Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Það er engan vegin réttlætanlegt að hafa gaman að því að lesa blögg vina minna en hafa vart tíma í mans eigin. Svo hér er blogg. Ég hef verið svo upptekin að vinna alls kyns að ég sofna örþreytt snemmkvölds. Náði til dæmis að sofna klukkan hálf-ellefu um daginn og vaknaði úthvíld eftir 9 tíma svefn klukkan hálf-átta. ,,Þetta getur bara ekki verið trikkið til að vakna svona snemma", sagði ég við Elvar og hann sagðist einmitt halda að fólk um allan heim færi snemma að sofa til að vakna snemma úthvíldur, það væri bara lógískt. En þetta meikar engan sens fyrir mér. Hvað er málið með að verða að fara að sofa klukkan hálf-ellefu á kvöldin til að sofa nóg? Svo gat ég þetta náttúrulega ekkert aftur, þetta var bara svona one-off....Í fyrsta sinn sem ég gat þetta. Nú er klukkan tíu um kvöld og ég þarf að vakna í vinnu klukkan hálf-fimm á eftir. Það er eftir sex og hálfan tíma. Ojjjj. Ég er ekki góð nema ég nái níu tímum. Hvílíkur hönnunargalli á einni stúlku. Að vera kvöldhress næturhrafn sem þarf samt átta til níu tíma svefn....Ég er fædd til að sofa til hádegis. Jahérna. Farin að klára Dance, dance, dance eftir Murakami. Sef bara seinna. Verð mygluð í fyrramál. Þetta verður 5 kaffibolla vakn.

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Góð helgi að baki. Sandgerðisdagar sem ég náði í skottið á í gærkvöldi. Mættum á ball með Swiss á Mamma Mía í Sandgerði. Þar sá ég slagsmál fyrir utan og allt, algerlega alvöru sveitaball. Svo kíktum við upp á vallarsvæðið og skoðuðum blokkina sem Gugga býr í. Ótrúlega skrýtið að vera þarna uppfrá, og mér finnst alltaf eins og ég sé að brjóta einhver lög, og það komi bráðum amerískir hermenn að láta henda mér út af vellinum. Já, það lifir lengi í gömlum glæðum, og þessi hugsunarháttur, að það sé bannað að vera upp á velli er eflaust mjög rótgróinn allavega hjá Keflvíkingum sem hafa haft þessar gaddavírsgirðingar fyrir augunum alla tíð. Já, en leikvellirnir eru flottir og ég hlakka til að fara með Óliver í rólóleiðangur. Nýr bassaleikari Hellvar, Sverrir, stendur sig með stakri prýði. Næsta skref að ná einni æfingu með honum og Alexöndru, nýjum gítar/orgelleikara Hellvar. Eigiði nú góða sunnudagsleti.

fimmtudagur, ágúst 23, 2007


Þetta er Barði Ljón, kallaður Ljóni. Hann er nýji leigjandinn okkar.

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

mánudagur, ágúst 20, 2007

Elvis2 var með svo skemmtilega upptalningu á gíturunum sínum að ég ákvað að fara yfir gítarsöguna mína.
1. Ég fékk Yamaha stálstrengja kassagítar frá ma og pa 1987, á hann enn.
2. Keypti mér klassískan gítar í Marseille 1989, á hann enn.
3. Keypti mér svartan Morris, Strat-eftirlíkingu árið 1991, pabbi minn keypti hann af mér og á enn. Sjúklega góður háls.
4. Keypti mér Ibanez í Rín árið 1995. Stefán Hjörleifsson var að selja. Hann var sjálflýsandi gulur og fékk nafnið Gula Ógeðið. Floyd Rose rugl á honum, og ég var glöð þegar honum var stolið af mér.
5. Keypti bláan Fender Telecaster USA, costom made af Þór Eldon 1997. Græt enn þennan gítar og dreymi að ég sé að spila á hann, en honum var stolið úr Pollock-húsnæðinu í Brautarholti.
6.Elvar gaf mér hálfkassa-Washburn gítar í jólagjöf árið 2002. Valdi hann ekki sjálf og fílaði ekki að spila á hann, rakst alltaf í pikköppaskiptitakkann, hann var á svo asnalegum stað. Gott sánd í þessum gítar samt.
7. Skipti Washburninum út í Tónabúðinni fyrir Music Man sem Ingvar fyndni hafði selt einum fastakúnnanum, Dr. Kristjáni. Sá hafði pússað niður hálsinn, s.s. gert hann mjórri og tekið líka pirrandi lakk af hálsinum og í leiðinni pússaði hann af hluta af nafninu en það stóð víst sport einhvers staðar í nafninu. Frábær gítar, á hann enn og Ingvar fyndni reynir reglulega að kaupa hann af mér, því hann er svo góður.
That's it!



já, ég er ýkt sæt!

