Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, maí 31, 2011
Vorum ad koma til Valencia rett adan, akvadum ad vera einum degi lengur i Barcelona, that var svo gaman. Bjuggum a Plaza Universidad og a Plaza Catalunya eru aktivistabudir med ponkurum fra ollum heiminum, alveg aedislegt i alla stadi. Thar var alvoru public library thar sem madur skradi bara i stilabok that sem madur vildi fa lanad og svo skiladi madur i sidasta lagi eftir tvo daga. eg fekk bok sem heitir Europe on a shoestring og hjalpadi hun mer til ad finna flott og odyrt hostel i midbae Valencia, rett hja einhverjum risamardadi sem er i minutugongufaeri. Nu bydum vid i lobbyinu eftir ad herbergid se tilbuid og svo aetlum vid a markadinn. strondin eftir thad, hugsa eg. hlakka til ad uppgotva valencia, og her eru lika aktivistabudir, tharf ad finna thaer. jibby.
þriðjudagur, maí 24, 2011
ég er ekki bara að breytast í búddista, heldur líka í a-manneskju. ég vakna útsofin klukkan átta á morgnanna, að því gefnu að ég sé örugglega sofnuð fyrir miðnætti, helst klukkan ellefu. já, ég er 9-tíma-svefns-manneskja, og verð að sætta mið við það. ef ég fer að sofa klukkan 2 am (sem mér finnst reyndar afar sjarmerandi tími sólarhrings) þá er ég ekki útsofin fyrr en í fyrsta lagi klukkan tíu, og nær ellefu. bara barn. svo fór ég í sjoppu í gær og fékk mér pylsu með öllu nema pylsunni (brauð með öllu) og maðurinn í sjoppunni sagði að síðasti viðskiptavinur sem hefði fengið sér svona hefði verið undir tveggja ára...kids stuff! það er ég. brennandi spurning dagsins: ætli verði flogið til spánar á fimmtudag?
fimmtudagur, maí 19, 2011
miðvikudagur, maí 18, 2011
...er að vinna í því að lengja tímann, auka mínútufjöldann, sem ég skil kenningar Heidegger fullkomlega. 6 dagar í síðustu viku í stanslausar æfingar og komnir 3 í þessari, ætli ég nái ekki að koma mínútunum upp í 4 fyrir næstu helgi?...heppin að það er ekki selt inn í þjóðarbókhlöðuna, og að mér finnst hún yndislegasti staður á jarðríki þessa dagana, enda sit ég hjá búddabókahillunni. er að spá í að gerast búddisti...
mánudagur, maí 16, 2011
Jæja, nú veit ég það sem skiptir máli við að skilja mig. Ég er með kenningu: Allir vita að höfuðkúpubein barna eru mýkri (til að komast út við fæðingu) og þau harðna ekki fyllilega fyrr en við kynþroska, á unglingsárunum. Til er fólk sem heldur því fram að þegar höfuðkúpan er fyllilega hörð og hvergi lengur mjúk svæði, þá njóti heilinn ekki lengur sama blóðflæðis og hann gerði fyrr, því aðdráttarafl jarðar togi blóðið niður og hörð höfuðkúpan komi í veg fyrir að þrýstingur blóðsins sé jafn um allan heila, líka uppi í toppi. Þetta fólk framkvæmir aðgerðir sem á ensku kallast "Trepanation", hér má lesa allt um þær. Allavega, semsagt ég er að lesa Heidegger á bókasafninu, og er eitthvað að nudda á mér höfuðið til að einbeita mér og slaka á, og þá bara finn ég eins og línu sem fer frá hægra gagnauganu mínu og langt uppeftir höfuðkúpu, þar sem hún hverfur. Vinstra megin er ekki samskonar lína (eða ætti ég að segja nokkurs konar gjá eða op milli tveggja hluta af höfuðkúpunni?). Ég veit ekki til þess að ég hafi farið í lóbótamíu (en það er ekki að marka...ég myndi kannski einmitt ekki muna það), svo mér er alls ókunnugt um það hvers vegna þessi gjá er þarna, og hvort hún hafi yfir höfuð (no pun intended) alltaf verið þarna, eða hvort hún er nýtilkomin.
