Leita í þessu bloggi
föstudagur, júlí 29, 2005
Fjúúú, hvað ég er mikil borgarstelpa í mér. Reykjavík er bara svo skemmtilegt. Það er meira að segja gaman að vera á röltinu í útréttingum í Reykjavík. Semja um skuldir, algjört stuð. Borga reikninga, ýkt gaman. Svo er fullt af skemmtilegum tónleikum á Innipúkanum framundan. Óliver að hanga með okkur hér í bænum. Vonandi fílar hann Cat Power og Blonde Redhead og svona. Ætlum bara að þvælast og sjá til hvernig stemmingin verður. Þátturinn minn er frá 1o annað kvöld, til 0300 um nóttina. Ég og Snorri erum frá 2200 til miðnættis, svo tek ég yfir. Þemað er sem fyrr segir kveðjur í ýmsum myndum: Good-morning, -day, -evening, -night, Goodbye, Hello,So long, Hey,...o.s.frv.
fimmtudagur, júlí 28, 2005
Annar þáttur Næturvarðarins, sem er næstk. laugardag, hefur þemað "kveðjur", og vel væri við hæfi að fólk finndi lög með orðum eins og halló, bless, góðan dag, góða nótt, og svo frv. Hugmyndir vinsamlegast hér í comment, eða senda mér póst á naeturvordurinn (at) ruv.is. Svo spilar Hellvar víst á Innipúkanum, klukkan sirka 4:30 á sunnudeginum, ekki víst hvenær ég kemst næst í tölvu, er á faraldsfæti þessa helgi sem oft áður, og því auglýsi ég þetta núna. Allir að mæta, Hellvar er ýkt skemmtileg sko.
þriðjudagur, júlí 26, 2005
mánudagur, júlí 25, 2005
aftur komin í sveitasæluna á laugarvatni. það er ekkert lát á hita og sól og allir orðnir mjög dökkir á hörund. það er fyndið að koma heim frá þýskalandi til íslands og byrja á því að ná sér í brúnkuna sem ekki náðist í í berlín sökum rigninga. maggi og anna komu í heimsókn á laugarvatn í gær, og við færðum grillið niður að vatni og grilluðum hamborgara fyrir utan gufubaðið. við erum farandsverkagrillarar.
laugardagur, júlí 23, 2005
Jáh, ég sit hér og horfi yfir borgina í kvöldsólinni. Er að bíða eftir að klukkan verði tíumínúturyfirtíu og Næturvörðurinn fari í loftið, enn á ný. Ég ætla að vera með velkomið-þema, bjóða fólk velkomið að viðtækjunum með því að spila lög sem innihalda orðin velkomin(n), welcome, wilkommen, og bienvenu. Ef lesendur mínir sjá þetta í tíma, þá geta þeir sent póst á 123 at ruv.is og komið með uppástungur að lögum. Annars er ég bara pínu stressuð, vona að öll tæknimál rifjist upp fyrir mér jafnóðum, en það hlýtur bara að vera. Partýzone-gæjarnir eru í geggjuðu stuði að vanda. Ég er glöð að vera að byrja aftur.
þriðjudagur, júlí 19, 2005
Sko, ég átti svona ofur-íslenska reynslu áðan. Þannig er að ég þurfti að húkka mér far á Laugarás, til að fara til læknis. Fyrsti bíll sem stoppaði var kennari sem kennir íslenku og dönsku, prýðiskall, og gaman að spjalla. Næst stoppuðu 4 konur sem voru að vinna á Geysi og allar ofurhressar og voru afar glaðar að taka upp puttaling. Svo stoppaði hestamaður sem var að blasta Björk í bílnum sínum, ansi hressilegur og þetta var allt svo íslenskt og náttúrulegt og skemmtilegt. Ég hélt að það yrði nú varla meira íslenskt en þetta, og var ég líka komin til Laugaráss, en nei. Það sem toppaði þessa íslandsreynslu var að Reynir Pétur sat á biðstofunni, og var hinn hressasti. Spjölluðum við um hesta, tölvur, og sci-fi-myndir, og hann er algjör snillingur! Gerir að gamni sínu til hægri og vinstri. Jájá, einhvern veginn efast ég um að ég hefði hitt allt þetta fólk og spjallað við það og skemmt mér svona vel ef ég hefði verið að ganga Austurstræti. Svona er nú sveitin frábær.
mánudagur, júlí 18, 2005
Það er semsagt liðin vika án nokkurs bloggs, og er það nú ekki gott. En mér til varnar get ég sagt að lungan úr þessari viku var ég veik, og svo var tölvan eitthvað lasin líka. Ekki stabílt netsamband, alltaf að detta út og þá þarf að rístarta til að fá aftur inn netið. Þetta er nú samt að lagast eitthvað og flensuna hef ég ráðist á með slímlostandi freiðitöflum, fúkkalyfjum og einhverju hóstasafti sem hafa þær aukaverkanir að hendur mínar skjálfa eins og í áttræðu gamalmenni. Jájá, en slímið er að fara. Þetta er soldið eins og í hryllingsmynd, slímið er að yfirgefa líkama minn eftir að hafa gert mig að hýsli sínum...úúúúú. Hvað um það, að öðru merkilegu. Við gengum á Þorbjörn í gær, Elvar, Óliver og ég. Fyrsta fjallgangan hans Ólivers, og það var vel af sér vikið, því það reyndi smá á. Fjallageitur eins og Dr. Gunni hlægja samt áræðanlega, en þetta var afrek á okkar mælikvarða. Það var sko ættarmót undir rótum Þorbjörns, sem er rétt utan við Grindavík. Allt fór vel fram og nú á ég óljósar myndir í kollinum af fullt af ættingjum sem ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti. Ég er svo hrikalega ómannglögg að ég man nú fæst andlitin, en það er notalegt að vita af einhverju fólki úti í bæ sem eru í sömu ætt og maður sjálfur.
Svo er Næturvörðurinn að fara af stað. Fyrsti þáttur eftir árshlé er næsta laugardag, og þema hans er Velkomin/Welcome/Willkommen/Bienvenu..Semsagt þáttur sem býður fólk velkomið að viðtækjunum. Ég er farin að hlakka til, undarlega ávanabindandi að fást við dagskrárgerð fyrir útvarp...jú-hú!
Svo er Næturvörðurinn að fara af stað. Fyrsti þáttur eftir árshlé er næsta laugardag, og þema hans er Velkomin/Welcome/Willkommen/Bienvenu..Semsagt þáttur sem býður fólk velkomið að viðtækjunum. Ég er farin að hlakka til, undarlega ávanabindandi að fást við dagskrárgerð fyrir útvarp...jú-hú!
mánudagur, júlí 11, 2005
haldiði að ég hafi ekki bara náð mér í íslenska flensu við heimkomuna! Ég er enn meðana, en aðeins skárri akkúrat núna, samt bara búin að sofa og lesa og sofa og lesa í gær og í dag. Hiti og hálsbólga og kveeeeeeeeef. jökk. Morgundagurinn hlýtur að verða betri. Vantar að komast í Reykjavík og útrétta og svona.
laugardagur, júlí 09, 2005
föstudagur, júlí 08, 2005
Ég er komin heim til Íslands, en er ekkert búin að fara út ennþá. Bara hlaupa úr flugvél í bíl, og úr bíl og inn í hús. Veit ekki hvort ég þori...Verð nú að taka smá labb og þefa af íslensku súrefni. Vatnið er ekkert búið að versna. Bensínlítrinn hækkaði. Mjólk er enn hægt að fá á mun lægra verði en í Berlín, en mér skilst að restin af mat sé samt dýrari. Óliver er guðdómlegur. Hann svaf á milli okkar í nótt og vakti okkur með hinni óbrigðulu setningu: ,,Mamma þú mátt koma á fætur núna, sjáðu, (dregur gardínu frá glugga), það er ekki nótt lengur". Ég er enn að fatta að við erum flutt til baka, líður eins og ég sé bara að stoppa í viku. En þetta kemur...verð að fara í labbitúr, þá slettist raunveruleikinn í formi rigningar og kulda framan í mig.
þriðjudagur, júlí 05, 2005
Íbúðinni skilað í gær, og ekki laust við að ég sakni Belforterstrasse 18. Fengum inni hjá vini okkar frá Póllandi sem heitir Bartek, og hann, eins og allir aðrir Pólverjar sem ég hef kynnst, er fáránlega gestrisinn. Hann tók ekki annað í mál en að leifa okkur að sofa í fína rúminu sínu, og sefur sjálfur hjá vini sínum. Svo ætlar hann að elda pólska veislumáltíð fyrir okkur annað kvöld, mmm hlakka til. Erum að fara í stúdíó núna á eftir, þýski vinur okkar hann Tobias ætlar að nota okkur sem lokaverkefni í upptökuskólanum sínum. Var svo búin áðí í gær eftir annað moskítóbit og antíofnæmispillu, að ég gat varla labbað. Reyndi að labba en gafst upp. Elvar fór því einn á tónleika vina okkar, og þar var kalifornísk hljómsveit líka að spila. Þeim vantar trommara í tónleikaferðinni sinni, og treysta þau alltaf á að finna einn sem spilar á trommur á hverjum stað. Sá sem hafði boðist til tromms í gær kláraði batteríin í tveimur lögum, og þau spurðu því yfir hóp tónleikagestanna hvort einhver spilaði á trommur. Elvar bauð sig fram, og spilaði restina af gigginu með þeim, allt lög sem hann hafði aldrei heyrt áður!!! Þau gáfu honum disk og bol að launum, og voru hæstánægð með framistöðuna. Hljómsveitin heitir Cancel. Gamanaþessu.
Hellvar spilar á Hotelbar, Zionskierchestr. 5 í kvöld. Hellvar spielt am Hotelbar heute Abend. Hellvar plays tonight in Hotelbar
Hellvar spilar á Hotelbar, Zionskierchestr. 5 í kvöld. Hellvar spielt am Hotelbar heute Abend. Hellvar plays tonight in Hotelbar
mánudagur, júlí 04, 2005
Live8 búið, og við erum búin að vera að glápa á allt sem var sýnt og endursýnt og endur-endursýnt, svo við erum búin að ná öllu markverðasta. Núna síðast rétt áðan og er enn, er Roxy Music með Brian Ferry. Djö...snillingar, enn jafn góð rödd, enn flottur á sviði, enn með hár og bara örfáar hrukkur. Það er annað en "snillingarnir" í Mötley Crew sem Elvar lýsti ansi skemmtilega: "það er eins og þeir hafi farið inn í skáp og étið ógeðslega mikið af hamborgurum og ekkert farið í bað síðan in þí eitís, og svo eru þeir ennþá í sömu rokkgöllunum, en passa ekkert í þá lengur". Kannski hafa þeir líka gleymst bara í einhverju rokkpartýi seint á níunda áratugnum, og eru búnir að vera að djúsa síðan þá. Já, svo var allt dótið sem sýnt var frá Hyde Park frábært. Fílaði Sting, Who, Paul Macartney og Pink Floyd rosalega vel. Pink Floyd voru hreinlega yfirnáttúrlega góðir, miklu betri heldur en á plötunum sínum sem þeir spiluðu inná fyrir 30 árum eða svo. Alveg ótrúlegt. Svo sáum við líka Brian Wilson, og greyið gleymdi textanum í God only knows. Hann hefur nú ekki elst nógu vel, kallinn. Skrudda er að tala um að söngvarinn í A-ha hafi staðið sig illa, en hann hljómar allavega vel í Þýskalandi, ekkert falskur í okkar sjónvarpi. Stevie Wonder líka fínn enn, og Schissor Sister dáldið hressileg. Linkin fokkin Park hins vegar fáránlega léleg og leiðinleg hljómsveit. Líka Dave Matthews, aldrei skilið hvað er svona merkilegt við hann. Þegar upp er staðið: Pink Floyd bestir, Sting svo, svo Roxy Music, og svo Who og Paul. Restin fín, en ekkert svona vá....
föstudagur, júlí 01, 2005
Í gær var stór dagur hjá mér og Elvari. Við komum fram í leikhúsi og sungum fimmundaraddað "Krummi svaf í klettagjá", öll erindin, a capella. Þetta var á kvöldi sem er einu sinni í mánuði og nefnist "tod des monats", eða dauði mánaðarins og leikstjórinn býr til dagskrá sem inniheldur stutta einþáttunga, tónlist og viðtal við einhvern úr dauðabransanum (í gær var það starfsmaður kirkjugarðs). Leikstjórinn sá Hellvar spila á tónleikum og vildi fá okkur til að flytja eitthvað íslenskt lag sem dauðinn kæmi fyrir í. "Krummi svaf í klettagjá" kom fyrst upp í hugann, en þar er krummi í upphafi nær dauða en lífi af kulda og hungri, og finnur svo dauðann sauð og bjargar lífi sínu og hinna krummanna með því. Ég útskýrði textann áður en við sungum, á ensku reyndar, ekki þýsku, en það virkaði bara vel. Allir voru rosalega hrifnir, og ég verð að segja það að elvar stóð sig glæsilega, en þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur fram sem söngvari, og fyrir vikið var þetta ennþá sérstakara. Annars var kvöldið allt fremur viðburðarríkt: Kirkjugarðsstarfsmaðurinn fraus fyrir framan áhorfendur og sagði bara "Ég get þetta ekki" og hljóp af sviðinu. Píanóleikarinn var fljótur að hugsa og skellti sér bara í einn jarðarfararmars meðan verið var að róa grafarann niður, svo allir héldu að þetta ætti að vera svona. Svo féllst hann á að koma örstutt upp á svið með öðrum leikara og svara bara spurningum. Maðurinn sem fann upp gerfigreindina, tölvusérfræðingurinn Alan Turing, var næstur á svið og talaði um tölvumál, en hann drap sig í júní 1954. Kvöldið endaði á völdum atriðum úr óperunni "Rigoletto" flutt af leikbrúðum sem voru búnar til kvöldið áður úr sorpi og rusli, allgjör súrrealismi og náttúrul. á þýsku eins og allt, og því skildum við helmingi minna, en þetta var gaman og svo hlupum við út í nóttina. Á leiðinni heim sáum við 3 gleðikonur, og er það í fyrsta skipti sem við verðum vitni að vændi á götum úti hér, en vændi er löglegt. Okkur fannst athyglisvert að þær eru með peningapunga um mittið, eins og þjónar eru oft með, til að geta gefið til baka....Elvar fór bara heim, en ég kom við á tónleikum Egils Sæbjörnssonar á Kaffee Burger. Hann stóð sig með prýði, og rúmlega miðnætti dreif ég mig svo líka.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)