sunnudagur, ágúst 19, 2007

allt á fullu: Síminn minn að verða batteríislaus og ég nenni ekki að finna hleðslutæki, Óliver og Helgi að smíða úti í garði, Elvari langar að gera pizzu, mig langar í Bláa Lónið með Beggu Mella og Teo, á eftir að búa til Hellvar-bio til að senda með loftbrúumsókn, veit ekki hvaða föt mig langar að klæða mig í, bíllinn þarf nú smá bensín fljótlega, ég þarf líka bensín/kaffi, svaf samt mjög vel og er úthvíld, þoli ekki moggabloggara sem blogga bara um fréttir. Sjá herferð gegn þeim hér. Klippti á mig topp í fyrradag, er sæt. For a minor reflection voru góðir á menningarnótt, sá líka Motion boys, Megasukk, Megas og Mannakorn. Ef For a minor reflection væru kallaðir Minor reflection hefði ég bara séð hljómsveitir sem byrja á M spila, en þetta er náttúrulega Menningarnótt og því á maður bara að horfa á bönd sem byrja á M, annað er ekkert Menningarlegt. Mælist til þess að For a minor reflection breyti nafninu sínu í Minor reflection, enda er það meira grípandi, hitt er of langt! Ha, er það ekki Guffi? Kannski bara geri ég ekkert í allan dag, en kannski klára ég loftbrú-umsókn, fer í Bláa lónið, fer á róló og fæ fólk í mat. Annað hvort geri ég sko.

föstudagur, ágúst 17, 2007

Jæja, þá á litli prinsinn hjól. Það er hermannagrænt og hann hjólaði í skrúðgarðinum með pabba sínum í gær. Pabbinn sleppti stundum án þess að prinsinn sæi, og það gekk alveg bærilega. Það er þrautinni þyngri að læra að hjóla og háfleygar yfirlýsingar um að hann myndi ALDREI ná þessu fengu víst að fljóta með í lok dags. Mig rámar í að hafa farið í gegn um eitthvað svipað á túninu og álfahólnum hjá ömmu minni á Álftanesi. Ég datt og grét og hélt ég myndi aldrei læra að hjóla. Þar til maður kann eitthvað virðist það stundum ómögulegt. Svo kann maður það bara allt í einu og þá er ekki aftur snúið. Það er ekki hægt að gleyma því hvernig á að hjóla. Merkilegt.

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Ópereisjon kaupum hjól og skólatösku er í burðarliðnum. Svo tekur við ópereisjon skrifum geisladiskadóma sem við skuldum. Svo er það ópereisjon mæta í vinnu og drekka mikið kaffi. Að lokum ópereisjon reyna að taka upp sönginn sem þarf að taka upp aftur því það heyrist í vinnuvélum. En nú, ópereisjon pissa morgunpissið.

mánudagur, ágúst 13, 2007

Mánudagur, og vika vinnunnar byrjuð enn á ný. Helgin var með því fjölbreyttasta sniði sem hugsast getur. Tónleikar með Vetiver á föstudag, frábær myndlistasýning Halls Karls á Eyrarbakka og sextuxafmæli Atla Gísla á Laugardag og Hellvar spilaði á tónleikum á Paddy's með nýjum meðlimi, Alexöndru, á sunnudag. Áðum fyrri hluta sunnudags á Laugarvatni og náðum þar gufubaði. Lokadagur á miðvikudag í gufu fyrir þá sem fíla hana. Auka-lokadagar næstu helgi, laugardag og sunnudag. Gufuaðdáendur sameinist og kveðjið gömlu gufuna á Laugarvatni. Við förum á sunnudag næsta, ef einhver vill vera samfó. Bæó í biló. Heiðó.

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Jæja, myndir af fyrsta og vonandi síðasta glóðarauganu mínu. Nú veit ég hvernig boxurum líður, en þeir vinna nú bara hreinlega við að láta sér líða eins og mér líður núna. Spáiði í því að vera með permanent heilahristing allan ársins hring. Hér eru myndir, og athugið ekki fyrir viðkvæma!!!


Þessi er svona mildari og í mildari litum og svoleiðis. Ef ég horfti til hægri kemur hins vegar ógurlega fínn rauður litur í ljós inni í hvítunni.................og

það

lítur

svona út:



Mmmm, fínt!

mánudagur, ágúst 06, 2007

Jæja, það fór þá ekki svo að maður prufaði ekki að fá heilahristing...Nú verður þessi verslunarmannahelgi ógleymanleg og sker sig úr öllum öðrum slíkum. Já, það var þarna árið 2007, þegar ég fékk heilahristinginn. Gárungarnir geta eflaust glaðst og sungið ,,Ég og heilahristingurinn minn"...En annars, ég er ókey, bara með smá sljóleika og ögn ringluð, og með svakalega fínt glóðarauga. Myndir væntanlegar.

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Nýtt listrænt átak í gangi hjá mér. Skrifa í hálftíma á hverjum morgni. Bara eitthvað. Keypti mér kínakladda í bókabúð í dag. Svo á ég að þykjast vera eitthvað annað en ég er, eða ímynda mér að ég vinni við e-ð annað en ég geri. Ég valdi að vera í ísl. dansflokknum og því er ég að gera æfingar og dansa í frjálsum dansi um íbúðina, reyna að fara í splitt, fara út að hlaupa og í sund og svoleiðis. Bara gaman. Æfði dansspor úr Abbababb í morgun, sem er ótrúlega töff, eitthvað sem Álfrún gerir. Gerði það ekki eins vel og hún, en samt þokkalega. Á föstudaginn þarf ég að setja mér svona listrænt stefnumót við listamanninn í sjálfri mér. Tveir tímar, bara ég og listamaðurinn í mér og má bara gera eitthvað skemmtilegt, ekkert praktískt. Geggjað!