Leita í þessu bloggi
mánudagur, nóvember 27, 2006
Og sjá: Ég hef gert jólagjafalista. Ef einhver veit ekki hvað á að gefa mér og langar í hugmyndir. Tek það fram að mig langar í allt á þessum lista, en geri mér grein fyrir því að sumt er að sjálfsögðu ekki á valdi neinna að gefa, sökum þess hve dýrt það er. Samt langar mig allra mest í frið á jörð, en verð líklega sjálf að berjast fyrir honum. Það tekst að lokum.
sunnudagur, nóvember 26, 2006
sunnudagurinn minn fer vel af stað: Gat sofið til hádegis. Fékk Óliver og Helga (nágrannavin Ólivers) til að koma út að leika, og við þvældums um nálæga róluvelli. Dekkjarólur og vegasölt og frosið vatn og gras og rauðar kinnar og nef. Allir fóru svo heim og gæddu sér á skúffuköku sem Óliver hafði bakað með Ingu ömmu. Síðan stungu piltarnir af í smá leik, og færðu sig svo yfir í Helgahús þar sem þeir eru í öðrum leik. Ég hins vegar, sit og hlusta á Greinilegan púls, tónleika með Megasi. Kertaljós og te, ullarsokkar og teppi. Ég er svo sátt við þennan skítakulda sem gerir það að verkum að ég nýt inniveru miklu betur. Þetta hefur bara verið langur misskilningur sem ég hef þjáðst af í 35 ár, að mér líki best við sól og hita. Ef það er sól og hiti þarf ég að vera úti að gera eitthvað. Ef það er ííííííískalt og frost, þá gerir enginn ráð fyrir því að maður geri nokkurn skapaðan hlut ;-) Hrikalega næs stemming hér með Megasi.
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
Jú, í dag er rólegheitadagur. Sé fram á lestur og teppi, stöku tebolla og almennt tjill. Á morgun, hinn, hinn og hinn er vinna. Gott að taka út laugardag á þriðjudegi. Þetta er að reynast mér mjög vel. Ef til vill eru tveir dagarí röð í fríi úr vinnu bara misskilningur, og helgin sem slík ofmetin. Í menntó í Frakklandi (Lycée) er til dæmis alltaf frí eftir hádegi á miðvikudögum, en skóli fyrir hádegi á laugardögum í staðinn. Allir sáttir við það, hægt að gera eitthvað skemmtilegt hálfan virkan dag þegar allt er opið. Er ekki bara mikilvægara að taka sér reglulegar pásur frá vinnu, til að koma tvíefldur að verki? Best væri náttúrulega að vera alltaf annan hvern dag í fríi, og annan hvern í vinnu, burtséð frá því hvaða vikudagur er. Það væri mjög gott system. Þá ynni maður frá morgni til kvölds annan daginn, alveg kannski 12 tíma, og svo væri maður bara að slaka á og fara í sund og leika við barnið sitt og lesa og drekka te hinn daginn. Myndi þjóðfélagið fúnkera í þessu kerfi? Á að leggja niður helgarnar sem slíkar og taka þetta upp. Ég myndi allavega fíla'ða, enda er ég vön að vinna á laugardagskvöldum, og hef gert í mörg ár. Hey, held að fréttablaðið hafi verið að koma. Sweet!
laugardagur, nóvember 18, 2006
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
Hvernig stendur á því að svona kuldi fær mig til að þurfa að sofa meira en áður? Ég þarf bara einhverja 11 tíma annars er ég ónýt. Það sem er að redda mér er að ég á æðislegt rúm og yndislega sæng, en get eiginlega ekki hugsað mér að fara í "útið". Úti í þessum stóra heimi sem er svo spennandi og fullur af lífi og skemmtilegum hlutum, er bara of kalt fyrir minn smekk. Þarf alveg hreint að manna mig upp í að hlaupa úr heimili yfir í bíl. Svo skelf ég þar kappklædd hálfa leiðina í vinnuna, þar til miðstöðin er búin að vinna vinnuna sína. Tíni af mér spjarirnar bara til að láta þær allar á mig aftur og pína mig til að hlaupa úr bíl og í vinnu. Þar er þokkalega hlýtt, en annars er ég alltaf með peysur og alls kyns hlýtt þar til að vefja mig í. Helst vildi ég eiga tvær sængur, eina uppi í rúmi og eina til að vera vafin í þegar ég sit fyrir framan tölvuna í vinnunni. Eða, ...ég tek með mér ullarteppi á morgun. Já, það er málið. Vetur fyrir mér er það að þrauka kulda. Að meika að halda áfram að gera það sem gera þarf, þrátt fyrir kulda. Ég er með andlegt og líkamlegt kuldaofnæmi á háu stigi. Nú fer ég bráðum að spila Brasilíska tónlist og alls kyns suðræna tóna, og hugsa um pálmatré og drekka ananassafa. Öll trikkin sem sporna gegn vetri og kulda. Bara láta eins og maður búi í hitabelti, og einhvern tíma hlýtur svo að koma aftur vor...
laugardagur, nóvember 11, 2006
Er loks batnað (held ég,...8,10,14). Gerði súpu áðan, 3gja klukkustunda prósess. Var sest með súpu í potti og te í bolla og gítar við hönd og þá fór rafmagnið. Algjört æði, og flassbakk aftur til 9. áratugarins. Rafmagnsleysi rúlar,og vont veður þegar maður þarf ekki neitt að fara út. Á morgun ætla ég að vera inni og lesa aaaaaaallan daginn. vei.
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
úúú, mig dreymdi My Bloody Valentine í nótt, var bara að muna það. Voru að spila á tónleikum uppi á ellefunni, og auðvitað var enginn að horfa því það þekkti enginn þetta band. Ég og Bíbí vorum saman að horfa og stóðum í miðjunni á gólfinu en þetta var samt soldið stærra en ellefan er. Hljómsveitarmeðlimir voru búnir að koma sér fyrir útí öllum hornunum og svo átti maður að njóta besta hljómsins í miðjunni. Eftir mjög stutt gigg, um 20 mínútur, sem var ofsalega lágt líka, hætti MBV að spila og ég fór til Kevin Shields og bauð honum í partý, hann spurði hvort ég ætti kaffi, og ég sagði jáaðsjáfsögðu. Og hann ætlaði að koma. Ég er farin að hella uppá.
laugardagur, nóvember 04, 2006
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Er með magavírus. Það er leiðinlegt. Einhver maður í Belgíu stofnaði Hellvar-aðdáendasíðu. Það er skemmtilegt. Hér er hún: http://gotohellvar.blogspot.com/
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)