Nú er bara búið að vera gaman, en ég hef samt verið með bleikaugnasjúkdóm í 5 daga. Annaðhvort er þetta vírus eða ég er Zombie, þeir eru víst svona pinkeye-eitthvað. Hef samt ekki ennþá fundið fyrir löngun í að éta fólk í kring um mig, en maður veit sko aldrei. Hins vegar hefur verið slatti að gera, eins og svo oft áður. Er u.þ.b. að klára eina ritgerð, og þá eru tvær eftir. Svo hef ég verið að gera smá tónlist, og það er náttúrulega oft þannig. En ég var samt búin að setja mér það markmið að gera enga tónlist fyrr en ritgerðir væru búnar...það virkaði bara eins og vítamínsprauta á músuna mína. Hef nú samið eitt ansi gott kántrýlag, og sungið 2 lög inn á plötu, og spilað hljómborð í lagi sem Hellvar og Begga sömdu saman, ...allt eftir að ég fór í straffið. Týpískt. Gaman samt. Í dag er ég á Laugarvatni, fór í gufuna í von um að vírusinn færi við það. Hann fór ekki, og ég held ég sé aftur komin með hita, var sko með hita á miðvikudag þegar þetta byrjaði. Það er læknir á Laugarvatni á morgun, ég er mikið að spá í að láta hann segja mér að ég sé ekki Uppvakningur, og gefa mér eitthvað krem og svoleiðis. Hér er svo Barbapabbapersónuleikinn minn!!! Ég er náttúrulega nörd, og það er best.BÆ
You are Barbatine! You are well-read and love to
learn. You were gloomy in your youth and found
nothing you liked to taste, but you're older now,
and have an incisive sense of humour that
makes you and others smile.
Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla
Engin ummæli:
Skrifa ummæli