Leita í þessu bloggi
laugardagur, júní 09, 2007
Kominn tími á langan og upplýsandi póst. Ég er búin að vera að gera alls kyns skemmtilega hluti síðan ég kom heim frá Barcelona aðfaranótt þriðjudags. Er að skrifa aðeins um ferðina. Hellvar spilaði á fyrstu tónleikunum sínum í langan tíma í gærkvöldi. Spiluðum með Skátum og Tommy Gun á Paddys. Það leit nú á tímabili ekki vel út fyrir meðlimi Hellvar því ásamt því að vera hljómsveitarmeðlimir eru þau einnig móðir og faðir Ólivers, sem er með hægðatregðu þessa dagana. Microlaxið sem við gáfum honum kickaði inn 10 mínútum áður en við áttum að spila, og þetta var mjög mikill og laglegur foss sem hann bjó til. Of miklar upplýsingar, kannski? Nee, þetta reddaðist. Honum leið betur á eftir og treysti sér til að fara í pössun upp á efri hæðina til litla Ólivers, Matta og Öldu og horfa á eina mynd á meðan foreldrarnir spiluðu. Hann vaknaði hins vegar eldhress í morgun og ég er að reyna að fá hann til að eta smá rúsínur. Vona að þetta lagist að sjálfu sér, því þetta er microlax-ævintýri númer 2 á 2 vikum. Enginn kúkur, foss, enginn kúkur, foss, sem sé....Af mér er það að frétta að ég er enn að reyna að finna mér skemmtilega vinnu til að vinna með freelance-skrifunum. Tveir möguleikar í stöðunni, og vona ég að annar hvor þeirra gangi upp. Ekki laust við að ég sé með snefil af head-bang harðsperrum eftir Skátagiggið í gær, en þeir eru tvímælalaust snillingar! Nýja platan æði, og ég mæli með því að þið verðið ykkur út um eintak. Grúví sjitt, og gott að sjá þá læv líka. Jæja, þá er það hinn vikulegi göngutúr í sjoppu að velja bland í poka. Síjú.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli