Leita í þessu bloggi

föstudagur, september 21, 2007



Hálftíma fyrir afmæli
Jæja, ég er ekkert að skrifa blogg á hverjum degi eins og sumir metnaðarfullir bloggarar sem virðast alltaf finna tíma. Síðustu dagar hafa verið á hlaupum og það harða-. Ég er annars nokkuð sátt við hve miklu ég hef afkastað af listanum og nú eru það einungis smá lokaverkefni eins og að skrifa tvo geisladiskadóma (fyrirhádegi morgun og laugardag), að fara í klippingu (morgun klukkan 13.00, Gel) kaupa afmælisgjöf fyrir Óliver (morgun) halda veislu (morgun, 18.15) og pakka niður (laugardag). Sunnudag: Fljúga til N.Y.C. sem ég skildi ekkert hvað var þegar ég var lítil og sá þessa skammstöfun á t-bol. Bar þetta fram ,,Nikk". Sá líka U.C.L.A. og bar fram ,,Ukla". Langaði soldið í Ukla-bol einu sinni, man það. Þetta var early-eighties þegar það var kúl að vera í gráum jogging-göllum með prenti framan á peysunni. Skömmu síðar kom pönkið og frelsaði mig og þá langaði mig ekkert í Ukla lengur.

mánudagur, september 17, 2007

Búin með svona einn þriðja. Óliver hannaði stórkostleg kort eftir kvöldmat í kvöld. Teiknaði mynd á öll kortin, mismunandi eftir því hver átti að fá það. Hann bauð tveimur stelpum í bekknum sínum og öllum strákunum. Held að önnur stelpan sé kannski skotin í honum. Stelpurnar fengu rauð kort og strákarnir græn. Hann er snillingur. Svo keypti ég ólívulauf og því fæ ég engar pestir sem eru samt að ganga um allt. Massaði tvö viðtöl, fór í spinning-tíma, samdi við LÍN...eitthvað fleirra líka. Nóg eftir fyrir morgundaginn samt af listanum mínum. Nú: Horfa á Raines. Á tvo þætti eftir af þeim sem eru á hinni stórkostlegu síðu http://www.tv-links.co.uk Elska þessa síðu.

sunnudagur, september 16, 2007

Jæja, þá er sunnudagskvöld. Ný vika að hefjast. Ekki beint verið aðgerðarlaus síðustu daga. Það hefur verið voða gaman að spila. Er þreytt, á eftir margt á einni viku þar til við förum út. M.a. gera tvo plötudóma, faxa út tech-sheet, rukka inn pening frá þeim sem skulda mér, fara með gítarinn minn í tónabúðina og láta stilla hálsinn svo hann skrolli ekki, syngja inná eitt lag, hringja í LÍN og semja um að greiða aukarukkun í áföngum, finna og kaupa einhverja afmælisgjöf handa Óliver, gera afmælisboðskort með Óliver og/eða hringja og bjóða einhverjum, fara í klippingu með mig og Óliver, stunda fullt af líkamsrækt til að vera í sem bestu formi, halda upp á afmæli Óliver á föstudaginn 21.sept, pakka niður, senda lokaímeil út, mixa rest af plötu og koma í hendur á mastergúrúinu mikla, brenna nokkur demó til að hafa með út til sýnis, hringja í Trevor, hringja í Tom, hringja í Rob, hringja í Cloé sem við gistum hjá úti fyrstu nottina. Jábbs, þetta ætti að hafast á viku.

þriðjudagur, september 11, 2007

ZAHNARZT - The Driver

Þetta er hljómsveitin sem Hellvar ætlar að spila með úti í Bandaríkjunum!

sunnudagur, september 09, 2007

Vissuði að ef maður leitar í google frænda að síðum sem fyrir kemur orðið "verstasta" þá koma upp 10 síður á islensku, en ef leitað er að síðum á vefnum án þess að tiltaka tungumál koma upp 1180 möguleikar. Flestir þeirra eru á finnsku, og því hlýtur "verstasta" að þýða eitthvað voða skemmtilegt á finnsku. Við nánari eftirgrennslan rakst ég á þýðingarforrit sem þýðir úr finnsku í ensku og hugsanlega þýðir orðið eitthvað sem tengist vinnustofu, eða þ.e.a.s. Workshop

Þetta er verstasta vinnustofa í heimi....

Ef hins vegar slegið er inn "vondasta" eru 73 síður í allt, og þar af 65 á íslensku. Þar er m.a. talað um vondustu lykt, vondustu lög, vondustu mynd, vondasta bandið, vondasta persónuleikaprófið, vondustu þjónustuna, vondasta brauðið og vondustu fiskamömmuna!?! Ekki minnst einu orði á vondustu tungu í heimi. æ og þegar ég reyni að slá inn "vondasta tunga í heimi" er ekkert til um það. Ef ég slæ inn HAM fæ ég endalausar síður um fokking West-Ham. Ef ég slæ inn trúboðasleikjarinn hvort heldur sem er á google frænda eða frænku hans you-tube er bara hlegið að mér. Textasíða Ham liggur niðri og það er hreinlega ekkert til á alheimsvefnum þar sem allt er til um Trúboðasleikjarann. Smá ögn bara um Ham á Wikipidiu langömmusystur. Hvað er að gerast? Hefur enginn áhuga á að halda úti aðdáendasíðu HAM eða hvað? Verð ég bara kannski að gera það sjálf?

Jæja, ef einhver skyldi leita að vondustu tungu í heimi á netinu þá sjá þeir allavega þessa síðu núna:

Þetta er vondasta tunga í heimi!

Og hér er komin aðdáendasíða:
http://thefansofham.blogspot.com/
Allir Ham-aðdáendur velkomnir og óskir um eitthvað sem þarf að hafa á HAM-síðu vel þegnar í kommenta kerfið.
Já.

föstudagur, september 07, 2007

Sit ég ekki bara hér, glaðvakandi klukkan tæplega þrjú að nóttu. Ætlaði bara aðeins að hlusta á Chris Cornell og kynna mér nýtt efni hans fyrir tónleikana á laugardaginn en nei....nú er ég í flashbakki að hlusta á Soundgarden-lög sem ég var búin að steingleyma að ég þekkti og er gjörsamlega að upplifa mig sem unglinginn sem ég var þegar þetta var spilað í útvarpinu. Shitt hvað herra Cornell syngur vel. Þegar ég var vakandi á nóttunni að hlusta á Soundgarden síðast munaði mig ekkert um að fara að sofa klukkan þrjú og vakna hálf-átta. Blés ekki úr nös við það. Nú er ég glaðvakandi í hausnum en kominn með bakverk af þreytu og vaki. 36 ára ung inní mér en 36 ára gömul í bakinu. Jömm og jæju (jamm og jæja í fleirtölu). Bakverkur er bara fyrir lúsera. Ég labba þá bara í vinnuna á morgun og verð hressi gaurinn. Þá gleymir bakið öllu af gleði.

miðvikudagur, september 05, 2007



Met skapandi og skemmtilegur dagur í dag hjá mér: Ég svaf aðeins í morgun eftir Ólivers-skólafylgd. Svo vöknuðum við og átum hollan graut. Elvar fór í skólann og ég gerði jóga. Svo bjó ég mér til orkusafa, og gekk svo upp í flugstöð (!!!). Síðan var grænmetistófúmatur. Svo gekk ég aðeins meir um Keflavík og fór í heimsóknir. Kom svo heim og tók upp lag og teiknaði og fór svo að lesa þar til ég sofnaði. Jójójó orkudagurinn mikli.

mánudagur, september 03, 2007

Áhugaverðustu mistök í prenntun á diski sem ég veit um: Einn af hugleiðsludiskum Friðriks Karlssonar sem heitir Töfrandi andrúmsloft, er til sölu í Skífunni. Einn starfsmanna var að leifa flughræddum viðskiptavini að hlusta á nokkra af diskum Friðriks til að velja róandi tónlist fyrir flugið. Diskurinn er látinn í og fyrsta lagið sem á að vera titillag plötunnar, hljómar. Þá heyrist hið ofvirka barnalag Royi Roggers með Halla og Ladda. Næsta lag: Minnkurinn í hænsnakofanum með Jónsa.... Og hvert barnalagið á fætur öðru. MJÖG róandi og gott í hugleiðslu.

sunnudagur, september 02, 2007

laugardagur, september 01, 2007

Jesús, hvað það var erfitt að komast í gegn um gærdaginn. En loks fékk ég smá orku, og fór með Óliver kl. átta í gærkvöldi að sjá Dýrin í Hálsaskógi og Grísina þrjá, og að lokum skelltum við okkkur á ljósmyndasýningu. Virkilega vel heppnuð byrjun á Ljósanæturgleði, en ég missti náttúrulega af alveg helling bara af því ég tók þessa vakt á ókristilega tímanum 5-11 um morguninn og varð soldið að sofa eftir það. Ég endaði kvöldið á því að hlusta á sjóinn og engisprettur hér og steinsofnaði loks djúpum og værum svefni sem hélst nær óslitinn til morguns. Nú er næsta barnvæna skemmtun Abbababb! sem byrjar klukkan 14.00 á sviðinu hjá Duus-húsi. Mæli ég með því fyrir alla, smáa sem stóra. Svo skilst mér að eitthvað sé um að vera í skrúðgarðinum, leiktæki og svona. Vona að ég nái svo að skrifa nokkra plötudóma á einhverjum tímapunkti í dag...Það væri sko gaman. Annars er núið líka bara fínt. Ljóni liggur við hlið mér í stofusófanum, Óliver og Helgi leika sér inni í herbergi og Elvar skrapp að kaupa gestabjór til að hafa á boðstólum fyrir gesti og gangandi. Hey, þarna kom hann til baka. En hvaða vindur er þetta eiginlega sem skekur hengirúmið okkar svo gluggarnir eru í hættu? Kannski er bara að koma haust eftir allt, og þá er tími hengirúmanna liðinn í bili.