Jæja. Undur og stórmerki gerast. Ég á frí í dag. Engar skuldbindingar whatsoever, nema ef væri að laga svolítið til í ruslahaugnum okkar, sem við kjósum að kalla heimili. Náði að grafa mér leið að morgunverðarborðinu OG hellunum og gera hafragraut fyrir fjölskylduna í svona síðbúinn morgunmat. Held ég sé að ala barnið upp í góðum bóhemískum siðum, frekar að borða brunch en breakfast/lunch, o.s.frv. Óliver er búinn að vera einstaklega skemmtilegur, enda hefur hann verið svo mikið að þvælast með okkur foreldrunum um allt. Hefur mætt á fundi og ráðstefnur V.G., verið með pabba í leikhúsinu og bara mikið aksjón verið í gangi.
Í fyrradag þreif ég bílinn á prýðilegri al-sjálfvirkri þvottastöð á Aðalstöðinni í Keflavík (topp-aðstaða, og ódýrt) og þurrkaði rykið innanúr, gerði eiginlega allt nema að ryksuga, nennti því ekki.
Í gær var komið að því að þrífa sjálfan sig að innan jafn sem utan, svo ég skellti mér í Laugar, og prufaði langan lista af heitum böðum og gufum og hvað eina. Þetta er sko eitthvað sem ég væri til í að gera lágmark einu sinni í mánuði, spurning hvort það væri ekki snjallara hjá þeim að hafa þetta helmingi ódýrara og þá kæmi fólk oftar. Kostar núna 3800kr. og ég kæmi einu sinni í mánuði ef ég þyrfti að borga t.d. 2000kr.
Í dag er það svo íbúðin sem þarf þrif. Þá eru það skrif sem liggja fyrir. Reyna að fá sig birta í einhverjum blöðum. En allt hefur sinn tíma og fyrst: Kaffi!
Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Óliver fékk gubbupest, og var kalt, með hita og heima í leikskólanum einn dag. Nú er hann í fullu fjöri einhvers staðar að leika ninja-kall með sverð, þrífork og grímu og ógeðslegar gerfitennur, en ég fékk pestina hans og er að passa hana heima. Reyndar ekki gubb í minni útgáfu, heldur bara svæsinn magaverkur og kalt, líklega smá hiti. Elvar í vinnu, Óliver í leikskóla, það er öskudagur, og ég er í keng. Hmm. Ég sem ætlaði að vera galdranorn í dag, en verð ég þá ekki bara að gera það á morgun? Ég borðaði nú bollur á sunnudag og þriðjudag, ekkert á sjálfan bolludaginn. Það hlýtur að vera í lagi að taka öskudaginn degi of seint? Í fyrra var ég vampíra, og mætti þannig uppí útvarp. Man ég var eina "fullorðna" í búning þann daginn í Efstaleitinu.
mánudagur, febrúar 19, 2007
Þetta eru alveg doldið margar spurningar, en skemmtilegar eru þær. Fékk þær hjá Láru.
1. Það er dinglað hjá þér tvö að nóttu. Hver myndir þú vilja að það væri? David Bowie, sem vantar sófa til að gista á og rafhljómsveit til að gera með sér plötu.
2. Yfirmaður þinn segir að hann muni veita þér launahækkun ef ..? ...ég held áfram að vera svona skemmtileg?
3. Þú í hnotskurn? Hneta.
4. Hefur þú séð draug? Ég veit það ekki.
5. Ánægður með líkama þinn? Mjög.
6. Ég myndi flytja til Akureyrar ef...: ...allir í fjölskyldunni fengju áhugaverðar og skapandi vinnur og góða skóla, og draumahúsnæði á góðum kjörum.
7. Staður sem þú hefur búið á og saknar: Berlín, London, Marseille, Reykjavík,
8. Vinna sem þú myndir aldrei starfa við, sama hvað þú fengir borgað: Vændiskona, klámmyndaleikkona, súludansari, verðbréfasali, eitthvað starf fyrir sjálfstæðisflokkinn...
9. Hljómsveit sem þér fannst "cool" þegar þú varst 13: David Bowie, U2, Smiths, Prince & the Revolution, Foreigner, Beatles, Queen,
10. Þú vaknar upp eftir slæma martröð, í hvern myndir þú hringja? Mömmu.
11. Langar þér að eignast börn fyrir þrítugt? Mig langaði ekki að eignast barn fyrir þrítugt, svo eignaðist ég eitt sama ár og ég varð þrítug. Það var fínn tími, bara.
12. Sterkasta minningin þín úr framhaldsskólanum: Allt tengt leikfélaginu, og það tónlistarbrölt sem hljómsveitin Útúrdúr fékkst við. T.d. leðjumyndbandið fyrir Annir og Appelsínur, það var skemmtilegt að gera það.
13. Einhvern tímann verið ástfangin af maka vinar? Nei.
14. Mesta prakkastrik sem þú hefur gert í vinnunni? Æ, kann ekki að gera nógu töff prakkarastrik.
15. Hvorum foreldra þínum líkist þú meira, móðir eða föður? Hmm, er ég nokkuð lík neinum í heiminum? Sumir segja þó að ég sé með augnsvipinn úr föðurættinni minni. En inní mér er ég alveg "unique"
16. Eitthvað sem þú hefur alltaf viljað læra að gera: Fljúga, er enn að bíða eftir því að það vaxi á mig vængir.
17. Ennþá vinur fyrrverandi maka? Jájá, auðvitað.
18. Hvar myndir þú vilja vera eftir 10 ár: Alveg sama, bara enn að gera tónlist og með góðu sætu fjölskylduna mína í kring um mig.
19. Eitthvað sem þú lærðir um sjálfan þig á þessu ári(2006): Lærði að ég get áreiðanlega fleira en ég hélt ég gæti.
20. Hvað langar þig í í afmælisgjöf? Niðurgreiðslu skulda.
21. Nefndu þrjá hluti sem þú gerðir í dag? Tók til smá, slæptist, talaði í símann, pússaði spegilinn á baðinu, hlustaði á Ladda með Óliver, fann til mikið af þýskri tónlist, las póst, slúður og bloggaði á netinu.
22. Það síðasta sem þú verslaðir fyrir þig? klippingu.
23. Er eitthvað hangandi undir baksýnisspegilnum í bílnum? Tveir lafandi stórir eyrnalokkar sem við Elvar höfum fundið á víðavangi, glitrandi og fínir.
24. Hvað fékkstu þér í morgunmat? Kaffi, sirjós, banana.
25. Hver í kringum þig er með flestu húðflúrinn: Vó, Thelma er með 2, ætli það séu ekki flest. Nei heyrðu, ég þekki Sigga Pönk, hann er með alveg böns.
26. Hvað sefur þú að jafnaði í marga klukkutíma á sólahring? 8-9, ef ég sef minna er ég þreytt og viðkvæm.
27. Hefur þú einhvern tímann verið bundinn? Tja, er maður ekki alltaf bundinn einhverju eða einhverjum? Heitbundin Elvari, til dæmis.
28. Hvað hefðir þú frekar vilja vera gera þessa stundina? Ég er nú á leiðini út að labba, og svo ætla ég að ná í Óliver.
29. Hvaða nafn kemur fyrir fremst í símaskránni þinni? Addi Sólstafir.
30. Hvenær varstu síðast vitni af slagsmálum? Á síðasta ári, vóvóvó, það var rosalegt :-)
31. Hvaða áfenga drykk drakkstu þú síðast? Bjór, í boði Partyzone.
32. Finnst þér gott að láta toga í háríð þitt? Já, ágætt, er allavega ekkert hársár.
33. Nefndu þrjá staði sem þú myndir vilja ferðast til: Berlin, New York, Tokyo.
34. Ertu góð/ur á skautum? Neeei, ekkert spes.
35. Hvað finnst þér um BRAD PITT? Allir sætir leikarar eru ekkert sætir að mínu mati, Brad Pitt er einn af þeim, og ég man ekki einu sinni eftir neinni mynd sem hann leikur í í augnablikinu. Er meira fyrir skrýtna leikara og eftirminnilega, eins og Steve Buschemi, sem er minn uppáhalds.
36. Hvaða litur er á táneglunum þínum? Stundum rauður eða svona silfurglimmer, en í dag náttúrulegur, ljósrauðbrúnn.
37. Við hvern talaðir þú síðast við í síma? Gunna.
38. Átt þú eitthvað með hauskúpu á? Nei, því miður.
39. Hefur þú ferðast mikið innanlands? Allt of lítið, á það eftir.
40. Síðasta mynd sem þú sást? Billie Elliot, sá hana á vídeó alveg nýlega, og skældi smá.
41. Hvar varst þú þegar þú fékkst fyrsta kossinn? Einhversstaðar eitthvað að gelgjast.
42. Síðasta spil sem þú spilaðir? Uno við Óliver.
43. Hefur þú fengið glóðarauga? Mig minnir það.
44. Á hvaða videoleigu ferð þú helst á? Kompu-vídeóleiguna sem ég starfræki sjálf.
45. Hefur þú gengið í sokkabuxum? Já, er í svörtum, þykkum, ullar núna í dag.
46. Þekkir þú einhvern sem er í fangelsi? Nei.
1. Það er dinglað hjá þér tvö að nóttu. Hver myndir þú vilja að það væri? David Bowie, sem vantar sófa til að gista á og rafhljómsveit til að gera með sér plötu.
2. Yfirmaður þinn segir að hann muni veita þér launahækkun ef ..? ...ég held áfram að vera svona skemmtileg?
3. Þú í hnotskurn? Hneta.
4. Hefur þú séð draug? Ég veit það ekki.
5. Ánægður með líkama þinn? Mjög.
6. Ég myndi flytja til Akureyrar ef...: ...allir í fjölskyldunni fengju áhugaverðar og skapandi vinnur og góða skóla, og draumahúsnæði á góðum kjörum.
7. Staður sem þú hefur búið á og saknar: Berlín, London, Marseille, Reykjavík,
8. Vinna sem þú myndir aldrei starfa við, sama hvað þú fengir borgað: Vændiskona, klámmyndaleikkona, súludansari, verðbréfasali, eitthvað starf fyrir sjálfstæðisflokkinn...
9. Hljómsveit sem þér fannst "cool" þegar þú varst 13: David Bowie, U2, Smiths, Prince & the Revolution, Foreigner, Beatles, Queen,
10. Þú vaknar upp eftir slæma martröð, í hvern myndir þú hringja? Mömmu.
11. Langar þér að eignast börn fyrir þrítugt? Mig langaði ekki að eignast barn fyrir þrítugt, svo eignaðist ég eitt sama ár og ég varð þrítug. Það var fínn tími, bara.
12. Sterkasta minningin þín úr framhaldsskólanum: Allt tengt leikfélaginu, og það tónlistarbrölt sem hljómsveitin Útúrdúr fékkst við. T.d. leðjumyndbandið fyrir Annir og Appelsínur, það var skemmtilegt að gera það.
13. Einhvern tímann verið ástfangin af maka vinar? Nei.
14. Mesta prakkastrik sem þú hefur gert í vinnunni? Æ, kann ekki að gera nógu töff prakkarastrik.
15. Hvorum foreldra þínum líkist þú meira, móðir eða föður? Hmm, er ég nokkuð lík neinum í heiminum? Sumir segja þó að ég sé með augnsvipinn úr föðurættinni minni. En inní mér er ég alveg "unique"
16. Eitthvað sem þú hefur alltaf viljað læra að gera: Fljúga, er enn að bíða eftir því að það vaxi á mig vængir.
17. Ennþá vinur fyrrverandi maka? Jájá, auðvitað.
18. Hvar myndir þú vilja vera eftir 10 ár: Alveg sama, bara enn að gera tónlist og með góðu sætu fjölskylduna mína í kring um mig.
19. Eitthvað sem þú lærðir um sjálfan þig á þessu ári(2006): Lærði að ég get áreiðanlega fleira en ég hélt ég gæti.
20. Hvað langar þig í í afmælisgjöf? Niðurgreiðslu skulda.
21. Nefndu þrjá hluti sem þú gerðir í dag? Tók til smá, slæptist, talaði í símann, pússaði spegilinn á baðinu, hlustaði á Ladda með Óliver, fann til mikið af þýskri tónlist, las póst, slúður og bloggaði á netinu.
22. Það síðasta sem þú verslaðir fyrir þig? klippingu.
23. Er eitthvað hangandi undir baksýnisspegilnum í bílnum? Tveir lafandi stórir eyrnalokkar sem við Elvar höfum fundið á víðavangi, glitrandi og fínir.
24. Hvað fékkstu þér í morgunmat? Kaffi, sirjós, banana.
25. Hver í kringum þig er með flestu húðflúrinn: Vó, Thelma er með 2, ætli það séu ekki flest. Nei heyrðu, ég þekki Sigga Pönk, hann er með alveg böns.
26. Hvað sefur þú að jafnaði í marga klukkutíma á sólahring? 8-9, ef ég sef minna er ég þreytt og viðkvæm.
27. Hefur þú einhvern tímann verið bundinn? Tja, er maður ekki alltaf bundinn einhverju eða einhverjum? Heitbundin Elvari, til dæmis.
28. Hvað hefðir þú frekar vilja vera gera þessa stundina? Ég er nú á leiðini út að labba, og svo ætla ég að ná í Óliver.
29. Hvaða nafn kemur fyrir fremst í símaskránni þinni? Addi Sólstafir.
30. Hvenær varstu síðast vitni af slagsmálum? Á síðasta ári, vóvóvó, það var rosalegt :-)
31. Hvaða áfenga drykk drakkstu þú síðast? Bjór, í boði Partyzone.
32. Finnst þér gott að láta toga í háríð þitt? Já, ágætt, er allavega ekkert hársár.
33. Nefndu þrjá staði sem þú myndir vilja ferðast til: Berlin, New York, Tokyo.
34. Ertu góð/ur á skautum? Neeei, ekkert spes.
35. Hvað finnst þér um BRAD PITT? Allir sætir leikarar eru ekkert sætir að mínu mati, Brad Pitt er einn af þeim, og ég man ekki einu sinni eftir neinni mynd sem hann leikur í í augnablikinu. Er meira fyrir skrýtna leikara og eftirminnilega, eins og Steve Buschemi, sem er minn uppáhalds.
36. Hvaða litur er á táneglunum þínum? Stundum rauður eða svona silfurglimmer, en í dag náttúrulegur, ljósrauðbrúnn.
37. Við hvern talaðir þú síðast við í síma? Gunna.
38. Átt þú eitthvað með hauskúpu á? Nei, því miður.
39. Hefur þú ferðast mikið innanlands? Allt of lítið, á það eftir.
40. Síðasta mynd sem þú sást? Billie Elliot, sá hana á vídeó alveg nýlega, og skældi smá.
41. Hvar varst þú þegar þú fékkst fyrsta kossinn? Einhversstaðar eitthvað að gelgjast.
42. Síðasta spil sem þú spilaðir? Uno við Óliver.
43. Hefur þú fengið glóðarauga? Mig minnir það.
44. Á hvaða videoleigu ferð þú helst á? Kompu-vídeóleiguna sem ég starfræki sjálf.
45. Hefur þú gengið í sokkabuxum? Já, er í svörtum, þykkum, ullar núna í dag.
46. Þekkir þú einhvern sem er í fangelsi? Nei.
sunnudagur, febrúar 18, 2007
Jæja, þetta fór nú svona. Er ekkert rosalega tapsár, þar sem Eiríkur Hauksson er snillingur og eðaltöffari. Það má segja að Eiki sé einn allrabesti rokksöngvari sem við höfum átt hér á Íslandi. Það er rosalega gott að Íslendingar hafi kosið alvöru-lag með alvöru flytjanda, en keppnin hefur soldið snúist út í keppni um besta sjóvið. Það er semsagt gott lag, en ekki bara gott sjó sem vann. Áfram Eiki Hauks sem er alvöru töffari!
laugardagur, febrúar 17, 2007
miðvikudagur, febrúar 14, 2007
Takk fyrir þátttökuna í Blóð-lögum. Blóð-þema Næturvarðarins, hugmyndin frá Bubba Morthens, frestast því miður um viku, til 24.02, og því hafa allir meiri tíma til að láta sér detta í hug lög. Ágúst Bogason verður Næturvörður næstkomandi laugardagskvöld, júróvisjónkvöldið, en það er auðvitað betra að hafa einhvern við stjórnvölinn þetta kvöld, sem getur tekið við óskalögum. Það er nefnilega næsta víst og mjög eðlilegt að hlustendur vilji heyra uppáhalds-júrólögin sín, erlend sem innlend, á þessu lokakvöldi undankeppninnar. Þetta er hið besta mál og því tek ég við blóð/blood/bleed- hugmyndum alveg fram yfir næstu helgi. Annars allt gott. Ég dansa bara um og hef gaman af lífinu. Hlakka til laugardagsins.
mánudagur, febrúar 12, 2007
Ferskeytlan um gömlu sokkana hefur vonandi ornað ykkur á tánum nógu lengi. Nú er mánudagur, nokkur hressleiki farinn að gera vart við sig hjá mér eftir stappaða helgi, og ævintýri vikunnar framundan farin að kitla. Um helgina fór ég á Abbababb tvisvar (forsýningu og frumsýningu), og verð hér með að gefa þeirri sýningu fullt hús stiga. Það kviknaði bara á barninu í mér og er alls ekki slokknað á því enn, og ég tel niður mínúturnar þar til ég get farið aftur. Einnig spilaði ég á voðalega fínni árshátíð, fékk að velja lög sjálf og fyrir valinu urðu fimm lög: All I've got to do - Beatles, Don't let me down - Beatles, La det Svinge - Bobbysocks, J'aime la vie - Sandra Kim og Tangó - Heiða. Þetta lagaval rann ljúft niður með aðalréttinum hjá fólkinu, og var ég ótrúlega glöð að heyra að fólk söng með, bæði í Don't let me down og í La det svinge. Næturvörðurinn var skemmtilegur á laugardagskvöld og mikið hringt. Ég get hér með tilkynnt að fyrri hlutinn verður tekinn upp næsta laugardagskvöld, sökum júróvisjónkeppninnar, og verður þemað BLÓÐ, en það er hugmynd að þema frá engum öðrum en Bubba Morthens.
Blóð-lög næsta laugardag, í boði Bubba Morthens, og nú vil ég sjá fullt af hugmyndum í kommentakerfið hér fyrir neðan!
Blóð-lög næsta laugardag, í boði Bubba Morthens, og nú vil ég sjá fullt af hugmyndum í kommentakerfið hér fyrir neðan!
fimmtudagur, febrúar 08, 2007
Þetta er ferskeytla um gamla sokka sem Óliver fann undir skáp:
Aldnir sokkar undir skáp
í óhreina tauið seinir
Þorrið er allt þeirra táp
Því þeir eru óhreinir
Ef henni er breytt aðeins er hægt að búa til hringhendu, en þá detta stuðlar og höfuðstafir aðeins út. Þetta er fyrsta hringhenda sem ég smíða, og fyrir þau sem ekki átta sig á því hvað hringhenda er: Það er vísa sem hægt er að lesa fram og aftur á bak.
Sokkaparið undir skáp
óhreina í tauið seinir.
Farið er allt þeirra táp,
því þeir eru óhreinir.
...og...
Óhreinir eru þeir, því táp
þeirra allt er farið.
Seinir tauið í óhreina, skáp
undir, sokkaparið.
Já, þetta er nú ekki fullkomin ferskeytla hjá mér, og aðal-gallinn er sá að sokkaparið er í hvorugkyni og stýrir samt sem áður kk-mynd af lýsingarorðunum seinir og óhreinir...En ef maður gefur sér að lesendur hugsi sér að sokkapar geti líka verið sokkar (svona yfirfæri orðin í huga sér á meðan þeir lesi vísuna), þá gengur þetta betur upp.
