Mér finnst eins og meirihluti fólks sem bloggaði sé hætt því og bara á feisbúkk að koma með einhverja fúla statusa. það má alveg sko, en er ekki hægt að gera bæði? Ég veit fyrir mitt leyti að ég fæ engan vegin jafnmikið út úr því að sörfa feisbúkk (sem ég neita að kalla fésbók)-síður og að lesa alls kyns blogg. sum löng, sum stutt, sammála einhverjum pælingum, finnst annað ekkert merkilegt. þetta er samt svo fjölbreytt. einn ákveður að skella inn uppskrift í dag, annar segir allt með tveimur myndum. einn er með link á gott jútúb (sem ég neita að kalla þúvarp). það er fjölbreytileikinn sem maður fær beint í æð og mikið af á bloggum, en þú ert bara að fylla inní fyrirfram ákveðna reiti á feisbúkk. ég ætla aldrei að passa inní reiti (sem ég neita að.....nei djók, þetta er komið gott af uppreisn). Allavega: feisbúkk sökkar, nema pet society og feisbúkkið hans Alberts Sigurðssonar sem er eina sem ég skoða reglulega, enda linkur á hann á blogginu mínu. Blogg rúla. Hér er skemmtilegt festival sem er að byrja á eftir; rettir.is
Ég spila með Hellvar á föstudag klukkan 21.00 á Sódómu (efri hæð gamla Gauks á stöng). Dr.Gunnaband spilar á morgun, fimmtudag, kl. 21.00 á Nasa, og þar syng ég bakraddir, ef ég verð ekki bara enn slöpp. Nei nei, ég verð orðin góð. 2 í flensu í dag og ég búin að úða í mig ólívulaufum, vínberjasteinaolíu, sévítamíni, ávöxtum og tei. bless.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli