Leita í þessu bloggi
sunnudagur, desember 31, 2006
lokadagur ársins. æsispennandi. hvað getur eiginlega gerst meira á einu ári...? ég heimsótti ítalíu, spán og þýskaland á árinu. vann í útvarpi og sjónvarpi, skrifaði í blöð, hellvar og heiðingjar komu fram á tónleikum, ég reyndi fyrir mér sem tískufyrirsæta í fyrsta sinn, og svo hóf ég að blanda mér í pólitík í lok árs. við héldum líka okkar fyrstu sýningu, og komum einnig fram með raftónlistarspuna á kvöldi sem haldið var í gamalli sundlaug. ég eignaðist grill, myndavél, bíl, íbúð, kaffivél og brauðrist sem spilar lag á árinu. synti í fyrsta sinn kílómetra (40 ferðir í vesturbæ), náði í fyrsta sinn að gera 25 armbeygjur, (já, það ER afrek fyrir mig), og þegar best lét gerði ég líka 150 magaæfingar. Komst með lag í undanúrslit Evrósjónar, söngvakeppninnar sem fer af stað í næsta mánuði. Það er eflaust eitthvað heilmargt annað, en þetta er svona það sem mér dettur helst í hug, já. Já, Sveimérþá, komi það sem koma vill, ég bíð spennt.
föstudagur, desember 29, 2006
miðvikudagur, desember 27, 2006
Ég ætlaði að taka einhvern hversdag á þetta, en í raun er bara enn hátíðarlíf. Ég fékk mér því graflax og graflaxsósu (jólagjöf sem elvar fékk) í morgunmat og ristaði með þessu brauð (brauðrist frá Rúnari og Gróu). Svo sit ég í einni jólagjöfinni (hnésokkar, röndóttir, mapa) og horfi á aðra jólagjöf (SY:Corporate ghost - the videos 1990 - 2002, frá mér til mín) . Í kvöld væri ég til í að lesa jólabók, en í gær borðaði ég mikið jólakonfekt. Svo á ég líka eftir að horfa á Himininn yfir Berlín (jólagjöf frá Elvari) en nú ætla ég að hella mér upp á kaffi í ofurkaffijólagjafavél frá Sævari og Hrafnhildi). Ég er sko ekki komin í hversdaginn....hvað finnst ykkur um álfana hér að neðan?
þriðjudagur, desember 26, 2006
sunnudagur, desember 24, 2006
...og nú eru þau komin...ég er samt enn stillt á þorláksmessu. þegar ég vakna á eftir verða jól inni í mér. ég ætla að fara í laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangt jólabað, og svo bara eitthvað gaman. mig langar í hnetur, hm. ekki alveg komin með ógeð á nóakonfekti, en samt soldið. svakalegt að háma í sig konfekt og hlusta á jólalög allan desember og svo verður bara hátíðlegast að heyra ekki jólalög, og borða ekki konfekt, af því það er þá uppbrotið frá norminu sem hefur verið í alveg allavega mánuð. Jólaröfl í boði Heiðu dulítið þreyttu, en nokkuð kátu.
laugardagur, desember 23, 2006
Á morgun er fjarans jólið.
Freka fatlafólið
Sem geysist um á ógnarhraða
og allir verða sér að greiða og baða
Stroknir þeir sig bugta og beyja
og brosa svo og ekkert segja
fyrst er átið og svo er skitið
þar til ekkert er pláss fyrir matarbitið
þetta er nútíma jólaþula
um jólastress, jólaneyslu og jólakula
mikið er neyslusamfélag snúið
og þegnar þess og fólkið alveg búið
en á morgun fögnum við hækkandi sól
með bros á vör: Gleðileg jól!
Freka fatlafólið
Sem geysist um á ógnarhraða
og allir verða sér að greiða og baða
Stroknir þeir sig bugta og beyja
og brosa svo og ekkert segja
fyrst er átið og svo er skitið
þar til ekkert er pláss fyrir matarbitið
þetta er nútíma jólaþula
um jólastress, jólaneyslu og jólakula
mikið er neyslusamfélag snúið
og þegnar þess og fólkið alveg búið
en á morgun fögnum við hækkandi sól
með bros á vör: Gleðileg jól!
þriðjudagur, desember 19, 2006
sunnudagur, desember 17, 2006
Stórkostlega skemmtileg lesning um döner kebap hér .
Ólafur Guðsteinn, Berlínarbúi, er líka kominn með link. Varðandi linkana, já. Þeir eru allir hér fyrir neðan, bara þetta fokkaðist upp þegar ég fór að nota firefox. Hef heyrt að firefox fokki upp blogg-templetum. Annars prýðis bráser, Firefox. En þið sem skoðið með explorer, bara skrolla niður og þá eru allir linkar þar. Hversu mörgum tölvuslangrum er hægt að koma í eina færslu?
