hja, ég skal segja'ykkur það. Það er bara kominn föstudagur, enn á ný, og ég tók nú bara satt að segja ekkert eftir því hvernig vikan leið. Ég er líka komin á fullt í skólanum. Búin að vera að mæta hér og þar í hina og þessa tíma, til að ákveða hverju ég vilji vera í á lokasprettinum hér. Ég fór t.d. í Dómkirkjuna í gær í tíma sem bar hið skemmtilega nafn: "Hvað er Maðurinn, -um eðli og náttúru mannsins". Það er kathólskur prestur og guðfræðingur/heispekingur sem kennir, og er hann víst nýbúinn að gera bók og annar kennari minn mælti með þessu. Ég er sko í tíma sem heitir: "Kant über die Frage: 'Was ist der Mensch?'",(Kant svarar spurninunni hvað er maðurinn) og mig langaði dáldið að bera Kant saman við kathólsku kirkjuna. En...ég get svarið fyrir það, ég skildi ekki orð! Það var eins og þessi tími færi ekki fram á þýsku. Ég, sem er farin að skilja sirka hvað fer fram í mörgum heimspekitímum, var slegin út af laginu með kathólska lingó-inu. Svo ég bara sat og teiknaði og skrifaði texta og svona klassískt bara. Veit ekkert meira um Manninn í dag en í gær. Gef þessu sjéns í næstu viku.
Annars er ég að lesa Dagbók Önnu Frank á þýsku. Hef aldrei lesið hana áður, svo þetta er þrekvirki mikið fyrir mig. Nú er ég orðin spennt á þýsku í fyrsta skiptið!
Leita í þessu bloggi
föstudagur, apríl 29, 2005
þriðjudagur, apríl 26, 2005
Nú hefur þessi bloggsíða mín skilað raunverulegum árangri í að gera líf mitt betra. Fékk ábendingu í kommenti um að fá mér TomYam-súpu, sem ég og gerði, og nú hef ég fengið mér aftur því hún er svo góð!!! Ég hef ánetjast TomYam-súpu!!!! Það er líklega ódýrsta og hollasta fíkn sem hægt er að verða sér út um, allavega hér í Berlín. Á lókal taistaðnum borga ég 2 evrur fyrir ábyggilega bestu TomYam í heimi. Ég trúi allavega ekki að þær séu til mikið betri, því þessi er dásamleg! Kjúklingar og sítrónugras og alls kyns grænmeti í henni...Ég segi nú bara takk fyrir mig og verði ykkur að góðu. Vona að það sé til TomYam-súpa á Íslandi og að hún kosti ekki eitthvað svona eins og 900kall eða eitthvað. Þetta er eitthvað sem ég kem til með að sakna héðan, og lika önnur tegund af súpu. Sú er frá Tyrklandi og heitir Mercimek. Það er linsubaunasúpa, og alveg hreint ótrúlega hressandi, fæst á betri Imbissum hér í bæ. Framandi súpur, það er málið.
sunnudagur, apríl 24, 2005
Það eru ótrúlega mörg lög til með orðleysum, eða trallalla-i einhverju, oft kallað gibberish uppá ensku. Frægast þeirra er ef til vill Ob-la-di, ob-la-da, en þau eru samt mjög mörg þegar maður fer að spá í því. Ég fór einmitt að spá í því, þegar ég áttaði mig á því að ég hef sungið allnokkur sjálf. Ég söng í titillagi hinnar stórkostlegu plötu Doktor Gunna, Abbababb. Svo söng ég í lagi Orra Harðar og Bigga Baldurs, Sumarlag (Dídídí). Í fyrra var það Gaggalagú hans Ólafs Hauks Símonarsonar, og núna síðast Daddara, ofurhetjan Kalli á þakinu, eftir Kalla Olgeirs. Hmmmm, þetta er athyglisverð pæling. Er ég e.t.v. að gleyma einhverju? Gæti verið. En allavega þessi fjögur. Önnur íslensk lög sem innihalda orðleysur eru t.d. Ding Dong, (held að Dátar hafi verið með það), Eniga Meniga, (Ólafur Haukur/sungið af Olgu Guðrúnu), Babbidíbú,(Olga Guðrún), og síðast en ekki síst Sjúddirarírey með Gylfa Ægissyni. En það er reyndar af nógu að taka.
Annars ekkert að frétta, sakna Íslands kannski smá, og fjölskyldunnar þar. Fór í roooooosalega langa sturtu áðan, og hlustaði á alla nýjustu Múm-plötuna á meðan. Ætla að læra núna.
Annars ekkert að frétta, sakna Íslands kannski smá, og fjölskyldunnar þar. Fór í roooooosalega langa sturtu áðan, og hlustaði á alla nýjustu Múm-plötuna á meðan. Ætla að læra núna.
föstudagur, apríl 22, 2005
ég er að pissa í mig en nenni ekki á fætur. verð samt, svo ég þurfi ekki að skipta á rúminu, nenni því nefnilega ekki heldur. Vöknuð, en bara naumlega, á eftir að fá sterkt og gott morgunkaffi sem elvar er að brugga. Verðum að reyna að ná í skólann en hann byrjar eftir smá tíma. Kannski bara komum við seint. Þarf að fara í sturtu því það er held ég fíla af mér. Nenni því samt eiginlega ekki heldur, en ætla að hrista þetta slen af mér. Eins gott það sé kominn föstudagur. Þessi fyrsta alvöru vika í skólanum var mjög erfið. Mætti í 1-2 kúrsa á dag, í alls 3 háskólum hér í borg, þar af einum sem tekur um klukkustund með lest til að komast til. Get ekki sleppt þeim tíma samt. Það er listaverufræði....mmmmm spennandi. Allt í einu langar mig ferlega mikið í appollólakkrís. Bara um leið og ég skrifaði mmmmm spennandi. Fékk accept-kasettu og klezmatiks-kasettu gefins frá bókasafninu í Prenzlauerberg. Þeir eru að gefa kasettusafn sitt og biðja fólk að skilja eftir smá klink í staðin og þeir ætla að kaupa nýjar bækur fyrir það. Æðislegt safn. Ég ætla að reyna að fá fleirri kasettur gefins, það er gott stöff til þarna, og þeir ætla smám saman að losa sig við allt. Hver hlustar á kasettur í dag? Uuuu, ég! En það leigir samt eiginlega enginn kasettur út af bókasafninu sínu lengur. Ætla að reyna að fá Cale/Eno-kasettuna og Sonic Youth-kasettuna. Svo held ég kasettupartý.
miðvikudagur, apríl 20, 2005
fann 10-pfenninga smápening úti á götu í síðustu viku. Djókaði við leigubílstjórann sem var að keyra okkur með hljómsveitargræjur að þetta væri happapeningur og hann myndi færa mér pening. Hann tók ekki illa í það, og sagði það vel geta verið. Allavega sagðist hann sakna þýsku markanna. Svo ég geimd'ann, (pfenninginn, ekki leigubílstjórann). Nú bara vilja allir borga okkur pínu fyrir að spila, og í gær eftir tónleikana kom maður sem er með festival og ætlar að senda okkur meil um það. Held þetta hafi verið happapeningur. Svo hef ég líka heyrt að ef mann dreymi að maður sé með sítt hár þá sé það fyrir peningum. Mig dreymdi að ég væri búin að fá mér svona hárlengingar, og var að sýna Elvari, en þetta var svart og liðað og dáldið gróft, svona eins og hár af strák. Svo fór ég að skoða hárið mitt betur og fattaði þá að þetta var hárið af nýja bassaleikaranum í Metallica, honum Robert Trujillo! Það er mjög sítt og svart og glansandi og smá liðað, en hann er sko eitthvað blandaður suðurameríkani eða eitthvað. Vá! Ég var með hárið hans. Og það fór mér ýkt vel, kallahárið. Hvað þýðir þetta nú!
Anívei, gaman að þessu.
Anívei, gaman að þessu.
