Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, janúar 26, 2010
Ég gerði ekkert nema skemmtilegt á afmælisdaginn: Svaf út, hjólaði, verslaði hollan mat í heilsudeildinni í nettó, hjólaði meir, horfði á handbolta, bjó til speltpönnukökur fyrir alla (amerískar með smjöri og hlynsírópi)og las eina glæpasögu. í dag var eiginlega afmæli 2, hjólaði líka, gerði líka heilsurétt og horfði líka á handbolta, reyndar 2 handboltaleiki só far, einn eftir. ætla að sleppa lestri og sofna snemma, rúta í bæ í fyrramál og mikill lestur tekur við út vikuna.
mánudagur, janúar 25, 2010
ég mæli af mikilli snilld í dag. sumsé alvöru af-mæli komið. ég fæ mér kannski hráköku, eða bý til eina. verð að fá súkkulaði allavega, þá dökkt. finn það. og 3 vikur af kjötleysi er bara barnaleikur og æðislegt að losna við þörfina eftir þeirri fæðutegund. ég man þegar ég hætti að borða kjöt síðast. það var af nákvæmlega sömu ástæðu og núna og ekkert útpælt, vil ekki drepa dýrin eða neitt svoleiðis. ég bara fékk ógeð á kjöti og fann að ég þurfti ekki að éta það til að líða vel. þetta var í frakklandi 1990 og þá hætti ég líka fiski (reyndar sjálfgefið, fiskurinn sem var í boði þarna var oft slappur) en þetta kjötogfiskleysi, sem sagt grænmetisætutímabilið mitt, entist í 2 og hálft ár. núna borða ég fisk og egg en mjólkurvörur eru vart mælanlegar, einstaka fetabitar útí sallöt, og ég setti eina teskeið af sýrðum rjóma útí súpu í kvöld. ég fíl'etta. 39 ára í dag og nenni ekki kjöti. og ég þarf að fara að sofa en svaf því miður til hádegis í dag og er því mun minna þreytt en væri æskilegt. janúar virðist ekki hafa nein slæm andleg áhrif á mig, en gerir að verkum að ég bara er doldið heimakær og vill alveg sofa eins og ég get, og stundum best á morgnanna. skrýtið stöff. ég verð bara að sætta mig við þetta og spila með. þýðir allavega ekkert að stressa sig yfir þessu. ég bara geri mitt besta í skólanum og þannig er það. keep it simple, það er málið.
föstudagur, janúar 22, 2010
Ég á afmæli þann 25. janúar, sem er á mánudegi þetta ár. Það er leiðinlegt að eiga afmæli á mánudegi og því ætla ég að láta sem ég eigi afmæli í dag, föstudaginn 22. janúar 2010. Þetta er ekkert stórafmæli, ég er 39 ára, en auðvitað alveg rosalega ung í anda. Því hef ég kosið að gera það sem mér finnst skemmtilegast að gera, dj-a fyrir gesti mína. Það er samt smá twist á dj-ingunni, því ég hyggst dj-a af kasettum fyrir gestina mína, vopnuð tveimur gettóblasterum og fullum kassa af kasettum úr fortíð minni, næstum öllum skemmtilegum, og sumum verulegaverulegaverulega skrítnum. Það má hver sem er koma og er þetta heima hjá okkur, í stofunni. Húsið opnar 22.30 og ég spila frá 23.00 eitthvað fram yfir miðnætti. Eftir það taka við venjuleg aðalfundastörf. Á engan pen. til að bjóða áfengi, þannig að allir taka sína drykki með. Þarf ekki að gefa gjafir, gjöfin felst í því að mæta snemma og hlusta á kasettu-dj-inguna mína. Komiði!
miðvikudagur, janúar 20, 2010
...við erum alveg að tala um 17 daga sem ég hef ekki borðað kjöt...og mjólkurvörur (nema smá geitaost og smá fetaost einstökusinnum). en ekkert kjöt. fisk og egg, jájá. ég hef bara einu sinni fengið kjötlöngun og það var í pylsu með öllu. hversu sick er það? er það ekki sönnun þess hve unnar kjötvörur eru með miklu drasli og viðbættu rugli að líkaminn fær cravings í það. cravings í bragðefnin og msg-ið og það dót. vitiði það að eitt af viðbættu bragðefnunum í bigmac-borgara er "cheezeburgerflavoring" til að gera bragðið af honum enn meira eins og hamborgarabragð, og gera okkur enn háðari þessu.
segi ég og háma í mig vínber, sem er ekki búið að sprauta með vínberjabragði því þess þarf ekki. ég er að massa þetta. hef ekki enn ákveðið hve langt ég geng í þessari sjálfsskorun sem var upp á 21 dag og því 4 dagar eftir. en ég á afmæli næsta mánudag sem er líka 22. dagurinn (það var tilviljun, ekki planað) og því "mætti" ég fá mér kjöt þá, en mig langar bara ekki í það. ég "mætti" líka fá mér köku með sykri, en það er hægt að gera svo gómsætar kökur án þess. spurning um að baka bara speltpönnukökur með agave og láta svo ávexti og hlynsýróp ofaná. mmmmm. ekkert megrunarfæði, en heldur enginn hvítur sykur, ekkert hvítt hveiti og engar mjólkurvörur (nota möndlumjólk í stað kúamjólkur). Allavega er eitt ákveðið: Morgunsafanum ætla ég að halda til frambúðar, og hvort sem ég fæ mér kjöt aftur eða ekki þá verður það allavega ekki unnin kjötvara. það er á hreinu.
