Leita í þessu bloggi

sunnudagur, janúar 29, 2006

Eftir Ítalíuferðina er ég: -Ógeðslega löt og nenni ekki að hreyfa mig, -feit af öllum matnum sem ég borðaði, -orðin háð raunvínsglasi að kvöldi dags, -kolfallin á sælgætisbindindinu mínu, -komin með kaffiáfergjuna upp á nýtt og áður óþekkt stig... Sem sé: Ég er háð kaffi, rauðvíni og sætindum, ásamt því að borða ítalskan mat (á Ítalíu er hann reyndar bara kallaður ,,matur"). Highlightsin úr ferðinni eru: Tiramisuið á ríkufólksbarnum, Skátaforingjamamman (dulmál fyrir Mafíuna: Skátarnir) á vonda staðnum, St.Peturs-Basilikkan, Rauðvínið, labbið í kring um Vatíkanið, sjónvarpsstöðin sem sýndi bara skemmtileg myndbönd, og allir skórnir sem ég keypti. Verð nú að fara að hreyfa mig meira og beita mig harðræði í súkkulaðiátinu, því nú er næstum kominn febrúar og það er allt að gerast! Jájá, vinnan hefst á morgun, eftir frí, og ég ætla líka í einn kúrs í heimspeki sem hefst í fyrramálið, og er hann kenndur á þýsku und alles! Bless í bili.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Afmaelisdagurinn hefur vaegast sagt verid vidburdarrikur, so far! Vid svafum til ellefu eda svo. Tha las eg adeins i bok, og bordadi svo gott jogurt uppi i rummi, i svakalegu tjilli. Vid tokum okkur svo til og lobbudum i gegn um markadinn sem er fyrir utan hotelid, og thar sa eg gellustigvel ur appelsinugulu snakagerfiefni sem Elvar lysti sem "outrageous", og thar sem hann hafdi rett fyrir ser,og eg filadi thau, og thau kostudu bara 15 evrur keypti eg thau. Gaman ad byrja afmaelid a thessu. Sidan bordudum vid sma morgunmat a lestar/rutustodinni, og tokum svo straeto numer 64 i baeinn. Thar fundum vid allskonar skemmtilegt ad gera og skoda og stoppudum svo um fjegurleytid til ad snaeda hadegismat. Vid forum thvinaest a arabiskt tehus og drukkum myntute og bordudum arabiskar smakokur med. A leidinni heim forum vid aftur med straeto, og theim trodnasta sem vid hofum prufad a aevinni. Thad var alveg meirihattar skemmtilegt, og allir hlogu og duttu hver a annann, og held eg bara ad Italir seu almennt lifsgladari en annad folk. I straeto reyndi kona nokkur ad stela ur vasa hja Elvari, en hann fattadi thad og sagdi mer fra, og konan skammadist sin svaka mikid og let sig hverfa. Thegar hun for ut ur straetonum skommu seinna, sa eg hana og hun var ekkert fataekleg i utliti. Bara frekar rikmannleg til fara ef eitthvad. Kannski er hun forrik thvi hun er svo dugleg ad stela....En Elvar sa vid henni, og vid hlogum datt. Svo saum vid starrasky er vid lobbudum aftur upp a hotel, og thad var pinu "creepy". Minnti of mikid a "Birds" myndina, en thetta var samt alveg stormerkilegt, sko. Starrarnir koma i skyjum ur kaldara lofti yfir i thad heitara, og thad var heitara i dag, en for kolnandi og tha leita fuglarnir vist inn i borgirnar. Their fljuga um allt og mynda stormerkileg mynstur i loftinu. Urgangurinn sem their drita yfir borgina veldur vist umtalsverdum skemmdum a husum og bilum a hverju ari. Merkilegt. Nuna er Elvar i badi og eg sit og dreypi a itolsku raudvini, og skrifa ykkur thetta bref fra Rome. Forum eflaust eitthvad fint ut ad borda a eftir. MMmmmmm, aetla ad fa mer annad hvort tiramisu, eda panna cotti i eftirmat. see you.

laugardagur, janúar 21, 2006

Ég er í Vestmannaeyjum. Já, það er gaman að tjilla í Eyjum, en það er ég að gera í dag, áður en hljómsveitarkeppnin „Allra veðra von“ hefst klukkan 17:00. Þar verð ég kynnir og dómari. Áðan fékk ég mér borgara og franskar og kók á bensínstöðinni. Þar var verið að selja gamlar spólur, VHS, sem enginn vill eiga lengur. Ég keypti fjórar: Superman III, Bowling for Columbine (Michael Moore), The Waterboy (Adam Sandler) og Supercop (Jackie Chan). 2000-kall, og endalaust skemmtilegt með Óliver að horfa. Hefði getað keypt nokkrar Schwartzeneggermyndir og Jet Li-myndir og eina John Waters-mynd (um ljósmyndastrákinn), en lét þetta nægja. Það er bara svo gaman að eiga góðar bíómyndir til að horfa á með fjölskyldunni. Nú er ég á bókasafninu, að leika mér í tölvunni, og svo ætla ég á Kaffi María, að fá mér kaffi. Herjólfur klukkan átta í fyrramálið. Þetta verður svakalega fínt. Það er fjör í Eyjum!

mánudagur, janúar 16, 2006

hvaða fyndnu vídéómynd eða dvd á ég að leigja mér? má vera nýtt eða gamalt. allar uppástungur vel þegnar. ég er á leið heim. allt of kalt úti, og hráslagalegt. vill bara horfa á vídeó undir sæng með elvari og óliver.

miðvikudagur, janúar 11, 2006



Ég kom að landi í dag, og fór beint með tréfótinn minn í viðgerð. Við sjóræningjafjölskyldan erum nú búin að vera að ræna ríka sjófarendur í nokkra mánuði, og svo drekkum við romm af stút á kvöldin. Óliver líkar bara vel við þetta sjóræningjalíf, enda eru báðir foreldrarnir sjóræningjar í fimm ættliði í beinan karl- og kvennlegg.Fékk svo tréfótinn viðgerðan (maðkétinn) og Elvar fékk krókinn brýndan, en hann kemur að góðum notum í ránsferðum. Arrrrr!

sunnudagur, janúar 08, 2006

kk,björk,múm,sigurrós,ghostigital,damon albarn,mugison,hjálmar og HAM. Þetta sá ég í gær, og fyrrtaldir voru allir frábærir. Missti af möggustínu, rass, dr.spock og damien rice því ég fór og fékk mér borgara. Skilst að maggastína og rass/dr.spock hafi staðið sig mjög vel. damien er náttúrulega bara ótrúlega ,,leim" tónlistarmaður og þarf ekki að fjölorða neitt um það. Þegar upp er staðið: Mjög skemmtilegt kvöld, frábærlega að þessum tónleikum staðið, mjög góð aðstaða til að ganga um og kaupa boli, merki og fá boðskapinn sem er svo sannur beint í æð. Ef allt fólkið sem mætti á tónleikana tekur boðskapinn til sín og fer út í þjóðfélagið harðákveðið í því að leggja sitt af mörkum til að stöðva stíflurnar er tilgangnum náð. Frábært framtak, og svo er bara að fara að mæta í mótmæli, rífa upp þennan doða sem íslenska þjóðin er þekkt fyrir. Við erum bara vön því að láta allt yfir okkur ganga, hvað sem það er. Í staðin þyrftum við að læra af frönsku þjóðinni, sem kann að segja stopp, hingað og ekki lengra. Frakkar fara í verkfall, þegar þeim er ofboðið. Þeir eru byltingarsinnar sem trúa því að þjóðfélagsþegnar hafi oft og tíðum jafnmikið um málefni þjóðarinnar að segja en fáir útvaldir stjórnmálamenn. Ég held að við Íslendingar neyðumst til að fara að ráðum Frakka, því okkar stjórnmálamenn eru bara hreinlega að klúðra þessu...

miðvikudagur, janúar 04, 2006

já heyriði mig nú! Gleðilegt nýtt ár 2006, segi ég nú bara. Það er alveg glatað þegar það er svo ægilega mikið að gera að bloggið bara gleymist. Mér finnst að það eigi aldrei að vera svo mikið að gera að maður geti ekki bloggað í smá tíma. Enda tekur það bara 3 mínútur, og mér finnst sjálfri svo gaman að lesa annarra blogg svo það ætti að vera nægjanleg ástæða fyrir mig til að uppfæra mína síðu. Annars hef ég lítið gert af því að liggja í leti og bora í nefið síðustu vikuna eða svo. Ég rétt slakaði aðeins á yfir jólin, en er annars búin að vera með annan fótinn á sýningu okkar í hljómsveitinni HELLVAR sem er í Sýningarrýminu Suðsuðvestur á Hafnargötu 22 í Keflavík. Þar hafa nú orðið til 14 eða 15 lög sem spanna frá 30 og eitthvað sekúndum upp í tæpar 9 mínútur. Öll mismunandi, öll skemmtileg, og mörg þeirra innihalda eitthvað sem einhver sýningargestur af götunni spilaði/öskraði inn eða kom með hugmynd sem fór í texta lagsins eða þannig. Slúttið á sýningunni, sem hefur verið síðan 17.12.2005, verður næsta föstudag, 6.1.2006 og hefst klukkan 18:00 og verður fram eftir. Þetta er búið að ganga meiriháttar vel, og á föstudaginn verður afraksturinn til sýnis/heyrnar, og sjálfsögðu verður hægt fyrir heppna 20 gesti, að kaupa verkið. Ég er farin að gera útvarpsþátt, og fæ mér kannski smá kaffi fyrst.