Leita í þessu bloggi

sunnudagur, október 06, 2013

Langspil í kvöld og ljóð í strætó

Kæru félagar og áhugamenn um bloggmenningu! Ég er ekki nægjanlega dugleg að blogga, því fjárans facebookið hefur yfirhöndina. Það breytir því þó ekki að ef maður vill tjá sig um eitthvað er mesta pláss til þess hér. Twitter gefur manni 3 setningar, facebook hálfpartin krefst þess að það sé mynd eða vídeó eða linkur eða eitthvað skærlitað og "instant" sem fangar athyglina. Þeir sem enn geta lesið texta og haldið athyglinni lesa og skrifa blogg. Þessi færsla er þá fyrir þá. Að sjálfsögðu geta samt allir lesið og skrifað í dag, enn að minnsta kosti, en stundum finnst mér að fólk nenni því ekki og/eða gefi sér ekki tíma til þess. Ég er sjálf sek að því sama, þótt náttborðið mitt sé aldrei nakið, heldur hulið bókum. En allavega, í kvöld hefst Langspil, nýr þáttur sem ég stýri á Rás 2, og verður hann vikulega á sunnudagskvöldum klukkan ca. 19.30, eftir kvöldfréttir. Þar mun ég spila íslenska tónlist, nýja og gamla, og hlakka ég mikið til fyrsta þáttar í kvöld. Ég hef beðið með óþregju eftir að gera útvarpsþætti en það eru víst liðin 6 ár frá því ég gerði síðast þátt fyrir Rás 2. Síðan þá er búið að breyta öllu sem hægt er að breyta tæknilega, og ég er þessa dagana sveitt að læra á nýja tækni og nýjar græjur. Það er gaman, alveg ótrúlega gaman. Hér er heimasíða þáttarins: http://www.ruv.is/langspil/hljomurinn-fundinn Í öðrum fréttum. Það eru víst 2 ljóð eftir mig á ferðalagi í strætisvögnum Reykjavíkurborgar, og ómögulegt að halda utan um á hvaða ferðalagi þau eru. Það er lestrarhátið í borginni og liður í henni er Ljóð í leiðinni. Í öllum vögnum eru ljóð til að farþegum leiðist ekki og geti dundað sér við lestur. Það þarf semsagt ekki að gera annað en að taka strætó og þá er maður orðinn þátttakandi í ljóðahátíð. Hér er hægt að lesa heilmikið um lestrarhátíðina og Ljóð í leiðinni: http://bokmenntaborgin.is/

Engin ummæli: