Leita í þessu bloggi

sunnudagur, apríl 11, 2010

Víkingasafnið er nokkuð rólegt í dag, og því auglýsi ég eftir safnþyrstum gestum sem langar að kíkja á víkinga. Það var nefnilega fullt að gera í gær, portúgalir, skandínavískir læknar á ráðstefnu, kanar, bretar, íslendingar og allir skemmtilegir. Ég elska fólk, það er nú bara þannig. Ég elska líka þegar ég næ að setjast niður með bók og lesa í stað þess að hanga í tölvu. Það er bara svo margt að skoða á netinu, og ég er ekkert alltaf að hanga í einhverju heimskulegu facebook-drasli. Blogg eru góð, þá les maður hvað annað fólk í heiminum er að hugsa og pæla. Svo er google frænka alveg svakalega fín síða sem svarar hreinlega öllum spurningum í heiminum. Eins er wikipedia yndisleg vinkona mín. Ég hafði til dæmis hugsað mér að fara núna á eftir á wiki eða á imdb.com (internetmoviedatabase.com) og finna kórönsku myndina sem ég datt í seinni hlutann á í gærkvöldi á einhverri sænskri stöð. Horfði á hana til enda, með sænskum texta og skildi allt, og verð nú að kanna hvaða mynd þetta var. Mjög Murakami-ískur söguþráður, og ég hélt að hún væri japönsk, en elvar er semsé búin að fletta upp dagskrá gærdagsins á sænsku stöðinni og finna nafnið (man það ekki núna) og þá er eftirleikurinn auðveldur. Netið er safn upplýsinga og svo er það ímyndunarafl okkar og heilastarfsemi sem gerir nettíma manns áhugaverðan eða heiladauðan. Netið kemur þó ekki í staðin fyrir að lesa góðan texta úr gamaldags bók, og það ætla ég að gera í kvöld, og líka á eftir. Svo bara ætti ég að búa til system fyrir mig: Fyrir hverja klst. sem ég hef lesið heimspeki má ég fara í tuttugu mín. netið. Þá þarf ég að lesa og læra í 3 tíma fyrir klukkutíma af browsing-tíma. það er snjallt. held ég taki þetta upp....

1 ummæli:

Fljótur leið til að endurreisa þig með elskhuga þínum sagði...



Galdramyndir þínar til að giftast unnu mér. Vegna hjónabandar þinnar býð ég að ég er núna giftur. Takk a einhver fjöldi af Doc Hlutir. Ég skulda þér.Viltu samband við Doc ham Hér templeofanswer@hotmail.co.uk eða Whatsapp (+2348155425481)