Anyway, hringhendan er fædd, og í dag er því hringhendudagur
Aldnir sokkar undir skáp
í óhreina tauið seinir
Þorrið er allt þeirra táp
Því þeir eru óhreinir
Ef henni er breytt aðeins er hægt að búa til hringhendu, en þá detta stuðlar og höfuðstafir aðeins út. Þetta er fyrsta hringhenda sem ég smíða, og fyrir þau sem ekki átta sig á því hvað hringhenda er: Það er vísa sem hægt er að lesa fram og aftur á bak.
Sokkaparið undir skáp
óhreina í tauið seinir.
Farið er allt þeirra táp,
því þeir eru óhreinir.
...og...
Óhreinir eru þeir, því táp
þeirra allt er farið.
Seinir tauið í óhreina, skáp
undir, sokkaparið.
Já, þetta er nú ekki fullkomin ferskeytla hjá mér, og aðal-gallinn er sá að sokkaparið er í hvorugkyni og stýrir samt sem áður kk-mynd af lýsingarorðunum seinir og óhreinir...En ef maður gefur sér að lesendur hugsi sér að sokkapar geti líka verið sokkar (svona yfirfæri orðin í huga sér á meðan þeir lesi vísuna), þá gengur þetta betur upp.
Anyway, hringhendan er fædd, og í dag er því hringhendudagur
miðvikudagur, febrúar 07, 2007
Fékk að vera fyrirsæta ekki bara einu sinni heldur tvisvar í gær. Þetta er trikkí djobb, og eins og alvöru módel gleymdi ég að borða kvöldmat og fékk mér pulsu á leið heim, nær dauða en lífi af hungri og þreytu. En þetta var gaman maður!!! Vá, hvað ég er greinilega mikil fyrirsæta í mér (hehehe). Fyrra sessjónið var fyrir Júró og það seinna fyrir Hellvar. Í því fyrra brosti ég og var sæt, í því seinna var ég alvarleg og horfði út í loftið... Fyrra: Hárið sléttað, Seinna: hárið túberað...Allt var mismunandi, en þetta var ógurlega gaman. Og nú er ég svöng fyrirsæta með túberingarhár sem er allt í flækju og ég þarf að fara að fjárfesta í hárnæringu til að ná hárinu niður svo ég hræði nú ekki litlu börnin þegar ég fer að ná í Óliver á leikskólann á eftir.
laugardagur, febrúar 03, 2007
Svona á að gera í kvöld:
900 2007 Ég og heilinn minn
* Eftir að símakosning er hafin gefast um 35 mínútur til þess að kjósa.
* Einungis þau atkvæði sem greidd eru innan tímarammans eru gild.
* Eitt atkvæði er gefið ef hringt er eða sent sms í viðkomandi símanúmer. Enginn texti þarf að fylgja sms skilaboðum.
* Ekki er hægt að hringja úr númerum sem lokuð eru fyrir hringingar í símatorg.
* Heimilt er kjósa fimm sinnum úr hverju símanúmeri en gjaldfært er fyrir öll símtöl.
* Hvert símtal/SMS kostar 99,- kr.
Ég er glöð, og þetta verður gaman.
900 2007 Ég og heilinn minn
* Eftir að símakosning er hafin gefast um 35 mínútur til þess að kjósa.
* Einungis þau atkvæði sem greidd eru innan tímarammans eru gild.
* Eitt atkvæði er gefið ef hringt er eða sent sms í viðkomandi símanúmer. Enginn texti þarf að fylgja sms skilaboðum.
* Ekki er hægt að hringja úr númerum sem lokuð eru fyrir hringingar í símatorg.
* Heimilt er kjósa fimm sinnum úr hverju símanúmeri en gjaldfært er fyrir öll símtöl.
* Hvert símtal/SMS kostar 99,- kr.
Ég er glöð, og þetta verður gaman.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)