ég fann svona gamlan spurningalista á einhverju bloggi hjá einhverjum og var að lesa færslu frá 2008. allt í einu langaði mig til að svara svona lista, það er oft jafn upplýsandi fyrir mann sjálfan og það er fyrir lesendurna:
Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey
1. búa í japan
2. læra spænsku
3. vinna við að taka upp geisladiska og spila þá á tónleikum
4. eiga landrover-jeppa og hafa aðgang að enskri sveit til að keyra um í
5. skrifa og gefa út ljóðabók/bækur
6. eiga plötubúð og útvarpsstöð sem starfar fyrir jaðartónlistarmenn
7. finna "heimalandið" mitt
Sjö hlutir sem ég get gert
1. sungið og spilað á gítar
2. elskað
3. brosað breytt
4. gert fína útvarpsþætti
5. samið lög
6. skrifað góðan texta
7. verið frumleg og komið (sjálfri mér) á óvart
Sjö hlutir sem ég get ekki gert
1. Skipulagt tíma minn
2. Sofið þegar ég þarf að sofa
3. elskað kulda
4. hlustað á leiðinlega tónlist
5. vaknað klukkan 6 á morgnanna (djöfull væri það svalt...)
6. horft á sjónvarp
7. samsamað mig við íslenskan raunveruleika (mainstream-veruleika, þ.e.a.s.)
Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið
1. gáfur
2. kímnigáfa
3. mjóslegin líkamsbygging
4. tónlistarhæfileikar
5. hjartagæska
6. rómantík
7. jákvæðni og gleði
Sjö staðir sem mig langar á
1. japan, búa þar í framtíðinni einhverntíma
2. færeyjar, heimsókn, aldrei komið, algjör synd.
3. írland og bretlandseyjar, húkk- eða hjólatúr með elvari og óliver!!! væri geðveikt
4. berlin (fæ aldrei nóg, flytja þangað aftur)
5. barcelona (fæ aldrei nóg, fara á primavera-tónlistarhátíðina)
6. suður-frakkland, þvælast rómantískt með elvari
7. hudson í upstate new york, búa þar eitt sumar með elvari og óliver
Sjö orð eða setningar sem ég segi oft
1. geðveikt
2. sjitt
3. djöfull
4. næææs
5. ókey
6. vó
7. óliver
Sjö hlutir sem ég sé núna
1. gítar
2. gráa teppið
3. vínil-plötur
4. elvar
5. töskur og poka
6. ullarsokka
7. tölvur
Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, desember 29, 2010
mánudagur, desember 27, 2010
Þriðji í jólum (sem er ekki til í alvörunni en allir halda upp á) og lífið er gott. Var að lesa einn af mínum uppáhaldsbloggurum og hún er með svo skemmtilegt jólayfirlits-blogg að ég ákvað að segja aðeins frá mínum líka. Parísardaman er soldið góð áminning um hvers vegna maður vill blogga og lesa blogg eftir aðra. Það er bara svo gaman að sjá heiminn með augum annarra stundum...
Mín jól hófust seint eins og oftast. Ég byrjaði að pakka inn gjöfum löngu eftir hádegi á aðfangadag og hlustaði á Peter Tosh á meðan, heima í stofu. MJÖG jólaleg tónlist, og Óliver skreytti pakkana sem ég hafði lokið við að pakka inn. Svo var keyrt út og um allt, og reyndar voru ég og Elvar að hlusta á norsku black-metal-hljómsveitina Satyricon á meðan á því stóð, hressandi! Svo pakkaði ég rest inn heima hjá pa og ma og gerði mér svo Raw Chili sem ég borðaði í aðfangadagsmat, ásamt hnetusteik sem mamma gerði, báðir réttir vel heppnaðir. Ég er frekar góð í "the art of un-cooking" því ég gerði líka hráfæðis-súkkulaðiköku á jóladag sem var spænd upp af flestum á heimilinu... Á jóladag borðuðum við hvítlaukslöðrandi humra (og kjötæturnar, allir nema ég, borðuðu víst dáið reykt lamb líka). Dánu humrarnir hafa eflaust allir verið fjölskylduhumrar, og afburðagáfaðir líka, svo ég get ekkert gagnrýnt hina sem borða dáin lömb. Við spiluðum bæði hið stórkostlega spil "Eggjadans" (look it up, snilld) og nýja Popppunktinn, að sjálfsögðu. Það var æði að fá fólk í heimsókn að spila, alltaf jafngóð stemmning sem myndast í kring um svoleiðis. Ég og Alexandra höfðum reyndar hittst fyrr um daginn og fengið okkur náttfatagöngu, sem ég ætla hér með að gera að árvissum viðburði á jóladag. Náttfataganga gengur út á að vakna í náttfötum, fá sér morgunmat og tjilla smá og allt það, og fara svo út í göngutúr, enn í náttfötum! Það má fara í gammósíur eða sokkabuxur UNDIR náttbuxur eða kjól, en það verður að sjást í náttföt! Þetta var frábært og stórkostlega frelsandi tilfinning sem fylgdi því að vera svona kósí úti. Annar í jólum (gær) var bara almenn leti og eitt jólaboð um kveld, og þar voru allir glaðir kátir og yndislegir. Horfði á tvær myndir með Óliver þann dag: Cats and Dogs II, (rokkar feitt...) og Planet 51 (meistaraverk...). Nú er ég komin á Laugavatn, búin að fara í gufu og borða fiskrétt frá tengdaföður mínum, (fiskurinn sá var einkar ljúffengur), og svo horfðum við á mynd á RÚV um kattakonur sem var stórmerkileg. Er líka búin með eina múmínálfabók til viðbótar um jólin, (Pípuhattur galdramannsins, sú besta að mínu mati) og er að fara að byrja á árlegum Arnaldi núna rétt bráðum.
Af gjöfum: Vá! Fékk allt of mikið, hápunktar líklega að ég geti haldið áfram í hot-yoga eftir áramót, thanks to mapa og að ég eigi nú Vonbrigði á vínil, thanks to Elvar! Fékk reyndar líka rauðan palestínuklút frá Elvari (nææææææææs) og nýju Neil Young á cd (ofursvöl plata)....Alla tónlist er reyndar alltaf gaman að fá, fékk eitt eitthvað furðuband frá Alberti vini mínum, og Beach Boys og Steely Dan-vínilplötur frá Kristni vini mínum. Á morgun: Heimsókn á vinnustofu listamanns á Selfossi og einn kaffibolli á Mokka seinnipartinn...
Mín jól hófust seint eins og oftast. Ég byrjaði að pakka inn gjöfum löngu eftir hádegi á aðfangadag og hlustaði á Peter Tosh á meðan, heima í stofu. MJÖG jólaleg tónlist, og Óliver skreytti pakkana sem ég hafði lokið við að pakka inn. Svo var keyrt út og um allt, og reyndar voru ég og Elvar að hlusta á norsku black-metal-hljómsveitina Satyricon á meðan á því stóð, hressandi! Svo pakkaði ég rest inn heima hjá pa og ma og gerði mér svo Raw Chili sem ég borðaði í aðfangadagsmat, ásamt hnetusteik sem mamma gerði, báðir réttir vel heppnaðir. Ég er frekar góð í "the art of un-cooking" því ég gerði líka hráfæðis-súkkulaðiköku á jóladag sem var spænd upp af flestum á heimilinu... Á jóladag borðuðum við hvítlaukslöðrandi humra (og kjötæturnar, allir nema ég, borðuðu víst dáið reykt lamb líka). Dánu humrarnir hafa eflaust allir verið fjölskylduhumrar, og afburðagáfaðir líka, svo ég get ekkert gagnrýnt hina sem borða dáin lömb. Við spiluðum bæði hið stórkostlega spil "Eggjadans" (look it up, snilld) og nýja Popppunktinn, að sjálfsögðu. Það var æði að fá fólk í heimsókn að spila, alltaf jafngóð stemmning sem myndast í kring um svoleiðis. Ég og Alexandra höfðum reyndar hittst fyrr um daginn og fengið okkur náttfatagöngu, sem ég ætla hér með að gera að árvissum viðburði á jóladag. Náttfataganga gengur út á að vakna í náttfötum, fá sér morgunmat og tjilla smá og allt það, og fara svo út í göngutúr, enn í náttfötum! Það má fara í gammósíur eða sokkabuxur UNDIR náttbuxur eða kjól, en það verður að sjást í náttföt! Þetta var frábært og stórkostlega frelsandi tilfinning sem fylgdi því að vera svona kósí úti. Annar í jólum (gær) var bara almenn leti og eitt jólaboð um kveld, og þar voru allir glaðir kátir og yndislegir. Horfði á tvær myndir með Óliver þann dag: Cats and Dogs II, (rokkar feitt...) og Planet 51 (meistaraverk...). Nú er ég komin á Laugavatn, búin að fara í gufu og borða fiskrétt frá tengdaföður mínum, (fiskurinn sá var einkar ljúffengur), og svo horfðum við á mynd á RÚV um kattakonur sem var stórmerkileg. Er líka búin með eina múmínálfabók til viðbótar um jólin, (Pípuhattur galdramannsins, sú besta að mínu mati) og er að fara að byrja á árlegum Arnaldi núna rétt bráðum.
Af gjöfum: Vá! Fékk allt of mikið, hápunktar líklega að ég geti haldið áfram í hot-yoga eftir áramót, thanks to mapa og að ég eigi nú Vonbrigði á vínil, thanks to Elvar! Fékk reyndar líka rauðan palestínuklút frá Elvari (nææææææææs) og nýju Neil Young á cd (ofursvöl plata)....Alla tónlist er reyndar alltaf gaman að fá, fékk eitt eitthvað furðuband frá Alberti vini mínum, og Beach Boys og Steely Dan-vínilplötur frá Kristni vini mínum. Á morgun: Heimsókn á vinnustofu listamanns á Selfossi og einn kaffibolli á Mokka seinnipartinn...
laugardagur, desember 25, 2010
Gleðigleðiggleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðigleðileði
leg
leg
fimmtudagur, desember 23, 2010
Þriðja skata ævi minnar komin í hús(maga) og ég er sátt, megasátt (megas-átt?, hvaða átt er það?) Auk þess að vera ægilega bragðgóð og verulega sterk, sér í lagi hnoðmörinn sem okkur pabba tókst að kalla flotmaur óvart, brenndi hún tunguna á mér í tætlur. Nú er ég með sviða og rauða díla á tungunni, sem mér skilst að breytist jafnvel í blöðrur á morgun...veeeiiii! En kikkið við að borða skötuna er alveg brenndrar tungu virði. Mér líður í alvöru eins og ég hafi verið í rosa-góðum rússíbana. Ég er farin að halda að ég miði alla reynslu mína við rússíbana, gerði það víst líka í stúdíóinu um daginn: Betra en rússibani. Skatan er svona á pari við rússíbana, þannig að hljóðversvinna trónir enn efst á lista yfir það skemmtilegasta sem maður gerir. En flotmaurinn, maður.....vá! Nú mega jólin koma fyrir mér, restin skiptir minna máli.
þriðjudagur, desember 21, 2010
Jæja, nú eru 3 dagar í jólin og svona. Örlítið leiðinlegt að vera lasin svona skömmu fyrir jól, en það verður örugglega betra á morgun. Er bara búin að horfa endalaust mikið á vídeó, soldið á þætti (friends, house, cougartown) en líka á tvær bíómyndir, The Reader, sem fær hæstu einkunn, og líka fyrstu Rambó-myndina (First blood), sem fær hæstu mögulegu einkunn líka. Djúp en samt hávaði og læti. Gæti reyndar verið lýsing á mér sjálfri....Nú er ég í baði, (BLOGG Í BAÐI?) og Elvar er nýbúinn að gera ofurgeðveikan geðsýkiskvöldmat, og er að ná í e-a mynd, ég ætla að reyna að skrúbba bakteríurnar af mér, þær sem eru utaná. Fyrir innri bakteríur hef ég fjárfest í hóstasafti, paratabs, dvítamíni, ofur-cvítamíni og oil of oregano, (look it up, þetta er eitthvað rohohohosalegt stöff). Svo bara klára ég útréttingar á morgun, þegar flensan verður farin (heyrirðu það, flensa!!!). Hvað er það aftur: Bókasafn sinnum 2, ein búð (leyni), önnur búð (líka leyni), sund og gufa, pakka e-u inn, jájá, eitthvað svona meira...bless beint úr baðinu...
föstudagur, desember 17, 2010
Dreymdi rétt áðan að ég var að tala við taminn hrafn, og þetta var gæfur og góður hrafn, ekki fullvaxinn en ekki ungi (svona stálpaður unglings-hrafn). Hann hoppaði upp á hendina mína og spurði mig á hrafnamáli hvernig stæði á því að ég gæti krunkað, og þegar hann var að krunka til mín þá bara skildi ég það (svona eins og maður skilur hvað orðin í frönsku þýða). Vandamálið mitt var að reyna að svara honum þannig að hann skildi mig og ég var að reyna að hugsa setninguna "ég hef alltaf kunnað að tala hrafnamál" og krunka á sama tíma svo hann myndi skilja mig, þegar ég vaknaði. Hvað þýðir þetta? Finn ekkert um það á netinu, nema að það að sjá hrafn sé fyrir dauða, en þetta var nú ekki beint þannig draumur...þetta fjallaði fyrst og fremst um mig og hrafnamál. Anyone?
miðvikudagur, desember 15, 2010
hóhóhó það er vika síðan ég bloggaði, ég er soldill vetrarbjörn í hýði, enda tvær dimmustu vikur ársins að ganga í garð. en síðasta færsla er, samkvæmt talningu blogger, 1000 bloggfærslan mín, sem gerir þessa að 1001. 1001 nótt, það var góð búð á laugaveginum, betri en hókus pókus, að mínu mati. enda var skyldustopp í 1001 nótt og í gramminu í hverri bæjarferð unglingsáranna minna, aðallega til að kaupa barmmerki (hafði oft ekki efni á neinu öðru). en þúveist, reykjavíkurferð með laugavegslabbi, einu keyptu barmmerki (oft david bowie) og kannski stoppi á hressó eða mokka til að kaupa kakó með rjóma (ekki byrjuð að drekka kaffi), var fullkomnum. svo var hægt að setjast á bekk, annað hvort á hlemmi eða á lækjartorgi og horfa á fólk. ég held ég fari að sitja meira á bekkjum á hlemmi, án gríns, það er mjög gaman. byrja á morgun, og ég ætla líka að endurvinna dósir á morgun, fara á bókasafnið, í klippingu, og syngja hellvar-lög í stúdíói. í dag var ég hins vegar í hýði.
fimmtudagur, desember 09, 2010
Sit á kaffihúsi með sojalatte og hlýði á fullt af skemmtilegri íslenskri tónlist, gegnumsósa af chillí frá Núðluskálinni á Skólavörðustíg. Fékk mér súpu "C" með ofur-miklu chilli svo ég svitnaði kringum augun og varð kalt í þeim. Ég er að fara að spila á tónleikum með Ég í kvöld á Sódómu, og hlakka til. Gott að borða mikið af chillí áður en maður syngur. Er að lesa aðra Múmínálfabókina mína, las þetta aldrei sem barn. Núna er ég að upplifa eyju múmínpabba....Hef komist að því að ég deili mestu með Múmínsnáðanum, en ég öfunda Míu litlu soldið af því að vera svona hugrökk og hugmyndarík. Ég meina, hún notaði eldhúshnífa til að fara á skauta á tjörninni, hún bara batt þá undir skóna sína. Af hverju hefur mér aldrei dottið það í hug, og ég sem á heima við hliðina á tjörninni? Bar þetta undir Elvar, og hann, rödd skynseminnar, sagði að líklega væri erfitt að halda jafnvægi á hnífunum....Kannski er Mía litla bara kúl í bókunum, og það sem hún gerir myndi ekki heppnast í alvöru. Þá er nú bara ágætt að vera eins og Múmínsnáðinn. Ég meina, hann elskar að vera einn og leitar sér að leynistöðum. Ég líka! Hann er ótrúlega góður og saklaus, og veit ekki hvenær Mía er að djóka í honum og hvenær hún er að segja satt....uuuuuuuu, ég líka....sko kann oftast ekki að átta mig á kaldhæðni. Ég er að átta mig á því, 39 ára gömul, að ég er eins og Múmínsnáðinn. Sem er nokkuð gott...
