Leita í þessu bloggi

föstudagur, mars 22, 2019

Góðan dag, kæru lesendur bloggsins míns! Það er smá myndlistarsýning sem ég er með á morgun. Ef þið notið facebook þá er allt um hana hér:

https://www.facebook.com/events/1035739056617124/?event_time_id=1035739073283789

Ef þið notið ekki svoleiðis ósóma þá get ég sagt ykkur heilmikið um hana á þessari hérna gamaldags bloggsíðu:
Á morgun kl. 17.00 opnar myndlistarsýning mín í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. Opnunin stendur frá 17.00 til 20.00 annað kvöld og eru allir velkomnir. Þar mun ég sýna myndir sem ég hef teiknað síðasta hálfa árið eða svo, en ég er að taka smá pásu í tónlist og einbeita mér að því að skapa með litum. Það er heitt á könnunni í Friðarhúsinu og verður eitthvað smá snakk í boði á opnuninni. Það væri gaman að sjá þig og vini þína á morgun, en ef þú kemst ekki þá verður hægt að koma og skoða í smá tíma í viðbót því sýningin mun hanga uppi fram yfir mánaðarmót, og verður listamaðurinn (ég) viðstödd í nokkra klukkutíma á dag. Einnig má hringa í símann minn ( Heiða sími 6 9 8 6 6 3 8) og fá að kíkja og skoða og spjalla um verkin.
Áfram list og opnanir og partý! Hlakka rosalega til að hitta þig.