Stutta útgáfan:
Kötturinn pissaði framan í mig og skeit út allt rúmið. Ég hent'enni út og svaf á sófanum og vaknaði með ónýtt bak eftir 5 tíma svefn. Köttur flutti upp á eftri hæð. Köttur fór út að viðra sig og stakk af og hefur ekki sést síðan. Kenning: Kötturinn var flökkuköttur, og ómögulegt að vita hversu margar fjölskyldur hann sjarmar sig inn á. Er allavega ekki saknað úr húsunum á Klapparstíg. Ef til vill er hann ,,on a mission" að kúka í sem flest bæli á sem stystum tíma. Við erum bara eitt stutt stopp í lífi flökkukattarins. Hans verður saknað, en samt vil ég ekki eiga kúkakött.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli