Leita í þessu bloggi

sunnudagur, apríl 30, 2006

Já, ég reyndi sko óendanlega mikið að skrifa hér inn í gær, en ekkert gekk svo ég vistaði bara færsluna sem ég vildi vista inn á hitt bloggið mitt, hér til vinstri undir annað skemmtilegt? Núna er ég á leið í sund, svaf sko til hádegis og það var æðislegt. Þáttur gærdagsins um Kaliforníu var alveg frábær. Ekkert nema meiriháttar skemmtilegt fólk sem hringir í mig frá öllu landinu, algjör forréttindastaða. Á eftir ætlum við á Laugarvatn og þar fer ég í gufu, ef hún er opin á morgun. Verð að vera dugleg að mæta í gömlu gufuna á Laugarvatni áður en illa heimsveldið Bláa Lónið tekur yfir og breytir litlu sætu gufunni sem er fullkomin eins og hún er í eitthvað SPA. Bara við að breyta nafninu í SPA geta þeir hækkað verðið upp í þúsundkall, og svo réttlæta þeir frekari hækkanir vegna kostnaðar við framkvæmdir. En það er enginn að biðja um arómaþerapí-gufu, kínverka gufu úr grænu tei, eþíópíska bananagufu, norræna villijurtalækningagufu, indverska heilunargúrúgufu, tröllasteinagufu með sérvöldum steinum úr Esjunni, saltvatnspott úr dauðahafinu, eða hvað annað sem þeim gæti hugkvæmst að láta sér detta í hug til að hækka miðaverðið. Við förum bara í Laugar eða í Bláa Lónið ef við viljum það allt! Ég fer í gufuna á Laugarvatni því hún er skúr, byggður yfir hver, og mannshöndin ræður engu um hitastig og ég fæ náttúruleg steinefni beint úr jörðinni. Þar eru engin rör, engir mælar, einn gamall heiti pottur og ég hleyp svo út í Laugarvatn til að kæla mig. Ekki flókið. Ekki flækja þetta Evil Empire, PLEASEEEEEEEE.

laugardagur, apríl 29, 2006

nú er ég of sein, og missti af því að skrifa föstudagsfærslu, en samt ekki farin að sofa því klukkan er bara tíu mín,í eitt AÐFARANÓTT laugardags. Alveg löglegt, sko, og eina ástæðan fyrir því að ég náði ekki að blogga var bara sú að það var svo gaman alveg allan morguninn, daginn og kvöldið að ég komst ekki til þess. Sund með Sif, kaffihús, lautarferð á Austurvelli, ískaup, smá hlustun í RÚV og aðeins meiri vinna, svo hitta gott fólk, síðan leit að Anchor-man sem ég fann, leigði og horfði á, og svo rúnturinn skila dýnum, finna kvöldsnarl, rúnta meira og enda sæl og glöð í þægilegu indislegu rúmi með þægilega yndislega sæng og yndislegan strák við hliðina á mér.

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Næsta þema Næturvarðarins er Kalifornía/California, San francisco, L.A. Los Angeles..o.s.frv. Heill hellingur til af lögum sem passa í þetta sniðuga þema.

miðvikudagur, apríl 26, 2006

það er ekkert að frétta hér...

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Það var lag sem ég hugsaði um í gær, með hljómsveitinni Eels, ,,Hospital food". Einmitt, upplifði svoleiðis. Borðaði sagógrjónagraut og plokkfisk í hádeginu og Elvar fékk sveskjugraut í kvöldmatinn.... Spítalar: Grautar, vellingar, jukk, kássur. Hehehe. Annars blessaðist þetta allt saman, og barnið er farið að segja táfýlu- og prumpubrandara. Sem þýðir að fólki líður soldið betur...

mánudagur, apríl 24, 2006

Já, komin til Keflavíkur, og afleggjarinn fer í hálskirtlatöku í fyrramálið. Þannig að mitt hlutverk verður að halda ró minni og hlúa að honum á allan mögulegan hátt, næstu tvo sólarhringa eða svo. Líður pínulítið eins og hann sé að verða lítill aftur, því þá þurfti jú að hafa hann í svona ,,intensive care", allan sólarhringinn. Þetta verður áreiðanlega allt í lagi, hann er svo mikil hetja. Ég er með nóg af tónlist meðferðis, eitthvað að lesa líka, og svo lánuðu Áseir, Luka Snær og Antoine Svanur okkur fullt af barnaefni til að horfa á á spítalanum. Frostpinnar í öll mál, hér komum við!

sunnudagur, apríl 23, 2006

þegar maður veit ekki hvað maður vill á maður að vilja það sem maður veit.

laugardagur, apríl 22, 2006

Laugardagur til lukku, ég er farin að finna lukku. Lifið í lukku en ekki í krukku.

föstudagur, apríl 21, 2006

Næsta þema Næturvarðarins er Haust, því nú er sumardagurinn fyrsti og eini búinn, aftur komið haust, þangað til það kemur vetur. Nei, djók, auðvitað er alveg að koma sumar, ha er það ekki annars? En næsti þáttur er samt tileinkaður lögum sem innihalda orðin Haust, Fall, Autumn, Herbst, L'automn eða hvernig sem maður segir þetta á hinum ýmsustu tungumálum. Ligg hér að tjilla (með kisu), að velta því fyrir mér að skella mér í smá sund, (ekki með kisu). Svo kallar safnadeild útvarpshússins á mig, enda fyrirhuguð mikil hlustun á haustlögum. Tillögur berist strax í kommentakerfið. Að hika er sama og að tapa.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Sumardagurinn fyrsti reyndist meira eins og sumardagurinn einn og hálfur. Ég og Óliver mættum í vinnu upp í útvarp og unnum smá, fórum svo í hádegismat, svo fórum við að skemmta fyrir börnin og foreldra þeirra á Þjóðminjasafninu. Þar vann Óliver sem lífvörður minn, gítarrótari, sérlegur ráðgjafi og dansari og fékk að launum kakó og pönsu frá Þjóðminjasafninu. Síðan kíktum við í heimsókn til Sverris, Láru, Írenu og Aþenu og eftir að hafa komið aðeins við heima og borðað kvöldmat fórum við öllsömul fjölskyldan í heimsókn til Magga Axels, Önnu og Bríetar. Þar var horft á Futurama og tjillað. Ótrúlega góð byrjun á vonandi enn betra sumri.

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Verð á morgun á þjóðminjasafninu klukkan 1400 og 1500 að syngja og spila á gítar. Barnalög, og allir að mæta og syngja með. Lög um dýr og fugla og nokkur um sumarið, enda sumardagurinn fyrsti!

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Skemmst frá því að segja að ég varð skíthrædd við vondu draugana í White noise. Já, verð nú ekki oft hrædd en þarna var ég ein að horfa og svo skreið ég uppí og reyndi að hjúfra mig að Óliver sem vildi ekki láta knúsa sig og sló frá sér, og því skalf ég sjálfa mig í svefn...Aðeins að ýkja, náttúrulega, en White noise er miklu betri en ég átti von á. Ekki fyrir draugahrædda.

mánudagur, apríl 17, 2006

Alveg tekið á því í súkkulaðiáti og nammiáti, þriðja daginn í röð. Nú er endapunktur sukksins að hefjast, en ég leigði mér spóluna White noise, og keypti Doritos og Pepsi Max og nú ætla ég að eta, drekka og vera gladr. Á morgun er næst virkur dagur og ekki páskar og þá skal ég hætta að eta og drekka en ekki að vera gladr. Ég er þokkalega sátt við konfektpáskaeggið sem ég og Elvar splæstum í saman, það hefur staðist allar væntingar. Bara konfekt og málsháttur inní, enginn fúll og harður perubrjóstsykur eða hörð hlaup í poka eða neitt.... bara hardkor súkkulaði fyrir hardkor súkkulaðineytendur. Núna: Hljóðfælahryllingsmynd, review á morgun.

sunnudagur, apríl 16, 2006

Gleðilegt pásk!

laugardagur, apríl 15, 2006

ray var frábær og tók uppáhaldskinkslagið mitt, Dead End Street. Mig langar að vera jafnmikill töffari og hann þegar ég verð jafngömul. Aldrei að hætta að gera tónlist, það er alveg á hreinu. Svo bara heldur upptökusession Enid Mighty áfram, með tilheyrandi gleði og hamingju...

föstudagur, apríl 14, 2006

fimmtudagur, apríl 13, 2006

besti dagur í heimi í dag! Ég fékk að vera ein heima og gera nákvæmlega það sem mér sýndist, svo ég var í náttfötunum fram eftir degi og las sænska spennusögu, svo þegar ég ætlaði að fá mér kornflex var ég svo löt í hausnum eitthvað að ég stráði samviskusamlega maldon-salti yfir kornflögurnar með mjólkinni. Mér fannst þetta eitthvað smá undarlegt, og horfði hugsandi í smá tíma á skálina áður en ég áttaði mig á því hvað ég hafði gert...svo fattaði ég það, og hló. Síðan er ég búin að lakka neglurnar, hlusta á Ghostdigital nýju(Geðveik) og Belle and sebastina nýju(otrúlega djollí og hressandi), og svo fór ég á kaffihús með Baddý og las frönsk, ensk og þýsk tískublöð! Á leið í lamb til mömmu og pabba. Vei!

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Ég tími varla að blogga, mér finnst svo gaman að opna bloggið mitt og sjá að ég sé Kermit the frog. Ég verð að treysta því að ég hætti ekkert að vera hann þótt ég skrái inn nýja færslu. Það var gaman í dag. Hitti konu, svo aðra, svo keypti ég hræódýrar bækur í stúdentabóksölu, svo undirbjó ég útvarpsþátt, svo tæknaðist ég með unglingi sem gerði hiphop-þátt. Ætla í sund á eftir. Geðveikt góður dagur!

þriðjudagur, apríl 11, 2006

ha, hvað haldiði? Ég bara að hugsa um prúðuleikarana, og þá er sunna bara með prúðuleikarapróf á síðunni sinni. nú, ég tók það náttúrulega og guess what?...




You Are Kermit

Hi, ho! Lovable and friendly, you get along well with everyone you know.
You're a big thinker, and sometimes you over think life's problems.
Don't worry - everyone know's it's not easy being green.
Just remember, time's fun when you're having flies!
dagurinn í dag einkennist af varaþurrki. efrivör eins og sahara-eyðimörkin, eða sprengisandur ef við eigum að vera á þjóðlegu nótunum. það er bara eitthvað við árstíðaskipti vetur/vor og vor/sumar sem líkamanum mínum líkar ekki vel við. svo um leið og við erum komin í sumarið er ég blómi í eggi. talandi um egg, bráðum koma páskarnir, vúhú. talandu um sumar, það er næsta þema næturvarðarins. talandi um prúðuleikarana, það er sko lang-besta barnaefni ever!!!

mánudagur, apríl 10, 2006

bjargaði nokkrum brúnum bönönum frá ruslafötunni með því að gera úr þeim bananabrauð. það er inni í ofni núna, vonandi verður það bragðgott. jáhemmiminn, barnið veikt og mamman að baka, þetta gerist ekki heimilislegra. nú kemur skárri helmingurinn bráðum heim og þá ætla ég að bregða mér í sund, áður en ég mæti í vinnuna. ég er bara ekki tilbúin í að mæta eins mygluð og krumpuð og ég er núna í vinnuna. þá verður nú gott að leggja sig í bleyti í heitum potti...

sunnudagur, apríl 09, 2006

Nú er sunnudagur, og ef ég væri ekki svona ægilega þreytt eftir helgina myndi ég vera manneskja í að fara út að labba niður í bæ, endur og ís, eða bíó eða eitthvað svona barnastuð. Verð bara að reyna að hressa mig við. Hvað ætli þurfi marga kaffibolla til að laga hausverk, ofurþreytu og slappleika? Æ, ég nenni ekki að hella upp á kaffi þannig að þetta fellur um sjálft sig. Muppetshow í sjónvarpinu hans Ólivers, og hann er sáttur í bili. Annars er pilturinn sjálfur búinn að vera lasinn með hita, en virðist hressari í dag, bara nokkrar kommur. Spurning um að pína sig bara í bíó, ha? Inniskemmtun...og ég gæti kannski dottað. Hehehe, ég er sko ekki svona latt foreldri venjulega, bara of margir klukkutímar í vinnu síðan á miðvikudag. Bless, sex, klukkan kex

laugardagur, apríl 08, 2006

Fjú, nú er lítið eftir af 18 tíma vaktinni sem ég stend í dag og kvöld. Þetta er bara eins og að vera á sjónnum. Aðeins minna rugg, kannski. Söngkeppni að baki, og Næturvakt framundan. Góða rest af helginni. Ég ætla að vera þreytt á morgun og gera lítið sem ekkert, ef ég get. Það verður stuð.

