Leita í þessu bloggi

föstudagur, nóvember 30, 2007

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Gleðilegan fimmtudag, og farsæla komandi helgi! Ég og Elvar spilum á laugardag með ABBABABB!-hópnum á Akureyri, og með HELLVAR-fjölleikahúsinu á Paddy's í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. Elvar er með Dys á Andspyrnuhátíð í TÞM á föstudagskvöld, og ég veit ekki betur en sunnudagurinn 2.desember sé óbókaður í alla staði. Kannski gefst tími til kvikmyndaferðar með afkvæmi. Svo erum við að selja íbúðina og flytjast upp á völl á Keilis-svæðið. Flytjum í janúar. Vantar einhvern hræódýra kúl íbúð í Keflavík?

föstudagur, nóvember 23, 2007

Þetta er gelgjuspurningalisti sem ég sá einhvers staðar. Kominn tími á einn svoleiðis:

1. Áttu einhver gæludýr?
Já, Barða Ljón, sem er köttur og er kallaður Ljóni.

2. Hvernig er peysan þín á litinn?
Bolurinn sem ég er í er hvítur með teiknimynd af Súmóglímukörlum.

3. Nefndu þrjá hluti sem að þú finnur nálægt þér:
Blátt ullarteppi, gsm-síminn og standlampi

4. Hvað heitir síðasta bókin sem þú last?
Leyndarmál Heimsins eftir Steinar Braga

5. Ertu/Varstu góður nemandi ?
ég er fyrirmyndarnemandi

6. Hvað er uppáhaldsíþróttin þín?
Að horfa á: Formúla1 og Súmó, að framkvæma: Sund og Billiard

7. Finnst þér gott að sofa út ?
Mjög mjög gott

8. Hvernig er veðrið úti?
Ískalt og vel til þess fallið að svara svona spurningum undir teppi.

9. Hver segir bestu brandarana?
Elvar og Óliver

10. Hvað var það síðasta sem þig dreymdi?
Man eitthvað um mat í nótt, hef líklega verið svöng.

11. Kanntu að keyra? Ef svo er, hefurðu einhvern tímann klesst á?
Kann að keyra og sem betur fer langt síðan ég klessti á e-ð, en það hefur gerst.

12. Ertu stolt af sjálfum/sjálfri þér?
Já, ég held það bara.

13. Er þér treystandi?
Hundrað prósent.

14. Hvað er uppáhalds maturinn þinn?
Sushi, tailenskur, indverskur, allur framandi matur

15. Hefur þú einhvern tímann átt leyndan aðdáenda?
Já, það hlýtur að vera.

16. Finnst þér góð lyktin af bensíni?
Mér finnst hún geðveik! MMmmm og líka rúðupisslykt.

17. Er drasl í herberginu þínu?
Soldið á skrifborðinu og bókastafli á náttborði, annars er þetta ok.

18. Gefstu upp auðveldlega?
Nei, eiginlega oft of seint.

19. Ertu í vinnu?
Blaðamaður 100%, tónlistarmaður 100%. Það er soldið mikið...

20. Klukkan hvað vaknaðir þú í morgun?
9 með Óliver og fengum okkur morgunmat.

21. Hvað fékkstu þér í morgunmat?
Sirjós með ab-mjólk og púðursykri

22. Hvenær fórstu síðast í sturtu?
úff það er of langt síðan, 3 dagar. Er búin að vera veik en er einmitt á leið í bað.

23. Hvað hafðirðu hugsað þér að gera á morgun?
Eitthvað af eftirtöldu: Út að ganga á Garðskagavita, í sund og gufu, eða í bíó með Óliver. Fer eftir veðri og stemmningu. Langar mest í sund og gufu, passa að verða ekki kalt samt.

24. Hvaða vikudagur er uppáhaldsdagurinn þinn, og af hverju?
Laugardagar eru oft ýkt fínir. Líka svona óvænt gleði á þriðjudögum eða fimmtudögum.

25. Hvað er minnst uppáhalds liturinn þinn?
Gæti verið hvítur og grár, en samt passa þeir alveg stundum.


26. Er einhver sem að þú getur ekki hætt að hugsa um?
Óliver og Elvar

27. Hvernig tannkrem notar þú?
Kaupi alltaf tannkrem í útlöndum, á núna eitt frá spáni og eitt frá usa. Usa-tannkremið er með Carribian mintu-bragði, sem er fríkí.

28. Finnst þér gaman af áskorunum?
Stundum

29. Hvað eru verstu meiðsli sem þú hefur orðið fyrir?
Brenndist á fæti, það var sárt. Man ekki eftir neinu "heavy", hef bara verið heppin.

30. Hvaða bíómynd sástu síðast?
Madagaskar með Óliver í morgun.

31. Ef þú gætir vitað einhvern einn hlut um framtíðina, hvað yrði það?
Ég myndi vilja vita víkingalottótölur næstu viku og svo vinna, og leggja peninginn inn á bók og lifa af vöxtunum. Þá gæti ég bara einbeitt mér að tónlist.

32. Hvað stóð í síðasta sms-inu sem þú fékkst?
Ég eyði út sms-um jafnóðum nema einhverjum sem eru fyndin. Þyrfti að fá fleirri svoleiðis, fann ekkert til að deila með ykkur.

33. Hver var síðasta manneskja sem þú talaðir við í símann?
Elvar

34. Hvað er uppáhalds námsgreinin þín í skóla?
Listgreinar og tungumál.

35. Hvað er síst uppáhalds námsgreinin þín í skóla?
Stærðfræði og raungreinar voru frekar leiðinlegar alltaf.

36. Hvort myndir þú frekar velja: peninga eða ást ?
Auðvitað ást, hún kemur alltaf fyrst.

37. Hvernig yrði draumafríið þitt?
Japan er soldið hott fyrir mér, og svo er ég nýbúin að uppgötva New York og langar þangað að tjilla með Elvari. Svo langar mig með fjölskylduna til Berlínar og svo langar mig líka að kynna Elvar fyrir París, en þangað hef ég nú ekki komið síðan 1998 um páskana.

38. Hver var síðasti íþróttaviðburður sem þú horfðir á?
Hef enga minningu um að hafa horft á íþróttaviðburð.

39. Þværð þú þvottinn þinn sjálfur/sjálf?
Já auðvitað, ég skít hann líka sjálf út.

40. Hvar varstu þegar 9/11 átti sér stað?
Sá þetta í sjónvarpinu á bensínstöð fyrst. Vorum á leið til Vigga í kaffi.

41. Hvað gerirru þegar sjálfssalar stela peningnum þínum?
Lem þá.

42. Hvernig eru rúmfötin þín á litinn?
Alls konar, á mörg sko. Núna eru röndótt á.

43. Hvaða hringitón ertu með í símanum þínum?
Heimagerða Speedmental með hljómsveitinni Hellvar

44. Hver var síðasta manneskja sem lét þig hlæja?
Elvar

45. Horfir þú á teiknimyndir?
Kemur fyrir ;-)

46. Hefur einhver einhvern tímann búið til kjaftasögu um þig og látið hana ganga?
Jájá, það er stuð!

47. Borðaru Sushi?
Vá, já.

48. Hvernig shampoo notarru?
Allskonar. Er núna með jarðarberja frá USA

49. Hvað ætlarðu að gera þegar þú ert búinn/n að klára þennan spurningarlista?
Fara heim til pabba og mömmu og athuga hvort þau eigi kvöldmat.

50. Hvaða lag geturðu hlustað á aftur og aftur og ekki fengið leið á því?
Look back in Anger með David Bowie.
Það byrjaði á því að vera mikið að gera. Svo varð ógeðslega mikið að gera. Svo varð viðbjóðslega, viðurstyggilega ógeðslega rosalega mikið að gera. Svo varð ég veik...Enn með hita í 3ja í veikindum. Samt er þetta að fara held ég. Hálsbólgan á undanhaldi, einungis léttur glersalli sem ég kyngi núna á móti glerbrotunum sem ég var að kyngja fyrst. Nýjasta einkenni veiki þessarar er svo hlustarverkur og hella, sem ég tók lyf við til að geta sofnað í gærnótt. Skömmu eftir að ég sofnaði vaknaði sætakrútt Elvarsson allur útgubbaður. Daginn áður var dregin úr honum tönn. Daginn þar áður fékk hann batmanhjól í hausinn á frístund. Já heilsutengdir viðburðir vikunnar eru með ólíkindum spennó. Heilsufarsblogg, eru þau ekki alveg dásamleg? Það er bara ekkert annað að frétta, afsakið.

