Leita í þessu bloggi

laugardagur, nóvember 26, 2011

Woody Allen-myndin "Midnight in Paris" er kannski uppáhalds Allen-myndin mín, en auðvitað eru þær margar ótrúlega góðar. Ég og Elvar skelltum okkur í Bíó Paradís í gærkvöld, og það er allavega alveg örugglega skemmtilegasta kvikmyndahús Íslands. Ég er aðeins of ung til að hafa upplifað Fjalaköttinn, en þetta hlýtur að vera jafngott og það, ef ekki bara betra. Nú panta ég hérmeð að allir lesendur þessa bloggs sem ekki hafa enn prufað að fara á bíó í Bíó Paradís skelli sér fljótlega. Þar er nefnilega ekkert hlé, engar viðbjóðslega ömurlegar auglýsingar á undan, (spilaðar allt of hátt), hægt að kaupa almennilegt kaffi, kappútjínó, espressó og bara ú neim itt, og það er hægt að ábyrgjast að myndirnar sem eru sýndar þarna eru lang-flestar framúrskarandi. Ég er að íhuga að kaupa bara eitthvað svona árskort eða eitthvað, því svo er Bíó Paradís líka eina bíóið sem er rétt hjá heimili mínu, bara 7 mínútna gangur eða svo.....
En Woody Allen sem sagt, er að toppa sig í frábærlega sniðugu handriti, ásamt hinum venjulega skammti af ádeilu á "venjulega" fólkið. Þess má geta að Owen Wilson, aðalleikari myndarinnar, hjólaði næstum því á mig einu sinni þegar ég og Elvar vorum í Rómarborg. Ég er alveg svakalega ómannglögg og hefði ekki þekkt hann neitt, en Elvar kveikti. Við vorum að labba yfir gangbraut og mættum honum að hjóla yfir sömu gangbraut. Minnir að hann hafi sagt "sorry" við mig....Hann er góður í myndinni, sannfærandi sem bóhemískur rithöfundur sem hefur fengið drulluleið á öllu búllshittinu í kærustu sinni, vinum hennar og tengdó. 5 stjörnur frá mér, fyrir myndina, og Bíó Paradís fær 7 stjörnur af 5, fyrir að vera alveg rosalega æðislega frábært bíóhús sem ég elska af öllu hjarta!!!!!!!!!!!!!

2 ummæli:

Professor Batty sagði...

Another reason to return to Reykjavík! When I saw Mýrin in the old Regnboginn in 2006, the ads were most annoying! Midnight in Paris is a wonderful film, my favorite so far this year.

Heiða sagði...

You should def. come back, and I will join you in Bíó Paradís. It is a wonderful cinema, that sells coffee, cakes, beer, wine, and shows only good movies: http://bioparadis.is/