Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, desember 21, 2010
Jæja, nú eru 3 dagar í jólin og svona. Örlítið leiðinlegt að vera lasin svona skömmu fyrir jól, en það verður örugglega betra á morgun. Er bara búin að horfa endalaust mikið á vídeó, soldið á þætti (friends, house, cougartown) en líka á tvær bíómyndir, The Reader, sem fær hæstu einkunn, og líka fyrstu Rambó-myndina (First blood), sem fær hæstu mögulegu einkunn líka. Djúp en samt hávaði og læti. Gæti reyndar verið lýsing á mér sjálfri....Nú er ég í baði, (BLOGG Í BAÐI?) og Elvar er nýbúinn að gera ofurgeðveikan geðsýkiskvöldmat, og er að ná í e-a mynd, ég ætla að reyna að skrúbba bakteríurnar af mér, þær sem eru utaná. Fyrir innri bakteríur hef ég fjárfest í hóstasafti, paratabs, dvítamíni, ofur-cvítamíni og oil of oregano, (look it up, þetta er eitthvað rohohohosalegt stöff). Svo bara klára ég útréttingar á morgun, þegar flensan verður farin (heyrirðu það, flensa!!!). Hvað er það aftur: Bókasafn sinnum 2, ein búð (leyni), önnur búð (líka leyni), sund og gufa, pakka e-u inn, jájá, eitthvað svona meira...bless beint úr baðinu...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Horfðu á Pulp Fiction. Það er mynd sem ég horfi alltaf á þegar ég er MIKIÐ veikur.
Blogg í baði er nýasta undrið, ég hef þó áður heyrt um tedrukkna konu í baði og fullar dömur í súkkulaðibaði. Þú toppar það þó :)
Skrifa ummæli