Leita í þessu bloggi
laugardagur, maí 03, 2014
Sun Ra og Frank Zappa saman á Paddys í Keflavík!
Sumarrigning úti og ég þarf að fara í sund og gufu til að lagfæra stöðuna á hálsi og baki frá því á Rockville-hátíðinni í gær. Allt of margar góðar hljómsveitir og allt of lítil headbang-heilsa í gangi, svo ég reyndi að búa til nýja tegund af headbang-i, þar sem maður dúar í hnjánum upp og niður og heldur hálsinum beinum, en það gekk illa. svo ég held ég hafi misst mig aðeins í skelki í bringu í lokin og nú eru leiðindi í öxl, hálsi og baki. með betri kvöldum sem ég hef upplifað á Paddys, og áreiðanlega skrítnasta ball sem ég hef verið á þar með Skelknum. Þau eru þannig band, mér leið eins og ég væri að horfa á einhverja trúarleiðtoga úr annarri vídd sem bímuðu dansgólf í heilu lagi með sér aftur á sína plánetu. Ef Slelkur í Bringu voru aðeins eins og Sun Ra, nema pönkaðri, voru Caterpillarmen eins og Frank Zappa, nema ef hann hefði komið fram í Rokk í Reykjavík. Held ég geti sagt með mikilli vissu (og nokkrum þunga) að Caterpillarmen sé uppáhalds-hljómsveitin mín á Íslandi í dag. Ég ætla að missa af lokakvöldinu, sem er í kvöld, en þetta er dagskráin:
LAUGARDAGUR 3. MAÍ
21:00 - Íkorni
21:45 - Johnny And The Rest
22:30 - Eyþór Ingi og Atómskáldin
23:15 - Markús and the Diversion Sessions
00:00 - Mystery Boy feat. Mixed Emotions
01:00 - 04:30 - Diskótekið Mixed Emotions
Ég ætla að fara að taka litla rauða verkjapillu og labba svo í rigningu áleiðis í sund og gufu og hugsa svo málið, án þess að vita neitt mikið meira. Geri lokaorð einhvers lags með Skelki í bringu að mínum (eða eins og mér heyrðist þau vera í fallegum hávaða í gær): Allt er í rugli en ég er fín.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli