Leita í þessu bloggi

sunnudagur, ágúst 30, 2009

Af vef mbl.is frá því 25.08.09:
Bandaríska hrollvekjan Drag Me To Hell var mest sótta myndin í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina.

Nafn næstu plötu komið?

miðvikudagur, ágúst 26, 2009

Djöfull var hot yoga-ið gott í gær! Ég skellti mér umsvifalaust á kort í Sporthúsinu, en þetta hot-yoga-námskeið byrjar þann 7. september, þannig að ég hef þangað til þá að ná úr mér harðsperrunum sem eru að hrjá mig. Jóga-ið var ekki svo erfitt en upphitað herbergið sem við gerðum æfingarnar í gerði það að verkum að svitinn hreinlega spíttist af manni. Svo fór maður aðeins dýpra í allar teygjur en ella, því líkaminn var mjúkur sem kúkur (eða bráðið smér, fer eftir velsæmiskennd hvers og eins). Niðurstaðan: Harðsperrur dauðans.
Datt einmitt í hug skemmtilegt nafn á skólahljómsveit nemenda í Íþróttakennaraskólanum:

Hæ, við erum Strengir! Skemmtilega tvírætt, þegar maður setur það í íþróttasamhengi.

Hellvar að fara að spila með Docteur Gunni þann 4. sept á Grandrokk.
Minni líka á http://www.ruv.is/topp30/ að fara þarna inn og haka við lagið Falsetto með Hellvar. (Hlusta á lagið á myspaceinu okkar). Hey, það er gott lag og við sömdum það og þeim mun meira sem það heyrist í útvarpi, þeim mun auðveldara verður að eiga salt í hinn margumtalaða graut á næsta ári þegar stefgjöldin koma.

þriðjudagur, ágúst 25, 2009

Óliver orðinn skólastrákur á ný, ég er að bíða eftir honum (ca.hálftími í viðbót) til að heyra frá fyrsta skóladeginum. Myllubakkaskóli bara eina stutta gönguferð í gegn um garð í burtu héðan, svo jafnvel þótt rigni verður maður ekkert hundblautur. En taskan var stór, maður, miðað við strákinn. Hún hefur þó altjént ekkert stækkað frá því í fyrra, en það hefur pilturinn. Það eru bara smá tregðulögmál sem ég þarf að leysa áður en ég er búin að ganga frá öllu. Til dæmis er ég ekki búin að fá staðsetningarímeil frá bankanum um að námslánin mín séu klöppuð og klár. Hins vegar fæ ég rukkun um endurgreiðslu á eldri námslánum fyrir sept/okt/nóv/des og ég myndi nú halda að með rúman hundrað þúsund kall á mánuði í lán frá L.Í.N. myndu þeir sjá í hendi sér að erfitt sé að greiða tæpan tuttugu þúsund á mánuði aftur til þeirra. Ef til vill er þetta bara tölvuklikk og ég þarf bara að fara á staðinn og kippa þessu í liðinn. Sem ég er svo sannarlega á leiðinni að fara að gera. Banki-L.Í.N., L.Í.N.-Banki. Svo hef ég erindi í þjóðarbókhlöðu, en að lokum ætla ég að reyna að næla mér í pláss í prufutíma í hitajóga, eða svokölluðu "hot yoga" þar sem maður gerir jógaæfingar í gufubaði. Ég og Begga að svitna! Vonandi komumst við inn, ætlum sko að mæta klukkutíma fyrr og fá pláss og fá okkur svo bara kaffi og koma aftur. Svo er ég bara alveg að fara að vera skólastelpa. Kynningarfundur á föstudag, kennsla hefst á mánudag. Netið er komið í húsið okkar, yey. Hvað fleirra í fréttum? Ég hjólaði 3 korter í ausandi rigningu í gærkvöldi og fór svo í jasmínuolíubað. Hjólaði m.a. upp og niður Hafnargötuna þegar ég var orðin alveg gegndrepa og leit all-verulega út eins og geðsjúklingurinn sem ég er á innra borðinu. Það hægðu allir bílar á sér og einn flautaði. Gaman að því. Rúnturinn rúlar, hahahhaha.

föstudagur, ágúst 21, 2009

Var að koma úr ótrúlegri hjólaferð frá Duus-húsi að ytri-njarðvíkurhöfn og til baka. Á meðan hlustaði ég á hinn verulega einstaka safndisk "Túss" sem DJ-ASS tók upp fyrir mig. Verulega hjólahvetjandi diskur. Veit ekki hvað helmingurinn er, og hinn helmingurinn er snilld sem ég hef ekki heyrt lengi, eða var búin að gjörsamlega gleyma. Verð að minnast á hvað þessi hjólastígur meðfram ströndinni er gjörsamlega æðislegur. Að hjóla fram hjá einum vita og tveimur höfnum og fullt af sjó og fuglum og bátum og gömlum sjóurum og verkstæðum er svo rosalega rosalega rosalega gaman!
Í kvöld: Popppunktur! Yes.

mánudagur, ágúst 17, 2009

Sofnaði yfir M.A.S.H. sem var mjög gott. Vaknaði með bakverk sem var ekki eins gott. Spurning um að reyna að sofa meira og dreyma M.A.S.H. og biðja þá að lækna bakverkinn. Er á leið í útréttingaferð. Ég þarf að rétta út bækur til bókasafnsvarða, seðla til stórmarkaðsagreiðslumanna og jafnvel seðla til bensínafgreiðslufólks líka. Svo þarf ég bara að rétta út hjálparhönd og drekka kaffi með vinkonu minni, en áður þarf ég að greiða úr/ekki rétta úr málum hjá L.Í.N. og komast að því hvar Kaupthing glopraði niður debetkortinu mínu sem er týnt. Að lokum: Syngja fyrir Ruddann. Adios!

laugardagur, ágúst 15, 2009

Ný vinna: Safnvörður í Víkingaheimum í Njarðvík. Þar er nú aldeilis fjör. Skip og vopn og fleirra. Nei, ég þarf ekki að vera í víkingafötum.

fimmtudagur, ágúst 13, 2009

...og allir á Mosa frænda í kvöld á Grandrokk. Byrjar fjórarmínúturyfirníu. Jippí!

Sönnuðum það fyrir sjálfum okkur að okkur finnast M.A.S.H. mjög góðir þættir, þegar við horfðum á nokkra í beit í gær og allt í einu var klukkan orðin 0300, og það var erfitt að hætta. Við nefnilega fundum 2 vhs-spólur á markaðnum í Samkaup, og þær voru teknar upp úr sjónvarpi af e-m og stóð bara M.A.S.H. og M.A.S.H. 4 handskrifað á. Við tókum sénsinn að þetta væri það sem stóð að það væri (en ekki t.d. dýraklám...) og valhoppuðum kát í bragði heim á leið. Merkingin stóðst og restin er saga. Við erum langt komin með fyrri spóluna sem er líklega samt tekin upp á longplay því þættirnir sem við höfum séð skipta tugum. Nú langar mig bara á markaðinn aftur og gramsa og finna tvö týndu systkini okkar vhs-spólna, þ.e.a.s. M.A.S.H. 2 og M.A.S.H. 3. Annars stendur M.A.S.H. fyrir Mobile Army Surgical Hospital!

M.A.S.H. er með sama húmor og Prúðuleikararnir og ég velti fyrir mér hvort handritshöfundar hafi hreinlega verið þeir sömu. Dæmi:

Hawkeye: Nurse!
Lt. Leslie Scorch: Did you call me, Doctor?
Hawkeye: Why should I call you "Doctor?", I'm the surgeon.

Og endalaus önnur snilld, ég eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeelska M.A.S.H. Og líka Prúðuleikarana.

sunnudagur, ágúst 09, 2009

Ég er búin að gera gjörsamlega ekkert í allan dag og kvöld. Rétt svo að ég klæddi mig í föt, en ég gerði það nú samt. Horfði á síðari hluta Back to the Future (næst: BTTF)3 með Ó og E og svo horfðu ég og Ó á BTTF1 með additional popupinfo. svo fórum við í tölvu í petsociety og clubpenguin og vorum með sjónvarpið á og svo borðuðum við eitthvað kjöt og brauð og snarl og horfðum meir og héngum meir. og horfðum með öðru auga á einhverja hörmulega breska mynd um dráp á bush (eða reyndar ég nennti ekki og las blogg og var á facebook....etc). Jæja, nú er allavega opið út í garð og kemur frískt súrefni inn, ég er nefnilega ekki einu sinni búin að fara út í dag. Planið nú er að spila hættuspil við E og Ó og svo þegar þeir fara að sofa eftir það er ég að spá í að laumast út í næturgöngu. Þarf bara hreinlega hreyfingu og súrefni og úti á nóttunni er líka gaman. já ég er svo löt að ég skammstafa. of löt til að blogga, of löt til að sleppa því. æi, ég skelli mér í smá næturlabbitúr. jájá.

föstudagur, ágúst 07, 2009

Er að blogga í banka...! Það er gaman. Kaus Landsbankann til þess. Þar er líka hægt að fá ískalt vatn og kaffi. Eins gott að fá eitthvað frá baunkunum og ef maður er ekki með nettengingu heima er þetta nokkuð hentugt. Er á leið í rvk. og ætla að stússast. bíll er núna í viftureimastrekkingu og smurningu. allt að gerast. verð í vesturbæ á eftir og kíki í þjóðarbókhlöðu. uppgötvaði í gærkvöldi að merking orðanna "bað" og "heitt" breytist eftir því hvort er haft á undan.

Bað heitt.
Heitt bað.

Uppgötvaði líka annað skemmtilegt milli svefns og vöku:

Bonnie Prince Billie Elliot Smiths.

Hahahhahahahhah!!!!!!!!!!

þriðjudagur, ágúst 04, 2009

Er á Laugarvatni. Óliver er að jafna sig í fæti eftir að hafa dottið á tjaldhæl í gær. Þar með er fyrsta verslunarmannahelgarslysið hans orðið að veruleika....og hann ekki orðinn átta ára. Vona að hann sé hér með búinn að klára að detta á tjaldhæla. Sporin í fætinum eru 16 eða 17, en allt lítur nokkuð vel út, og við fáum endanlega staðfestinum á morgun en þá kíkir læknir aftur á þetta. Annars er pilturinn ofur-hress og finnst bara leiðinglegt að mega ekki stíga í fótinn. Sem betur fer er mígandi rigning úti. Ég ætla samt að kíkja í gufu hér á eftir og það verður eins æðislegt og alltaf. Verkefni dagsins: kíkja á school for dogs með óliver, á pet society með óliver og tjilla.

laugardagur, ágúst 01, 2009

Mikið óskaplega er mikið skemmtilegt að gerast þessa dagana.Ég er bara í endalausum ævintýraheimi. Í gær hékk ég og tjillaði með Berglindi og það var ljúft og gaman. Fór svo heim og hlustaði á The Chain með Fleetwood Mac, og partýkrassaði svo stelpupartý með Alexöndru. Áður höfðum við villst í Mosfellsbæ, en ennþá fyrr fór ég í Þjóðarbókhlöðuna og tók fullt af bókum um verufræði og tilvistarspeki. Í dag vaknaði ég dáldið ringluð í hausnum en ákvað að vera dugleg og skella mér á food not bombs í bæinn. Þaðan lá leið á leyniplötumarkað þar sem ég fékk nær ófáanlega þýska plötu á 500-kall, en hún var líka bara í nærbuxum, engum öðrum fötum. Haus der Luege er þó alveg þess virði að eiga bara á nærbuxunum enda eru það rákirnar í plastinu sem skipta máli, ekki útlitið. Og hvað veit maður, kannski rekur tómt albúm án plötu á fjörur mínar seinna. Nú erum við á leið í sund og gufu og síðar ætla ég á Heimapúkann, sem er verslunarmannahelgarhátíðin sem mamma mín er að halda nú um helgina. Þar verður hægt að borða hvítlaukslamb og horfa á Popppunkt á vodinu.