þriðjudagur, apríl 19, 2005
Úff, það er þriðjudagur, og mér líður eins og það sé annar í mánudegi, einhvernveginn. Ábyggilega af því að ég vaknaði 20 sinnum í nótt, út af alls kyns bulli. M.a: brjálaðar löggusírenur úti, læti frá barnum í kjallaranum, klæjaði, fékk killer náladofa í hendina....jú neim itt og það gerðist í nótt. Svo ég er mygluð. En góðu fréttir dagsins: Ég á ofurvítamín sem Tommi frændi mælti með, og sagði að ég finndi mun á mér á 10 dögum. Erum að spila f. Wolfgang Müller í kvöld uppi í kroizberg. Blöndu af frumsömdu og sjóaraslögurum. Æfðum líka Álfadans (Máninn hátt á himni skín), sérstaklega fyrir Wolfgang, því hann er obbsessed af álfum. Var að gefa út bók um samkynhneigða álfa á Íslandi. Held þetta verði bara soldið stuð, en nú er ég farin í þýskukennslu, og svo í tíma um Nietzsche og listina. Ég er alveg fallin fyrir blogginu hennar Tinnu, svo ég linka hér með á'ana.
sunnudagur, apríl 17, 2005
Frétti af ofurvítamíni sem ég ætla að kaupa í heilsubúð á morgun. Svo er bara að spýta í lófana og fara í sund annan hvern dag, og ná þessu sleni úr sér. Fékk ábendingu frá Sverri um að borða steik, það sé gott. Held ég reyni það. Fékk ábendingu frá Alberti um að drekka gin og tónik...Veit ekki alveg hvort það virkaði neitt sérstaklega vel. Prófaði það nefnilega í gær. Líður allavega ekkert betur...en heldur ekkert verr svosem. Bara alveg eins. Svona máttlaus. Hvort er betra að vera máttlaus eða vitlaus? Hlakka til að fara í skólann alla dagana í næstu viku. Spilum með miklum Íslandsvini næsta þriðjudagskvöld. Bara nokkur lög á kassagítara. Hann var að gefa út bók um Ísland, og þetta er partý sem bókaforlagið hans heldur. Held það gæti orðið gaman. Samt ekki eins gaman og að syngja í karókí. Gerðum það nefnilega í gær...Það er eitthvað svo undarlegt við að syngja í karókí. Elvar var sérstaklega hrifin af einni söngstúlkunni, sem hélt næstum lagi, en lifði sig svo inní það sem hún söng að það varð alveg undurfallegt og ógleymanlegt. Já, það er ævintýralegt og stundum jafnvel óraunverulegt að syngja í karókí. Það er allavega ekkert líkt því að syngja á tónleikum. Ótrúlega merkilegt.
föstudagur, apríl 15, 2005
Aaaaa, hin heilaga þrenning: Kaffibolli, nýkreistur appelsínusafi og ristaðbrauð með mygluosti. Þetta er best á morgnanna. Hef verið að reyna að borða ekki brauð, því það er ger í því. Það er samt mjög erfitt. Stelst í eina sneið fjórða hvern dag eða eitthvað. Er alveg hætt að drekka bjór og léttvín...Þetta er undarlegt, maður veit eiginlega ekkert hvað maður á að borða. Það er eitthvað svo létt að fá sér bara brauð með einhverju góðu áleggi. Það er líklega málið að eiga ávexti og grænmeti á lager og bíta í það í tíma og ótíma.
fimmtudagur, apríl 14, 2005
Það gekk sjúklega vel á tónleikunum í gær. HELLVAR er orðið gott band, bara. Tölvan var í brjáluðu stuði, og við líka. Ég dansaði smá á 12 cm. hælunum og það slapp alveg, datt ekkert eða neitt. 2 íslendingar mættu, svo var fólk frá Noregi, Hollandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, og Bretlandi. Nokkuð góð dreyfing á hin ýmsustu Evrópulönd. Kynntumst líka strák og stelpu frá New York sem ætla að vera vinir okkar og skiptast á plötum og tónlist. Þau koma í heimsókn eftir skóla á morgun, föstudag. Gaman að því að vera búin að eignast tónlistarvini, þau elska sko Sonic Youth og My bloody Valentine og allt hitt stöffið sem ég fíla, og ég hlakka til að fá þau í heimsókn. Fékk gefins röntgenmynd af lungunum mínum áðan, þau eru hrein og fín með engum blettum. Fór líka í matarofnæmispróf, reyndist ekki með ofnæmi fyrir neinum mat, en þau tékkuðu ekki á gerofnæmi. Það var einhverra hluta vegna ekki hægt. Svo ástand mitt er ennþá fullkomlega óútskýrt. Ég er slöpp og veit ekki af hverju. Ætla að skella mér í sund á morgun, viss um að þá lagast allt.
þriðjudagur, apríl 12, 2005
HELLVAR er að spila annað kvöld á Grandhotel, litlum bar í Schliemanstr. 37, Prenzlauer Berg. Spilum kl. 22:39. Aðrir tónleikar okkar, spennt fyrir þessu. Er samt pínu slöpp enn, en verð bara að taka því rólega þangað til. Ef ég er enn slöpp á morgun, þá tek ég bara "fake it 'till you make it" á þetta. Þykist vera hress, og spila og syng, og fer svo aftur heim og verð slöpp. Æfðum áðan. Nokkuð gott. Bæ!
sunnudagur, apríl 10, 2005
Ég er búin að vera afar dugleg að horfa á bíómyndir alla helgina. Verst að þær voru flestar í sjónvarpinu, og döbbaðar á þýsku, þannig að ég naut þeirra ekki sem skildi. En lærði líklega aðeins þýsku á þessu. Þetta eru myndirnar sem ég sá um helgina: Lima: 127 daga hræðsla, (veit ekki hvað hún heitir á frummálinu, þetta er þýðing á þýska nafninu), Rocky II, Blade II, Bourne Supremicy (reyndar á ensku, tókum DVD). Rocky II ber höfuð og herðar yfir allar hinar myndirnar. Blade var alveg ok, Lima áhugaverð því hún byggir á sannsögulegum atburðum, fjallar um frelsisher í frumskógum Perú sem hertekur japanska sendiráðið í 127 daga. Held þetta hafi gerst kringum 1995 eða 1996. Bourne Supremicy var rusl, samt gerðist hún að hluta til í Berlín, bara ótrúlega leiðinleg mynd, og samt sú eina sem ég horfði á á ensku.
Hef myndað mér kenningu um þetta: Stundum eru hlutir betri ef maður skilur þá ekki fullkomlega. Ef maður horfir á la-la mynd á þýsku og skilur rúmlega helming, getur hún verið bara fín. Ef maður horfir á sömu mynd og skilur allt er hún glötuð.
Þetta er hægt að yfirfæra á flest. Meðan ég skildi bara smá í Heimspeki af því sem ég las, náði bara einu og einu, þá fannst mér heimspeki æði, og þá bara rúlluðu ritgerðirnar út úr mér eins og rúllandi steinar. En um leið og ég get gert (og geri)þá kröfu til mín að skilja kenningar sem ég er að lesa til fullnustu, þá verður þetta bara leiðinlegt og óspennandi. Það er eins og Heimspeki missi sjarmann þegar maður veit nákvæmlega hvert hún er að fara. Eins og með hljómborð sem er soldið lélegt en maður kann ekkert á, þá er það rosa spennandi og maður semur fullt af lögum. Svo lærir maður á það og þá heyrir maður hversu glatað það er.
Hef myndað mér kenningu um þetta: Stundum eru hlutir betri ef maður skilur þá ekki fullkomlega. Ef maður horfir á la-la mynd á þýsku og skilur rúmlega helming, getur hún verið bara fín. Ef maður horfir á sömu mynd og skilur allt er hún glötuð.
Þetta er hægt að yfirfæra á flest. Meðan ég skildi bara smá í Heimspeki af því sem ég las, náði bara einu og einu, þá fannst mér heimspeki æði, og þá bara rúlluðu ritgerðirnar út úr mér eins og rúllandi steinar. En um leið og ég get gert (og geri)þá kröfu til mín að skilja kenningar sem ég er að lesa til fullnustu, þá verður þetta bara leiðinlegt og óspennandi. Það er eins og Heimspeki missi sjarmann þegar maður veit nákvæmlega hvert hún er að fara. Eins og með hljómborð sem er soldið lélegt en maður kann ekkert á, þá er það rosa spennandi og maður semur fullt af lögum. Svo lærir maður á það og þá heyrir maður hversu glatað það er.
föstudagur, apríl 08, 2005
hef tekið þá ákvörðun að vera bara slöpp heima, í stað þess að vera slöpp úti að gera eitthvað. svo núna er ég bara veik, og rétt svo nenni að vera vakandi. ætla aðeins út í hraðbanka og svo í búð á eftir, en það er allt í 3 min. fjarlægð frá heimili, svo það er ekkert ferðalag. elvar er búinn að hjúkra mér, gaf mér te áðan, og eldaði mat í gær, og er nú búinn að eyða tveim tímum í að hita vatn í kötlum og pottum til að fylla baðkarið, svo við komumst í bað. já, það kemur ekkert heitt vatn úr krönunum. vitum ekki afhverju. en ég ætla að fara að lesa eða eitthvað, bara búin að hanga í tölvunni í allan dag. HELLVAR spilar næsta miðvikudag, þá verð ég að vera orðin hress og í stuði. skólinn byrjar líka á mánudagsmorgunn. hef helgina til að laga mig...
fimmtudagur, apríl 07, 2005
ofnæmispróf sem ég fór í leiddi í ljós að ég væri með ofnæmi fyrir 4 tegundum af grasi/grösum og einhverjum trjágróðri. Þetta er að hafa gífurleg áhrif á mig nú í vorinu, þegar þessar plöntur eru að senda frá sér lífsmark út´í vindinn. Ég er skjálfandi af kulda i hlýjum vindinum, og með ljósfælin bólgin augu, og smá hausverk og eitthvað fleirra gúmmolaði. Fer aftur í fyrramálið til Pönkdoktorsins Barböru, og munu e.t.v. fleirri rannsóknir gerðar á mér. Hirti reiðhjól úr "freeboxi", en það er svona staður sem fólk lætur það sem það notar ekki lengur,(oft föt og húsgögn), og svo bara má maður taka það sem maður vill. Melli hélt reiðhjólaviðgerðardag í dag, og þar gerði ég heilt hjól upp, með hans hjálp!!!! Fengum svo að skreppa í gufubaðið sem er að finna uppi undir þaki hjá pönkurunum hans Mella. Það var gott, anda aðeins léttar. Er núna að spá í að leggja mig, og vakna svo glöð og kát og skella mér í læknisskoðun.
mánudagur, apríl 04, 2005
Var að uppgötva Steely Dan, váááááá!
Man eftir að hafa átt samræður við Arnar Eggert Thoroddssen um þetta ágæta band, þar sem hann var að lýsa indislegheitum og ég bara var ekki einu sinni að átta mig á því hvaða band þetta var. En núna hef ég áttað mig svo um munar. Sko, 2 hittlögin þeirra eru síst að mínu mati: "Ricky don't lose that number" og "Back Jack and do it again", en öll hin sem ég hef heyrt, þetta er sniiiiiiiiiiilld. Minnir mig á þegar ég var bara ponsulítil stelpa og heyrði í kanaútvarpinu hjá pabba og mömmu, þetta er svona ekta stöff sem var spilað þar. Ef ég ætti að þurfa að lýsa tónlistinni, finnst mér þetta vera popprokk með fjúsjón- og progrokkáhrifum. Hvers lags fríkíblanda er það? Veit ekki,....stundum eru líka Crosby, Stills, Nash og Young-raddanir. Vá, bara þeir sem eru forvitnir, tékkið á Steely Dan NÚNA!
Man eftir að hafa átt samræður við Arnar Eggert Thoroddssen um þetta ágæta band, þar sem hann var að lýsa indislegheitum og ég bara var ekki einu sinni að átta mig á því hvaða band þetta var. En núna hef ég áttað mig svo um munar. Sko, 2 hittlögin þeirra eru síst að mínu mati: "Ricky don't lose that number" og "Back Jack and do it again", en öll hin sem ég hef heyrt, þetta er sniiiiiiiiiiilld. Minnir mig á þegar ég var bara ponsulítil stelpa og heyrði í kanaútvarpinu hjá pabba og mömmu, þetta er svona ekta stöff sem var spilað þar. Ef ég ætti að þurfa að lýsa tónlistinni, finnst mér þetta vera popprokk með fjúsjón- og progrokkáhrifum. Hvers lags fríkíblanda er það? Veit ekki,....stundum eru líka Crosby, Stills, Nash og Young-raddanir. Vá, bara þeir sem eru forvitnir, tékkið á Steely Dan NÚNA!
laugardagur, apríl 02, 2005
Mér fróðari menn telja að nú sé 17 stiga hiti úti. Ég ætla að fara og kanna það. Þori ekki að skilja húfu og flíspeysu eftir heima, kannski bara tek ég vetrarföt með í tösku og lauma mér í þau ef hitinn er á misskilningi byggður. Annars er ég alveg merkilega mikil kuldaskræfa, og uppskar mikil viðbrögð og sterka undrun nokkurra Þjóðverja um daginn, þegar ég hélt því fram að Berlínskur vetur væri sá kaldasti sem ég hefði verið í. Þeim fannst sko ekkert kalt síðasta vetur, og hálf-hneyksluðust á Íslendingnum að finnast þetta kalt, og að halda því fram að það væri hlýrra á Íslandi. Málið er að íslensk hús eru betur kynnt, og rakinn er mun minni á Íslandi en hér. Við borgum svo fyrir "hinn milda vetur" með því að hitastigið nær aldrei neinum svimandi hæðum á Íslandi. Þótti tildæmis fréttnæmt þegar hitinn fór í 28 stig síðasta sumar á Íslandi, en það þykir ekkert merkilegt hitastig víðast hvar í Evrópu. Svona er þetta nú, maður verður að velja og hafna. Mildur vetur og sumarleysi, eða harður vetur með 97% loftraka og e.t.v. prýðilegt vorveður frá marslokum. Best er samt að vera heima á Íslandi, kuldi, hiti, fátækt, ríkidæmi, fákeppni, samkeppi, fámenni, fjölmenni,.....Allt þetta skiptir engu máli, heldur það að búa á stað þar sem maður finnur fyrir ást vina og vandamanna, og fólk vinnur saman og stendur saman og öryggið er til staðar er eitthvað bjátar á. Þrír mánuðir, og svo...
föstudagur, apríl 01, 2005
Í gær sá ég kind inní miðri Berlín. Hún var bara eins og gæludýr, í bandi hjá einhverjum pönkara sem var að betla pening. Ég gat ekki annað en stoppað, og spurt út í kindina. Pönkarinn sagði hana vera úr sveitinni sinni, og í þokkabót skaðræðis mannafælu svo ég ætti að passa að hún biti mig ekki. Ég nálgaðist hana með varfærni og sýndi henni flata lófa, sem er eitthvað trikk sem virkar á hunda. Það virkaði vel, og ég fékk að klappa kindinni og klóra henni á bakvið annað eyrað. Pönkarinn var alveg hissa, sagðist aldrei hafa hitt fyrir manneskju sem kindin væri svona hrifin af. Spurði hvort ég vildi lamb með haustinu, en hann er með góð sambönd í sveitinni. Ég neitaði því, enda verð ég farin héðan í júlí. Allt í einu verður okkur litið á kindina sem var búin að vera óvenju róleg og kyrr í dálítinn tíma, þegar við vorum að spjalla saman. Kindin er þá að borða eitthvað upp úr plastpokanum sem ég hafði lagt frá mér... Ég ríf pokann af henni og gái... Hún át þá sokkapörin og nærbuxurnar sem ég hafði keypt mér í afsláttarbúð fyrr um daginn!!! Pönkarinn var alveg í rusli og bauðst til að borga, en ég bara hló því þetta var alveg ótrúlega fyndið, og mér leið frekar fáránlega bara. Kind í Berlín át sokkana mína og nærbuxurnar...Hvað gerist næst?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)