Leita í þessu bloggi
mánudagur, nóvember 15, 2010
Fór tvisvar út að labba í dag, með Óliver í skólann í morgunn og ná í hann í skólann klukkan tvö. get svarið fyrir það að það er satanískur kuldi í reykjavík í dag. Fann minna fyrir því eftir hádegi, enda ekki ný-ný-nývöknuð, og búin að drekka kaffi og svona. Var líka í appelsínugulu dúnúlpunni eftir hádegi, en ekki í morgun. Hún er soldið sjúskuð, og í raun aðeins of stór á mig, veit ekki af hverju ég fékk mér ekki minni, en fokk hvað hún er hlý. Man að pabbi og mamma gáfu mér hana, líklega bara árið 2000 eða eitthvað svoleiðis. Kannski 1999 meira að segja. Fór áðan með einn reikn. og í hreinsun, svo í bónus og bakarí. gerði túnfisksalat og sit nú og íhuga lífið og tilveruna. elvar setti upp fatasnaga frammi á gangi, fyrir yfirhafnir. óliver er búinn að lesa heima og farinn niður á tjörn sem er frosin, með nýjum vinum sínum sem eru rosa góðir strákar. margir litlir góðir og hversdagslegir hlutir. í kvöld ætla ég að lagfæra smá í ritgerð. einset mér að taka bara 5 blaðsíður á dag, það er ekki of mikið og ekki of lítið. hellvar spilar næst á föstudag, og náum engri æfingu í vikunni, og því er tími fyrir ritgerð núna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gaman að heyra þessi saga af dagurinn þinn. I obviously still need my Icelandic language lessons!! Big hugs to your guys.
Skrifa ummæli