Hudson, sweet Hudson. Eftir að hafa keyrt að nóttu til á þjóðvegum bandaríkjanna og stoppað á truckstoppum á miðnætti, finnst mér ég geta allt. Þreytt en kát. Á leið út að borða á Daba, kveðjumatur þar, því það er lokað á sunnudögum og á mánudagsmorgunn förum við. Fáum far til Albany og tökum Greyhound-rútu til Boston. Eins og segir í Billy Joel-laginu New York state of mind: "I'm taking a Greyhound, on the Hudson river line".
Adios!
2 ummæli:
Oh, the menu looks wonderful! Hvað fekkst þú í kvöldsmat?
Ferðu heim til íslands á morgun?
Miss you!
já, fer til íslands á morgun, flýg frá Boston. Ég fékk baby spinach salad og "special soup" sem er ekki á matseðlinum, köld thai-súpa. Allt á matseðlinum er gott, Daba er frábær staður!
Skrifa ummæli