Leita í þessu bloggi

sunnudagur, október 31, 2010

Það er mikið hægt að læra í sveitinni. Í risastórum hringgöngutúr í gær hitti ég kýr að gæða sér á káli, kindur sem eltu mig því þær fóru mannavillt, og þurfti að klifra yfir um átta girðingar til að komast heim. Sat hjá á og hugsaði. Horfði í gær upp í stjörnubjartan himin og fattaði að ég þarf að hætta að skamma sjálfa mig inni í hausnum á mér. Það er allt í lagi með það sem ég er að gera. Ég er alveg í fínu lagi. Þetta sögðu stjörnurnar mér. Svo fór ég inn og lærði og lagfærði til 4 í nótt, vaknaði samt klukkan 10 til að fara og láta hundinn Kisu pissa og gefa henni mat. Fékk svo kaffi og sveitaspjall, sem ég gat ekkert lagt til málanna í, sat bara og hlustaði. Fór svo og las yfir ca. eina bók með mörgum greinum. Var einhvern vegin búin að gera næstum dagsverk, að mér fannst og samt var bara hádegi. Tímaleysi. Finn að meira að segja flugurnar í sveitinni eru tjillaðri en flugurnar í Reykjavík. Ein sat á lærinu á mér allan tíman meðan ég las áðan, fékk sér morgunbað og lagði sig svo. Svo fór ég að hugsa um dúllusokka, og komst að því að það hefur næstum ekkert verið skrifað um dúllusokka á íslensk blogg. Langaði allt í einu einhver ósköp til að eiga svoleiðis. Hér er síða sem ég fann eftir mikla leit: http://bamasocks.com/Low-Cut/c12/index.html?page=4, sokkabúð í Alabama. Fann hana þegar ég sló inn "socks with balls" í google. Þarna á Alabama-síðunni eru þeir kallaðir pom pom socks. Þegar ég slæ það í google opnast fyrir mér fjársjóður dúllusokka í öllum stærðum og gerðum. Þá veit ég það.
Niðurstaða úr þessu bloggi: Sveitin er góð til skrifta, og dúllusokkar heita pom pom socks á ensku.

föstudagur, október 29, 2010

komin upp í sveit. það er ljúft. hér verður tekið vel á móti öllum straumum sem streyma í gegn og hjálpa til að ljúka verki. Hálfnað verk þá hafið bláa hafið hugann dregur.

miðvikudagur, október 27, 2010

Jæja, blogg dagsins er alls sem kemur í hugann svona í fljótu bragði, og tengist ekki stjórnmálum, stjórnlagaþingi eða framtíð Íslands á nokkurn hátt. Ég er meira svona í minni eigin framtíð í mínum eigin prívat-kolli, og þar er þingað um skipulagningu tímans og hvað ég eyði honum í. Hin margskipta Heiða er alveg að hætta að vera heimspekinemi, en langar svolítið "að fara út með hvelli" (go out with a bang), sem sagt gera voðalega vel í lokaritgerð. Kröfur á sjálfa mig eru því í hámarki, en á sama tíma er nýafstaðið velheppnað Airwvaves og fyrirliggjandi upptökur á Hellvar-plötu númer tvö. Æfingar og skipulagning því tilheyrandi, og svo til að rugla aðeins meira reitunum er ég svona mjög nálægt því að verða óð af því að hafa ekki vinnu sem ég mæti í á morgnanna og klára eftirmiðdag. Ég þarf röð og reglu, en samt tíma til að klára ritgerð/upptökur. Flókið? Nei ekki svo. Eitt í einu reglan verður bara að virka hér. Því er æfing og skipulag Hellvar í dag/kvöld og jafnvel líka á morgun. Um helgina verð ég að reyna að galdra fram einhvern stað sem ég get verið á alein (sumarbústaður í sveit?, eitthvað einhverstaðar?) og vera þar, ein. Klára. Ljúka. Svo er bara upptökur, og finna vinnu, vinna hana. Ekki of mikið samt, þá fer bak í lás, svokallaðan baklás......hehehe. Haus, farðu að vinna vinnuna þína. Strax. Eitt í einu, ekki allt í einu. Búið.

laugardagur, október 23, 2010

ég held, svei mér þá, að ég sé laus úr viðjum eftir-áhrifa airwaves-hátíðarinnar 2010. helmingur gesta og tónlistarmanna hefur legið í flensu alla þessa viku og í gær var fyrsti almennilegi fótaferðadagurinn minn síðan á mánudag. ég hef nokkurn veginn legið í sófa í móki og glápt á friends-þætti og chick-flicks til skiptis þessa viku. á meðan fullkláraði elvar vinnuherbergið okkar og hef ég nú alla aðstöðu til að ljúka skrifum, og við göngum einnig í gerð næstu hellvar-plötu sem verður bæ ðe vei ooooosoooommm. svo bara er lífið gott. rúllar. eitt verkefni klárast og þá leitar hugurinn að næsta verkefni. jólin byrjuð í ikea og svona.....hahahhahaha.

