega sammála þeim, mér finnst tónlist frábær, og eeeeelska að vera í hljómsveitum. Það er ekkert eins gleðjandi og að sjá góða tónleika, eða spila á góðum tónleikum, eða uppgötva nýtt band, nýja tónlist!!!! Músiktilraunir eru bestar í heimi og ég fer sæl að sofa í kvöld!
fimmtudagur, mars 11, 2004
Það er ágætt að blogga, en samt er ég strax komin með smá leið. Mér finnst dáldið eins og ég sé að halda dagbók til að halda dagbók. Ekkert ósvipað og þegar ég fékk flottar dagbækur með lás og öllu í jólagjöf og var dugleg í viku, en svo var nýjabrumið farið af. Það er samt aðeins öðruvísi þegar maður ímyndar sér að einhver lesi kannski dagbókina. Það er nú samt svo mikið af svona bloggsíðum að eflaust les þetta enginn. En notagildi heimasíðunnar er samt tvímælalaust meira en dagbókar sem er læst og eingöngu ætluð fyrir mann sjálfan. Hér gæti ég tildæmis komið á framfæri áformuðum tónleikum Heiðu og Heiðingjanna. Við spilum næst þann 20. mars á Grandrokki. Hitum upp fyrir hljómsveitina 5ta Herdeildin sem heldur sína útgáfutónleika. Heiða og Heiðingjarnir fara á svið kl. 21:00, því alterígóið mitt, næturvörðurinn, þarf að vera kominn upp í útvarp klukkan 22:00. Talandi um Heiðu og Heiðingjana....eruð þið ekki alveg örugglega búin að kaupa nýja diskinn, tíufingurupptilguðs? Hann er svona gleði-hvetjandi geisladiskur, sem hressir mann við í skammdeginu.
sunnudagur, mars 07, 2004
Það er alveg undarlegt hvað stórir hlutir skipta oft engu máli og litlir hlutir skipta öllu máli. Ég fann og dánlódaði leik sem ég hef ekki spilað síðan 1982, það var í leiktækjakassa í júnó-ís í skipholtinu. Leikurinn hét Burger-time, og á netinu er að finna eftirhermuútgáfu af leiknum, sem er kallaður Burger space. Ég er bara verulega hamingjusöm að geta leikið þennan leik hvenær sem ég vil. Það er skítaveður, ég er á kúpunni, búin að vera veik í 8 daga....en ég á Burger space. Á morgun er mánudagur og ég ætla að vera sjúklega brjálæðislega dugleg og gera 8500 hluti sem ég gat ekki gert í síðustu viku sökum lasleika, og lífið er gott....ég á Burger space.
laugardagur, mars 06, 2004
miðvikudagur, mars 03, 2004
Dr.Pepper er æðislegur!
Besti drykkur í heimi er sem betur fer til í einstaka sjoppum á Íslandi. Ef allt annað klikkar kemur Dr. Pepper mér í gott skap. Það er allavega ódýrara að vera fíkill í þennan drykk en flest annað. Ef maður neyðist til að vera hress og langar ekki í kaffi, er líka tilvalið að fá sér Dr. Pepper því það er með fáránlega miklu koffeini í, en eins og allir vita er koffein afar hressandi. Svo ég er bara nokkuð hress, en nú er Dr. Pepper dósin búin svo ég verð að kaupa meir............(ég er ekki á prósentum frá innflytjanda, en ef einhver les þetta sem tengist fyrirtækinu þá skal ég alveg þyggja tíund)
Besti drykkur í heimi er sem betur fer til í einstaka sjoppum á Íslandi. Ef allt annað klikkar kemur Dr. Pepper mér í gott skap. Það er allavega ódýrara að vera fíkill í þennan drykk en flest annað. Ef maður neyðist til að vera hress og langar ekki í kaffi, er líka tilvalið að fá sér Dr. Pepper því það er með fáránlega miklu koffeini í, en eins og allir vita er koffein afar hressandi. Svo ég er bara nokkuð hress, en nú er Dr. Pepper dósin búin svo ég verð að kaupa meir............(ég er ekki á prósentum frá innflytjanda, en ef einhver les þetta sem tengist fyrirtækinu þá skal ég alveg þyggja tíund)
þriðjudagur, mars 02, 2004
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)