mánudagur, desember 06, 2010
Það voru 3 dagar í hljóðveri í þetta sinn, og útkoman eru 9 grunnar að lögum. Nú á eftir að syngja allt og svo bara alls kyns til viðbótar sem verður alltaf að gera áður en plata kallast plata. Sú mikla mýta, að tónlist sem og aðrar listir séu bara næstum sjálfsprottnar og birtist eftir eitthvað smá dútl og dundur listamannanna, er hér með hrakin aftur til föðurhúsanna. Þrotlausar æfingar Hellvar síðustu mánuði skiluðu sér í því að við gátum náð grunnunum inn "læf", (trommur, bassi og 3 grunngítarar voru spiluð inn á sama tíma í sama herbergi). Þvínæst er tekið eitt skref í einu þar til að lokum við höfum í höndunum nothæft "master-copy", og þá er hægt að fjöldaframleiða geisladisk út frá því. Ég er sannfærð um að þessi diskur sem við erum nú að taka upp eigi eftir að skola okkur langt frá Íslands-ströndum, en galdurinn við alla listsköpun er auðvitað sá að maður veit aldrei hvað neinum finnst nema manni sjálfum. "Bat out of Hellvar", fyrri diskur Hellvar, hefur núþegar breytt lífi ungmenna í Japan og Kína, svo hvað veit maður hvað gerist í þetta sinn? Það eina sem við getum vitað er að okkar lífssýn breytist við að gera þennan disk. Hvert lag verður sinn eigin litli einkaalheimur, og við þurfum að fylla inn í hann allt sem er viðeigandi að þar sé, áður en við sleppum af honum takinu. Næsta skref: Syngja inn í heimana 9.
laugardagur, desember 04, 2010
Smá hugleiðing á degi 2 í stúdíói með Hellvar: Það er æðislegt að rokka, æðislegt að skapa og lífið er stórfenglegt! Mér líður eins og ALLT sé í sinki og meiki sens. Nú er verið að taka upp grunn að lagi 6 af 8, eða kannski 9 lögum (fer eftir því hvernig gengur hvort eitt lag verði tekið hér eða látin standa sú útgáfa sem er til), og þessi plata verður alveg mögnuð. Hellvítis Hellvar-mögnuð. Og jésús pétur í allan vetur hvað ég er glöð. Tilfinningin sem ég er með í maga/haus/eyrum/úlnliðum/fótleggjum er eitthvað sem ég mun reyna að muna. Þetta er allavega skjal-fest hér á bloggi til að minna mig á síðar. Skemmtilegast að vera til í stúdíói. Betra en að borða bezta mat í heimi, drekka bezta drykk sem til er og allt. Betra en rússíbani og öll tívolítæki heimsins til saman, and that is the ultimate!
fimmtudagur, desember 02, 2010
miðvikudagur, desember 01, 2010
Ef einhver er til í að koma í heimsókn í kvöld til að spila yatzí, þá ætlum við Óliver að gera það...Ég uppgötvaði sumsé í sundi í gær að minn elskulegi afleggjari kann ekki Yatzí, en ég var þrautþjálfaður spilari á hans aldri. Ég fann einmitt eina slíka blokk í kassa sem verið var að ganga frá um daginn. Blokkin fór í stofugluggann og bíður þess að vera notuð. Faðirinn á heimilinu er ekki mikill spilakarl en það er ég hins vegar og nú hugsa ég mér gott til glóðarinnar að gera Óliver yatzí-óðan, helst. Svo hefur hann verið að lesa fyrir mig fyrstu Harrý Potter-bókina í nokkur kvöld, og við föttuðum áðan (á leiðinni frá lúðrasveitaæfingu) að við værum bæði spennt fyrir því sem væri að koma í bókinni. Skrifstofan í kjallaranum ber nú nafn með rentu (tja "vinnuherbergi" væri nær lagi, því þar er líka gerð tónlist) en ég hef 2 daga í röð gripið niður í Heidegger vin minn þar. Funheitt og góður stemmari með tekatli og kertum gerir setuna í neðra bara notalega. Þetta sannar að það er ekki alltaf ávísun á helvíti að það skuli vera heitt í neðra.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)