Leita í þessu bloggi

mánudagur, maí 26, 2008

jæja, ekki vann nú spænska lagið, en skemmtilegt var það. júróvisjónpartýið okkar var líka skemmtilegt, og nú þarf ég að reyna að fara að sofa, en er andvaka af einhverjum ástæðum. sem er skrýtið, því ég svaf ekkert svo rosalega mikið í nótt (5-6 tíma kannski). Jamm, mánudagur á morgun og ég held ég eyði honum ekki til mæðu eins og segir í ljóðinu. Kemur Ljóni að knúsa mig og liggja oná hendinni minni. ætla að leyfa honum það og segja því góða nótt.

föstudagur, maí 23, 2008


Ég held með þessu!

fimmtudagur, maí 22, 2008

Yes, ég er aftur komin með rokkaramaga, sem þýðir að maður er ekki krankí og í brjáluðu skapi og meikar alveg stundum að láta líða marga marga klukkutíma á milli þess sem maður borðar. Ekki misskilja, ég borða hollt og ELSKA að borða góðan mat, en með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis, miklu labbi undanfarið, og tedrykkju í stað kaffidrykkju, hefur eitthvað (gott) gerst. Ég þarf ekki að vera sífellt að úða í mig einhverju, bara einhverju. Borðaði tildæmis ekkert frá ca. 9.00 til 14.30 í gær og svo aftur ekkert milli 14.30 og 19.30. Tek fram að morgunmaturinn samanstóð af grænmetisdrykk og tveimur bönönum ásamt krús af grænu tei. Síðbúni hádegismaturinn var kínverskur núðluréttur með grænmeti og terryaki-sósu sem Elvar galdraði fram úr erminni. Þetta var bara svona hollt og gott að mér leið vel allan daginn. Rústaði því svo með því að fá mér Roastbeef-samloku og kókómjólk í kvöldmat, og eina sardínuítómatsósu-dós í náttverð þegar ég kom heim til mín klukkan 0100. John Fogerty er kominn í guðatölu hjá mér. Hvílík orka hjá manninum. 2 tímar og engin pása, bara nonstop rokk og ról. Og bara endalaust skemmtileg lög. Good shit!

miðvikudagur, maí 21, 2008

Hvernig líður vika þegar maður deplar auga? Heyri í lóum, það er notarlegt. Rútu í Reykjavík á eftir, hitta fólk og teikna fólk og hlusta svo á fólk á tónleikum. Fólk, fólk, fólk snemma morguns, fólk, fólk, fólk, seint á kvöldin...Enginn latur í Latabæ, eða Vallarbæ. Það er komið sumar, 10 stig og sterkar vindkviður úti. Óliver er snillingur, sváfum yfir okkur í morgun, en hann er svo tjillaður og mikill töffari, að það var ekkert stress og bara gaman. Sko, þarna er lóukór aftur. Þetta ætti kannski bara að heita Lóuheiði.

miðvikudagur, maí 14, 2008

Ég kann ekki að vera neitt annað en unglingur þegar ég horfi/hlusta á David Bowie. Var bara komin með skærin í hendurnar að fara að klippa hárið mitt í pönk-tjásur og gera göt á fötin mín, og pönka allt upp, bara við að horfa á þetta. Get ekkert að þessu gert, hann Bowie hefur bara svona áhrif á mig.

Fáum annað sem hefur svakalega brjálhvetjandi áhrif á mig:
Já, það er skemmtilegt að velta fyrir sér smæð landsins okkar. Síðustu ár hefur tveimur söngkonum með sama nafni oft verið ruglað saman, enda stundum báðar verið að syngja á sömu safndiskunum eða tekið báðar þátt í sömu söngvakeppni. Önnur hefur þá verið nefnd Heiða Idol, því hún tók þar þátt, en hin verið kennd við hljómsveitina Unun eða útvarpsstöðina Rás 2 sem hún vann á. Dæmi: Hitti Heiðu. Söngkonu? Já. Sem var í Eurovision. Já. Og Idol? Nei, sem var í útvarpinu...
Nú hafa mál flækst all-verulega. Aðalheiður Ólafsdóttir er nefnilega byrjuð að vinna á Rás 2, og því er eitt enn sem við eigum sameiginlegt, við nöfnurnar. Þá er spurning um að ég taki bara af skarið og skrái mig í Idol, til að rugla nú alla endanlega í ríminu. Hvenær er næsta Idol?

þriðjudagur, maí 13, 2008

Og ég gef ykkur þriðjudag framkvæmdanna, gjöriði svo vel. Eða eins og vinur minn sagði: Do it now!

sunnudagur, maí 11, 2008

Ég var að fatta dáldið: Djöfull eru ég og Elvar heppin, ha. Við notum hvorugt kredidkort, eigum bílinn okkar skuldlaust (thanks to pa og ma, váhvað það er ótrúlegt öryggi), ég er byrjuð að greiða yfirdráttinn minn niður um 10 þúsund á mánuði, bara lækkar heimildin ósjálfrátt og auðvitað á maður aldrei pen, hvort sem maður á 10 þús. meira eða minna á mánuði. Þetta segir sig bara sjálft. Þegar það er peningur þá er honum eytt. Þegar það er ekki peningur, þá bara reddar maður því öðruvísi. En aftur að heppninni. Ég og Elvar, sumsé, við bara finnum enga þörf fyrir að eiga allt. Pæliði í því. Ég á nóg af öllu, þarf ekkert nema bara kaupa mat öðru hverju. Sjitt hvað það er góð tilfinning, og Elvar er svo sniðugur í sér, alltaf að föndra eitthvað og búa til lausnir fyrir heimilið. Já, hann er fullur af lausnum, hann Elvar. Og ég er full þakklætis fyrir allt það yndislega fólk sem ég er umkringd af, sem hjálpar og hjálpar og þá er allt svo létt og gott. Er að pæla í að grisja geisladiskana mína og selja helling, kannski svona einn þriðja, allir fara á 500 kall. Byrja að flokka í kvöld, og læt vita hér þegar kominn er djúsí pakki til að bjóða í. Elska ykkur, farin út að ganga í vindinum.

föstudagur, maí 09, 2008

Jæja, kominn tími á almennilegt blogg. Ég hef nú breytt ýmsu síðan ég var í Kína: Hef ekki þörf fyrir að drekka kaffi nema lítið og sparí. Í staðinn fæ ég mér grænt te, helst jasmínu, og drekk það án mjólkur og hunangs. Þetta gefur manni fína orku, og slær á löngun í skyndibita og sætindi í tíma og ótíma. Keypti mér 2 útgáfur af jasmínute, eina hversdags og eina sparí, sem er eins og innpakkað blóm sem opnast í glerkönnunni, ótrúlega fallegt. Tók prufu á hversdagsteinu í gær, og það má fá sér 5-6 sinnum af sömu laufunum yfir allan daginn, og teið verður síst verra. Blómateið var prufað í dag, og sama má segja um það. Dásamlega bragðgott og hægt að nota blómið aftur og aftur án þess að það verði verra. Sverrir bassaleikari er minn helsti gúrú í te-fræðum en hann kolféll fyrir tedrykkju Kínverja og fjárfesti í nokkrum leirkötlum og fleirra fíneríi. Trikkið er að hella öllu vatninu af hverri lögun svo laufin verði ekki römm. Ég keypti einnig ferðatekrús með síu efst, og plasthanka til að auðvelda burð, og er nú farin að ferðast um allt með grænt te með mér. Þetta er eins og sniðið að mínum þörfum, því ég er oft á síðustu stundu og tek þá bara te í krús sem ég get sötrað í rútu á leið í bæinn. Stússuðumst í útréttingum í Rey í gær og Kef í dag, og svo er það bara löng helgi í ró og friði og næsta bæjarferð á þriðjudag. Bakið mitt er með besta móti, og tel ég að nálastungumaðurinn minn hafi hreinlega gert á mér kraftaverk. Ætla að reyna að hitta hann aftur í næstu viku og láta hann stinga úr mér mengunina sem virðist hafa komið með mér heim frá Kína, í formi kverkaskíts sem fer röddinni minni nokkuð illa...Annars er ég hress. Eruði ekki hress?

fimmtudagur, maí 08, 2008

komin. svaf í 12 tíma, frá 6 til 6...

fimmtudagur, maí 01, 2008

Rakst á þetta á vafri um netið: Þetta er rosa fyndið, því við höfum séð margt af þessu, á 2 dögum....

11 atriði sem sýna að þú sért búinn að vera of lengi í China:

Alcoholic beverages below 50% aren't strong enough
You spit on the floor (six months in China)
You spit on the floor in a restaurant (one year in China)
You spit on the floor in your own home (two years in China)
Putting hot shish kebobs directly into a plastic bag seems normal
Squat toilets feel more comfortable than the sit down ones
You forgot what 'Kung Pao' chicken tastes like
You rush to the hospital in a panic because you DON'T have diarhhea
You catch yourself saying Taiwan Sheng (台湾省)
"The sun? What sun?"
You can't access your own blog
er að blogga á http://www.ruv.is/poppland/, á meðan á ferðinni stendur. Allir þangað, ein færsla komin, önnur á leiðinni.
yo yo, komin með netið í gang og þetta virðist bara vera alveg að virka.