segi ég og háma í mig vínber, sem er ekki búið að sprauta með vínberjabragði því þess þarf ekki. ég er að massa þetta. hef ekki enn ákveðið hve langt ég geng í þessari sjálfsskorun sem var upp á 21 dag og því 4 dagar eftir. en ég á afmæli næsta mánudag sem er líka 22. dagurinn (það var tilviljun, ekki planað) og því "mætti" ég fá mér kjöt þá, en mig langar bara ekki í það. ég "mætti" líka fá mér köku með sykri, en það er hægt að gera svo gómsætar kökur án þess. spurning um að baka bara speltpönnukökur með agave og láta svo ávexti og hlynsýróp ofaná. mmmmm. ekkert megrunarfæði, en heldur enginn hvítur sykur, ekkert hvítt hveiti og engar mjólkurvörur (nota möndlumjólk í stað kúamjólkur). Allavega er eitt ákveðið: Morgunsafanum ætla ég að halda til frambúðar, og hvort sem ég fæ mér kjöt aftur eða ekki þá verður það allavega ekki unnin kjötvara. það er á hreinu.
mánudagur, janúar 18, 2010
...og ég vaknaði ellefu eitthvað í stað níu eitthvað. bara snúsaði eins og gamall grís. verð að fara að geta vaknað á morgnanna til að geta lært. en ég er á leið í skólann, viðkoma í sundi og gufu einhvers staðar og bankanum. dagur 15 í átaki í dag. hef ekki verið dugleg að hreyfa mig, en dugleg að sleppa hvítu hveiti og hvítum sykri og mjólkurvörum og kjöti. annars er þetta svolítið fyndið, það kemur svona í bylgjum hvað mann langar í og í svona mínútu í gær langaði mig allt í einu í pylsu með öllu, en svo bara fór það. pylsur, segja þeir sem hafa séð hvernig þær eru búnar til, eru víst bara samansafn af afgangs fitu og leyfar af kjötdrasli. þetta er alveg svakalega næringarlítið og safnast bara fyrir í líkamanum þínum. er að hugsa um að koma við í heilsudeild einhverrar búðar og kaupa grænmetispylsurnar sem gugga fann frosnar og eiga í frystinum ef pylsulöngunin kemur aftur. allt nema the real thing. kjötleysi er svalt!
föstudagur, janúar 15, 2010
Ég er búin að vera að hráfæðast svona í og með, núna er 12 dagurinn af 21 daga sjálfsskorun (nýyrði fyrir sjálfs-áskorun). Ég er meira en hálfnuð og hef heldur ekki borðað neitt kjöt, neitt hvítt hveiti, neinn hvítan sykur eða neinar mjólkurvörur þennan tíma. Finn ekki fyrir neinum söknuði í kjötið, smá í svona venjulega brauðsneið, og einstaka sinnum löngun í jógúrt, en ég var náttúrulega löngu hætt að nota kúamjólk svo það er ekkert böggandi. Hef nú keypt mér spelthveiti og að spá í að baka mér bollur eða brauð, sem ég get átt í frysti þegar brauðlöngunin er of sterk, en ég hef 2svar á 12 daga tímabilinu fengið mér spelt-pasta og það virkar fínt. Aðalatriðið er að ég byrja hvern dag á safa sem inniheldur eitthvað kál, smá engifer, eina sítrónu með berki, eina rauðrófu, eitt stórt/tvö minni epli, og sellerí eða gúrku. allt djúsað og drukkið og svo bara ferskir ávextir til hádegis, hætta að borða hálftíma áður en hádegismatur er. Í hádegismat fókusa ég á hráa grænmetisrétti, en fæ mér auðvitað stundum eitthvað eldað eins og súpu eða slíkt, en svo á kvöldin er ekkert atriði að borða bara hráfæði, bara ekki borða ávexti í kringum kvöldmat. mítan um að fá sér ávöxt eftir kvöldmat er röng. fá sér frekar 70% dökkt súkkulaði í desert. Er semsagt hvorki vegan eða vegetarian því ég borða fisk og egg, en borða ekki mjólkurvörur.....er til orð yfir mig? Allavega líður mér frábærlega. nýr linkur til vinstri. hæ ellastína.
miðvikudagur, janúar 06, 2010
Fann þessa uppskrift á netinu, átti allt í hana...og banana og pecanhnetur ásamt svettu af agave-sýrópi ofaná. Þetta var nákvæmlega ekkert mál, það er að segja ef maður á grunngræjurnar. Þarna kom kaffikvörnin (sem ég nota aldrei í kaffi heldur til að mala hnetur eða núna hörfræ) algjörlega að notum. Ég malaði sem sé 2 bolla af hörfræjum (Flax-seeds) og setti kókoshnetuolíu, agave-sýróp, vatn og salt útí skál ásamt mjölinu. Hrærði með sleif. Held að vatnið hafi verið aðeins minna en í uppskriftinni, bara setja það hægt útí þar til komið er "deig". Því er svo smurt á disk, og útá sett það sem hugurinn girnist, bananar og hnetur í mínu tilfelli. Hugsa að þetta sé guðdómlegt með berjum, blá- eða jarðar-. Eða með ferskjum næsta sumar....mmmmm. En allavega, suxxxxxxesssss. Óliver og Helgi fengu sér með mér, og okkur líkaði öllum vel við.
COCONUT BREAKFAST CAKES
2 cups whole flax seeds or 3 cups flax seed meal
2 Tbsp. liquid coconut oil
1/2 cup agave or maple syrup
1/2 tsp. sea salt
1/4 cup water
COCONUT BREAKFAST CAKES
2 cups whole flax seeds or 3 cups flax seed meal
2 Tbsp. liquid coconut oil
1/2 cup agave or maple syrup
1/2 tsp. sea salt
1/4 cup water
laugardagur, janúar 02, 2010
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)