Leita í þessu bloggi
föstudagur, júní 30, 2006
þriðjudagur, júní 27, 2006
Æ, hvað það er nú gott veður. Verð að vakna nógu snemma í fyrramálið til að njóta þess aðeins áður en ég stíg í bíl og keyri í vinnu og er í vinnu og keyri heim mjög seint að kvöldi. Náði samt einum kaffibolla sitjandi í grasinu í bakgarðinum áður en ég fór af stað í dag, og mikið var það notarlegt. Þótt það væru aðeins 5 mínútur. Gæti líka bara farið út að ganga núna...Nei, ég nenni því ekki.
sunnudagur, júní 25, 2006
laugardagur, júní 24, 2006
fimmtudagur, júní 22, 2006
miðvikudagur, júní 21, 2006
mánudagur, júní 19, 2006
laugardagur, júní 17, 2006
Ristabrauð með rjómaosti, avokadósneiðar, gúrkusneiðar, kreista lime útá og maldon-salt þar yfir. Of gott til að vera satt, og svo er þetta allt voða fallega grænt á litinn. nema ristabrauðið er vonandi brúnt og rjómaosturinn er vonandi hvítur...enívei...
þema: dýralög, og allt á íslensku því það er 17.júní.
Þessi blaðsíða er ný: http://dagskra.ruv.is/ras2/?file=1266
þema: dýralög, og allt á íslensku því það er 17.júní.
Þessi blaðsíða er ný: http://dagskra.ruv.is/ras2/?file=1266
föstudagur, júní 16, 2006
Koma svo, allir að syngja sól sól skín á mig, ský ský burt með þig, svo við höfum nú möguleika á því að fá vætulausar stundir í dag eða um helgina. Ég og Óliver sungum það áðan, á leiðinni í leikskólann, og ég er ekki frá því að það hafi rofað til í sekúndu eða svo. Ef þið gerið það öll hlýtur það að duga.
fimmtudagur, júní 15, 2006
jöss, tókst að pína mig á fætur og gera kakó fyrir fjölskylduna og fá alla fram í morgunverð klukkan tæplega hálf-átta. Það var samt skrítið að hafa verið veik í sólarhring, og líða svo bara ágætlega í dag. Vaknaði reyndar í nótt með magapínu, löðrandi í svita klukkan þrjú. Var farin að dreyma að það væri einhver að rekja úr mér garnirnar og ég að reyna að halda þeim inní mér, svo ég yrði ekki tóm af innyflum...en ég held þetta hafi bara verið magapínan að lita draumana mína. Allavega, búin að snúa sólarhringnum við hjá barninu og þá er bara að halda í horfinu og reka í rúm klukkan hálf-tíu í síðasta lagi. Svakalegt prógram hjá mér í dag, fundir og mannfagnaðir, og svo bein útsending í fótboltarásinni á rás 2 í kvöld, milli hálf-átta og tíu. Andi með spennur (spennandi)
Love,
Heiða
Love,
Heiða
miðvikudagur, júní 14, 2006
og nú er ég lasin heima. varð náttúrulega smá kalt á sunnudag í rigningunni á sjómannahátíðinni með óliver. en við erum kaldir kallar, ég og óliver, og létum rigninguna ekkert hafa áhrif á okkur. fyrr en að ég fór í sund í breiðholtslaug (nýja uppáhaldslaugin mín) í gærkvöldi og svo bara fór ég að verða soldið slöpp og heit, og núna í morgun gat ég ekki vaknað og þegar ég loks vaknaði (klukkan 4), hafði ég sofið í tæpa 16 klukkutíma! já, ég er með hita, og beinverki. á morgun verð ég orðin frísk, og get mætt í vinnuna. verð bara, það er bein útsending í fótbolta. jájá. en í dag ligg ég fyrir.
sunnudagur, júní 11, 2006
stundum finnst mér eins og bestu hugmyndirnar komi til mín þegar það er engin leið að muna þær aftur. ég fæ góða hugmynd að texta, lagi, stuttmynd, bók, heimspekikenningu, málverki eða öðru og svo þegar ég er búin að elda, vaska upp, ganga frá, taka til, koma óliver í rúmið og búa til næði er það eina sem heilabúið hefur upp á að bjóða að grátbæna mig um að horfa á spennuþátt eða bíómynd. ég er til í sköpun, en ,,computer says no"...
föstudagur, júní 09, 2006
þriðjudagur, júní 06, 2006
laugardagur, júní 03, 2006
Er flutt, en margir kassar eru enn ótæmdir, og mikið dótarí óraðað. Erum í þessu bara, og svo verður slegið upp garð/innflutningsveislu sem öllum er boðið í. Játs. Dugar ekki minna. Langt síðan ég hef staðið fyrir veisluhöldum. Held bara síðast í Berlínarborg. Enda ekki hægt að bjóða nema 2 manneskjum í 43 fermetrana sem við bjuggum í, og þá var húsið fullt út úr dyrum og allir þurftu að vanda sig við að labba og snúa sér við og svona. Núna: Heilir 76 fermetrar OG garður. Samtals: Nægt pláss fyrir alveg þúsundir manna...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)