Kenning mín er þó sú, að vegna hennar sé ég ekki fyllilega fullorðin, því ég hafi ennþá allt það blóðflæði í heilanum sem barn hefur venjulega, og ÞAÐ útskýrir ansi margt í mínum karakter. Svo er önnur pæling: Bara hægra megin og ekki vinstra megin? Hvernig var þetta með hægra og vinstra heilahvelið, hvort stjórnaði listrænunni og hvort rökhugsuninni? Var það heimspekin sem sprengdi á mér hægri hlið höfuðkúpunnar eða var það tónlistin? Er einhver með svör???
Kenning mín er þó sú, að vegna hennar sé ég ekki fyllilega fullorðin, því ég hafi ennþá allt það blóðflæði í heilanum sem barn hefur venjulega, og ÞAÐ útskýrir ansi margt í mínum karakter. Svo er önnur pæling: Bara hægra megin og ekki vinstra megin? Hvernig var þetta með hægra og vinstra heilahvelið, hvort stjórnaði listrænunni og hvort rökhugsuninni? Var það heimspekin sem sprengdi á mér hægri hlið höfuðkúpunnar eða var það tónlistin? Er einhver með svör???
miðvikudagur, maí 11, 2011
http://www.youtube.com/watch?v=BVd0rMyUTU8
Þetta lag er svo ótrúlega flott, og sérstaklega á frummálinu, albönsku. Hún er meiriháttar söngkona og þetta lag er miklu miklu betra en krútt-lagið frá sviss og (sorry to say it) okkar kæra íslenska lag. Ég er eflaust í miklum minnihluta í dag, eins og svo oft áður, en ég hélt virkilega með þessari gellu. Nettur bond-fílingur í viðlaginu og hún er bara með frábæra rödd! Hins vegar komst annað lag sem ég held upp á áfram og það er Tron-rokkið frá Georgíu:
Búningarnir eru eins og úr Tron-myndinni, en söngkonan hljómar eins og "female James Hetfield" og svo er karl að rappa á georgísku (rússnesku?). Eigiði góðan dag!
Þetta lag er svo ótrúlega flott, og sérstaklega á frummálinu, albönsku. Hún er meiriháttar söngkona og þetta lag er miklu miklu betra en krútt-lagið frá sviss og (sorry to say it) okkar kæra íslenska lag. Ég er eflaust í miklum minnihluta í dag, eins og svo oft áður, en ég hélt virkilega með þessari gellu. Nettur bond-fílingur í viðlaginu og hún er bara með frábæra rödd! Hins vegar komst annað lag sem ég held upp á áfram og það er Tron-rokkið frá Georgíu:
Búningarnir eru eins og úr Tron-myndinni, en söngkonan hljómar eins og "female James Hetfield" og svo er karl að rappa á georgísku (rússnesku?). Eigiði góðan dag!
laugardagur, maí 07, 2011
fimmtudagur, maí 05, 2011
Ég er að komast í lærugír aftur en bara hægt. Opna bók og loka aftur. Labba í skólann og hugsa. Finn orðin safnast fyrir inn í mér, í litla hrúgu. Hvenær verður lítil hrúga stór? Hellvar spilar á morgun á faktorý. Snemma-ish,við erum annað band á svið um hálf-ellefu. Er að blogga úr gemsanum mínum. Stuð.
þriðjudagur, maí 03, 2011
Í kvöld er ég að spila á mínu fyrsta trúbadoragiggi í heillangan tíma. Það er á Rósenberg og byrjar stundvíslega klukkan 9. Fyrst spila ég mitt, svo spilar Maggi Eiríks sitt og svo syng ég lög eftir hann og hann lög eftir mig. Þetta verður svo gaman, það er ekki spurning. En úti er appelsínugul birta og hún kemur af einhverju heitu, hnöttóttu fyrirbæri sem ég man ekki lengur hvað heitir. Alls ekki óþægilegt að liggja úti með lokuð augun og láta þetta fyrirbæri ylja sér aðeins. Veit einhver eitthvað um þetta?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)