fimmtudagur, október 14, 2010

Hellvar in Reykjavik backpackers in Laugavegur tonight at 18.00, tomorrow in Badtaste at 15.00 and tomorrow in 10 dropar at 18.00. Saturday in NASA for the official Airwaves gigg, at 19.30. Ship, plant, raindrop, old smelly shoe and one hundred ants will all be there...will you?

mánudagur, október 11, 2010

ég er gjörsamlega laus undan fargi internets og sjónvarps. les reyndar fréttablaðið spjaldanna á milli og hlusta aðeins einbeittara á útvarp þegar ég heyri í því. en það er eins og ég sé bara að klæða mig úr mörgum fatalögum, ég er eitthvað svo sátt við þetta. ég meina, sjónvarp heima? Af hverju er það svona skemmtilegt? Er það bara til að hafa eitthvað að tala um við þá sem maður hittir og gera ekkert nema horfa á imbann? Ég er ofur-sátt, og svo smitast þetta líka inn á önnur svæði. Ég er til dæmis ekki með gsm-símann minn á mér núna...ég meina, ef einhver hringir þá hringi ég bara aftur í hann. það er bara svo gott að vera í svona tímaleysi/frelsisástandi. fórum líka í viðey á laugardag og það var alveg magnað barasta. fórum svo á sveppamyndina í gær (óliver búinn að rella um að fara á hana lengi) og jájá, ekki orð um það meir bara. ægilega leiðinlegt að hafa barna myndir í þrívídd til að geta rukkað meira...það er ekki eins og þrívíddin sé einu sinni sérlega sjáanleg í þessari mynd...var eiginlega bara gaman að sjá Avatar í þrívídd, allt annað má bara vera svona venjulega tvívítt og það er alveg nógu spennandi þannig. þetta hlýtur að leggjast af, andskotinn hafi það, er þetta ekki bara nýjungagirni?

fimmtudagur, október 07, 2010

http://vefir.ruv.is/poppland/besta_lennon_koverlagid/
Næstsíðasti dagur í kosningu í dag...
Óliver fann upp nýtt sund í gær, það heitir "Handgrímur". Felst í því að vera stífur í vatninu og halla sér afturábak og sökkva og ýta sér upp á yfirborðið með höndum og fótum, fara á afturábakstökkvum yfir alla laugina sem sagt. Sundið er frumlegt, og nafnið afar grípandi, semsagt alls sem gott sund þarf. Ég meina langar ykkur ekki að kunna að synda bæði skriðsund og "handgrím"?
Plís kjósiði mig, og úr öllum tölvum sem þið sjáið...munar um allt....

miðvikudagur, október 06, 2010

Eruði búin að kjósa mig í dag?
http://vefir.ruv.is/poppland/besta_lennon_koverlagid/

Er að lesa frábæra bók eftir haruki murakami
Hún heitir "underground" og fjallar um hræðileg hryðjuverk sem áttu sér stað í tokyo-neðanjarðarlestinni árið 1995. By the way, Murakami er uppáhalds-höfundurinn minn og ég er hér með farin að safna bókum hans. Á enn eftir að lesa dálítið samkvæmt Wikipediu um hann en af skáldsögum hef ég lesið:
Pinball, 1973
Norwegian Wood
Dance Dance Dance
South of the Border, West of the Sun
Sputnik Sweetheart
Kafka on the Shore

Svo hef ég lesið The elephant vanishes, smásagnasafn, og "Eftir skjálftann" (veit ekki nema íslenska nafnið, en það er líka smásagnasafn. Underground er semsé ekki skáldsaga, og það fyrsta sem ég les eftir Murakami sem hefur í alvörunni gerst. Það er samt svo merkilegt að lýsingar hans á "venjulegu" fólki sem tók lestina morguninn sem taugagasinu var sleppt í lestunum eru svo langt frá því að vera venjulegar. Það er líklega styrkur Murakami, að lýsa hinu hefðbundna á þann hátt að það virðist spennandi og framandi.

Eruði búin að kjósa mig í dag? http://vefir.ruv.is/poppland/besta_lennon_koverlagid/

laugardagur, október 02, 2010

Plís kjóstu I'm only sleeping með Heiðu trúbador...Ég komst nefnilega í úrslit í Lennonlagakeppni Rásar 2. Elska John Lennon og þetta lag. Hef verið að spila það síðan ég var unglingur enda fjallar það um hvað það er gott að sofa. Ég þarf samstöðu hérna krakkar mínir!
Please wote for I'm only sleeping w. Heida trubador...I made the finals in the Lennon-cover competition at Radio 2 in Iceland. I love John Lennon and this song. I've played it since I was a teenager, as it is about how good it is to sleep. I need your support here, people!
http://vefir.ruv.is/poppland/besta_lennon_koverlagid/