Ólafur Guðsteinn, Berlínarbúi, er líka kominn með link. Varðandi linkana, já. Þeir eru allir hér fyrir neðan, bara þetta fokkaðist upp þegar ég fór að nota firefox. Hef heyrt að firefox fokki upp blogg-templetum. Annars prýðis bráser, Firefox. En þið sem skoðið með explorer, bara skrolla niður og þá eru allir linkar þar. Hversu mörgum tölvuslangrum er hægt að koma í eina færslu?
laugardagur, desember 16, 2006
Vá, það eru yfir tíuþúsund heimsóknir á þessa síðu, síðan fyrir bara tæpu ári eða eitthvað. Það var allavega á þessu ári, 2006, sem ég setti bangsímon upp til að fylgjast með. Margir, 10.000. Reyndar koma allnokkrir einu sinni á dag alla daga, svo það mætti alveg taka það með í reikninginn, en talan 10.ooo stendur. Ví! Jei! Hey-balúbba.
miðvikudagur, desember 13, 2006
Vínið: Der Heidawein
http://www.heidazunft.ch/index4.cfm
Skil ekki: Heida=Nazi
http://www.mysnip.de/forum-archiv/thema/8547/6/Heida%3DNazi.html
Myndin: Heidi, Heida 1
http://www.new-video.de/film-heidi-heida-1/
Læknirinn:
|
Fjallið: Bekslesetra - Heida
http://www.iriss.no/bildeseriesommar/heidaaaheim/1.htm
Apiíbúðinniímai?
http://www.point.lt/userinfo.php?id=125831
Lagið: Ein Heller und ein Batzen
http://www.herbert-fritz.de/volksliedertext/ein_heller_und_ein_batzen.html
Hönnunin:
http://www.autoheida.nl/
Húsið:
http://www.tourist-online.de/Fotos/125251.html
Heiða er til í öllum formum.
þriðjudagur, desember 12, 2006
Ég er sökker fyrir spurningalistum. Þennan tók ég af síðunni hans Guffa. Meinlaust stundargaman. Hvet ég nú sem flesta til að svara, því það er svo skemmtilegt.
1. Fullt nafn:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
28. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?
1. Fullt nafn:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
28. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?
sunnudagur, desember 10, 2006
Óliver er með flottasta ímyndunarafl í heimi. Hann er einn að leika sér og dunda með dót og kubba á gólfinu, og ég er búin að heyra nokkur gullkorn: ,,Ha, er þetta með táfýlubragði?"
...og líka...
,,Nú, þú ert kóalabjörn. En ég er með ofnæmi fyrir kóalabjörnum. Æ, það var leiðinlegt. En ljónum, ertu líka með ofnæmi fyrir þeim. Nei, ekki ljónum."
...og...
,,Það eru allir dánir nema ég. Dánir og rotaðir, með töskur á halanum."
Þetta eru setningar sem Sjón væri stoltur af. Spurning hvort að hreinustu ljóðin verði til við fimm ára aldur, og allt eftir það sé bara nálgun.
...og líka...
,,Nú, þú ert kóalabjörn. En ég er með ofnæmi fyrir kóalabjörnum. Æ, það var leiðinlegt. En ljónum, ertu líka með ofnæmi fyrir þeim. Nei, ekki ljónum."
...og...
,,Það eru allir dánir nema ég. Dánir og rotaðir, með töskur á halanum."
Þetta eru setningar sem Sjón væri stoltur af. Spurning hvort að hreinustu ljóðin verði til við fimm ára aldur, og allt eftir það sé bara nálgun.
laugardagur, desember 09, 2006
Kann ekki að koma því hvernig mér líður í dag almennilega í orð. Hefur eitthvað með álag og skort á dagsbirtu að gera. Fór samt í stuttan göngutúr áðan, sá og heyrði í lúðrasveit, keypti maltígleri og lakkrísrör, og fór á eina myndlistasýningu. Mátaði smá föt líka, Rokksmiðja Öldu, á Suðurgötu í Keflavík er með flottustu föt í heimi. En þetta með dagsbirtuna, það rænir mig orku. Ég er ekkert döpur, það er nóg að gera og allt skemmtilegt o.s.frv. En mér finnst eins og ég sé permanentlí föst í einhverri dúnsæng og komist ekki úr henni til að takast á við raunveruleikann. Hugsa aðeins hægar, vakna hægar, sofna hægar. Já, ég er í hýði eins og birnir og birnur á veturna. Stórundarlegt.
Á öðrum nótum: Besti útvarpsþáttur sem ég hef heyrt í háa herrans tíð er Laugardagsþátturinn í dag, 9.12.2006 á Rás 1. Þáttinn má hlusta á í tvær vikur hér: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4277750
Á öðrum nótum: Besti útvarpsþáttur sem ég hef heyrt í háa herrans tíð er Laugardagsþátturinn í dag, 9.12.2006 á Rás 1. Þáttinn má hlusta á í tvær vikur hér: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4277750
föstudagur, desember 08, 2006
miðvikudagur, desember 06, 2006
Já, í dag var smá frídagur. Gerði allt sem er gaman að gera: Svaf, borðaði, fór í sund, las, fór í bíltúr, vann konfekt í skafmiðahappdrætti, og er að fara að halda pulsuogfranskar-partý. Þetta er frídagur í lagi. Á morgun: Þaul- og þéttskipuð dagskrá frá ca. 8 um morgun. Skrif, fundahald, og útvarpsþáttaupptaka. EN dagurinn í dag er alveg í marga klukkutíma í viðbót. Í kvöld horfi ég á bestu sjónvarpsþættina, E.R. og Little Britain. Vei.
laugardagur, desember 02, 2006
Jæja, nýtt umhverfi í bloggheimi hér á blogspot. Ég er svo skeptísk á svona nýjungar að ég var heillengi að melta með mér hvort ég ætti að uppfæra í nýtt kerfi, en svo fór ég á google og leitaði að einhverjum neikvæðum athugasemdum. Þegar ég fann engar, ákvað ég að skipta bara. Nú er að sjá hvort einhverjir gallar eiga eftir að koma í ljós. Eins og er sé ég engan mun, nema mér sýnist fonturinn vera annar en venjulega.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)