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Jæja, það er nóg að gera og svona. Er að spá í að reyna að gera ekki of mikið og borða reglulega og svona, því ég fékk alveg herfilega í magann, ef til vill blanda af stressi og að borða á hlaupum. Þyrfti að byrja í jóga einhvers staðar. Er einhver sem les þetta með upplýsingar um jóga sem kennt er á Suðurnesjum á kvöldin? Það myndi alveg gera mér gott. Detour frá stressi í hvaða formi sem er er sjúklegt. Fór í pottinn hjá pabba áðan. Guðdómlegt! Er að fara að fá mér Organic Ayurveda Yogi Te, Bright mood, sem pabbi gaf mér líka. Ótrúlega bragðgott, svona lakkrískeimur, og slakandi og róar magann og allt. MMmmmmm. Morguninn kemur samt von bráðar og þá er það vinnuvinnvinn, frí um kvöld. Föstudag:vivvivvinnivinn OG Útsvar í beinni um kvöldið. Laugardagur: Spil og upplestur í Hafnarfjarðarbókasafni með Gunna. Sunnudagur: Síðustu ABBABABB!-sýningarnar. Kl. 14.00 og 17.00. Uppselt á fyrri sýningu, en miðar eftir á þá síðari. Kaupiði þá hér
Og ég mun mæta á þær báðar, og það verða sýningar númer 20 og 21 sem ég fer á. Svo mun ég grenja á sunnudagskvöldið því ég kemst aldrei aftur á besta leikrit í heimi. Mér líður eins og tímabili í lífi mínu sé að ljúka. Og síðustu helgi fékk ég svona rosalegt nostalgíukast þegar ég horfði á Abbababb, og leið eins og ég væri að horfa á Rocky Horror Picture Show. Sá sko myndina oftar en tuttugu sinnum. Horfi á hana hverja helgi eitt sumar heima hjá Sverri á Túngötunni í Keflavík. Stunum horfði ég oftar en einu sinni í röð, stundum nennti enginn að horfa með mér og ég horfði ein, stundum var stór hópur að horfa saman. Ógeðslega gaman að sjá eitthvað það oft að það verði eins og hluti af manni sjálfum. Maður getur farið með línurnar og ER bara orðin sem sögð eru. Þannig er Abbababb! fyrir mér. Og ekkert kemur í staðin.

mánudagur, nóvember 12, 2007

Já, ég held að það sé ekkert meira vekjandi en að dansa að morgni til og í fyrsta sinn í langan langan, tíma kemur út plata á Íslandi sem framkallar þennan effekt hjá mér. Ég dansa þessa morgna við nýútkomna plötu Páls Óskars sem heitir Allt fyrir ástina og er solid diskóplata. Kannski bara besta diskóplata sem komið hefur út á Íslandi síðan Ljúfa líf með Þú og Ég? Þá var ég 7 ára og dansaði einmitt mikið við þá plötu sem ég átti tekna upp á kasettu. Fór með pabba og mömmu í ferðalag til Akureyrar og ég átti kasettu með Glass House með Billy Joel öðru megin og Ljúfa líf með Þú og Ég hinu megin. Svo átti ég líka bleikan jogginggalla með hjólaskautum framaná. Good times...

föstudagur, nóvember 09, 2007

Gagagaga.Það er gaman að vera gaga.

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

mánudagur, nóvember 05, 2007

Jæja, þá er ég orðinn blaðamaður aftur. Hóf störf hjá 24 stundum í morgun. Það er nú bara svakalega skemmtilegt og ég er nokkuð spennt, þótt ég sé enn að læra á ógeðslega tæknilegan tæknibúnað sem gerir mér kleift að láta myndir passa við greinar sem ég skrifa og alls konar sem er svo flókið að ég kann ekki að hugsa það, hvað þá útskýra það. Bless í bili.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Bæti við tengingu á Véstein og tek út Rjúpu sem er víst ekkert búin að láta á sér kræla lengi. Læt líka Grímu eftir pláss Djonní sem er því miður ekki að blogga neitt, eins og hún er nú skemmtilegur penni. En hver veit hvernig framtíðin verður og allt er endurskoðanlegt. Bæti svo um betur og bæti inn Lindulólupönk og Önnu Ananas hinni ofurskemmtilegu. Veriði velkomin öllsömul!