Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, nóvember 22, 2011

Ég og óliver fórum á Þór ekki þrívídd áðan. Það var bara eitthvað svo yndislegt að vera laus við þessi ömurlegu gleraugu úr fésinu að ég naut myndarinnar í botn. Það þarf nú bara að fara að stræka á þetta bévítans 3D. Þór í 2D var í Smárabíói og þegar myndinni lauk löbbuðum við út á strætóstöð og ákváðum að vera ekkert að bíða heillengi eftir tvistinum (tuttuguogeitthvað mín. í hann) heldur tókum nr. 28 sem rúntaði aðeins í kópavogi og stoppaði svo í Hamraborg. Þar tókum við fjarkann á Hlemm og löbbuðum svo niður Laugaveg með viðkomu í stórmarkaði til að kaupa í matinn. Ég áttaði mig á því á þessu ferðalagi öllu saman, með skemmtilegasta einstaklingi í heimi, hvað það þarf alls alls ekki að eiga bíl. það er alltaf undantekningalaust leiðinlegra ef maður keyrir. Þá hefðum við labbað úr bíóinu út í bíl og keyrt heim, með viðkomu í stórmarkaði þar sem ég hefði hlaupið inn og valið í kvöldmatinn og óliver ekki nennt inn og setið í bílnum og hlustað á útvarpið. Við fengum í dag bæði bíóferð og fullt fullt af annarri samveru, með tilheyrandi heimspekilegum samræðum og fyndnum hugmyndum og hlátrasköllum. Ef einhverjum finnst leiðinlegt að vera í strætó, ætti hann bara að prófa að koma í strætó með mér og Óliver. Það er sko ekkert leiðinlegt við það! Hver vill kaupa bílinn minn?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En yndislegur dagur hjá ykkur :) Ætla sko að taka ykkur til fyrirmyndar í jólafríinu og væbblast með Ölmu í strætó :)

Anna Sigga

Heiða sagði...

já, það má gjarnan kópera þetta, enda er strætó alveg ótrúlega ævintýralegur, okkur óliver finnst það allavega!