föstudagur, apríl 07, 2006

Nú hef ég fréttir að færa. Held ég hafi fengið snert af reikeitrun í gær. Stóðum fremst við sviðið á dEUS og mig bara sveið í háls nef augu og svo fékk ég hausverk og hósta. Tárin láku og ég fékk brunatilfinningu í bringuna. Reikvélin var sko á allan tíman og blés beint þar sem við stóðum, og ekki var á það bætandi þar sem allir voru að reykja líka....úff. Ég bara gafst upp eftir hálfa tónleika og fór. dEUS er snilldarhljómsveit og ég hefði gjarnan viljað vera allan tíman. Í dag er ég með hausverk og smá hitavellu, og ekki laust við smá brunatilfinningu í bringu, og líka flökurt...Rugl segi ég. Hvílíkt rugl. Hlakka til þegar reykingar verða bannaðar á öllum skemmtistöðum, og vonandi verður notkun reikvéla bönnuð í leiðinni. Til að enda nú á glöðum og kátum nótum: Ég er að fara í Kringluna að fá lánuð föt til að vera pæja í Sjónvarpinu á morgun: Vúhú! Lifi pæjuföt, við rétt tækifæri. Hugsa að ég kaupi mér detox-drykk í heilsuhúsinu til að afreykja líkama minn...

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Hvað skal segja? Í dag fékk ég mér smábarnaís og rólaði mér meðan ég borðaði hann. Ís er ekki nammi sko, þannig að ég er enn í nammibindindi nema á nammidögum. Í dag er ég jafnframt búin að labba smá, drekka vatn, spila á gítar, hlusta á dEUS, og skrifa 6 blaðsíður í Hypomnemata-hugsunarbókina mína. Samt náði ég ekki að vakna klukkan 6:00,...en það hlýtur að koma. Á morgun, segir sá lati. Ég rólaði samt, og það er sko algjör bónus. Þúsund bónusstig fyrir það alveg. Þetta er orðin svona smá leikur hjá mér. Bónusstig fyrir að gera það sem er hollt og gott og skemmtilegt og skapandi, mínusstig ef ég er stressuð, eða borða nammi, eða gleymi að gera eitthvað skemmtilegt. Játs.
Yatzy-kveðjur
Heiða

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Tja, það er margt í mörgu...Farin í bókabúð að velja mér fallega hugsanadagbók. Operation ,,vakna klukkan snemma, langt á undan hinum" verður hrundið í framkvæmd strax í fyrramál. En þessi dagur er alveg búinn að vera nógu langur. Eftir mat og bað er ég sko að spá í að fara bara að lúlla mér.

þriðjudagur, apríl 04, 2006


Heiða --

[noun]:

A person of questionable sanity who starts their own cult



'How will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com


Þetta vissi ég alltaf!
Ókey, ég gerði þá æðisgengnustu afgangasamloku sem ég hef gert á æfinni áðan. Þannig er að ég á eftir að fara út í búð og versla, og ég ákvað að éta það nýtilega úr ísskápnum áður, til að búa til pláss. Ég get svarið fyrir það að ég var næstum því búin að henda fullt af þessu dóti, en ákvað í rælni að prufa hvort ég gæti gert eitthvað ætt fyrir mig í staðin. Í samlokuna fór:

2 brauðsneiðar, sem voru orðnar svo harðar og ógeðsl. að ég ristaði þær aðeins til að gera girnilegri
1/3 gamall og brúnn avokado-ávöxtur
2 síðustu sneiðar af beikoni sem rann út í gær
1 egg, sem var reyndar nýtt og gott, maður tekur ekkert sénsa með egg, því ef þau eru off eru þau bara off
2 spægipylsusneiðar, skorpnar
afgangur af sveppa og rauðrarpaprikubitum sem Elvar skar niður í síðustu viku
smjörvaleifar
Maldonsalt (eina gúrmeiið sem til er í búinu)

Ég spældi egg og steikti flesk, sveppi og papriku
henti þessu á smurða ristaða brauðsneið og bætti á avokado og spægipylsu og salti.
Tilbúið!
SHHHHIIIIIIIIITTTTTTTTT
Ég er reyndar öll löðrandi í eggjarauðu, en það er bara gaman.

mánudagur, apríl 03, 2006

Hæ!
Ingvar vill vita um þemu Næturvarðarins með fyrirvara svo: Næsta laugardag, 8.4. verður þemað vor/spring...í von um meira vorveður. Það er allavega snjór og kuldaboli er að bíta alla um allan bæ.
versogú, herra Ingar, og allir þeir sem láta sér annt um að hafa áhrif á Næturvörðinn. Sæl að sinni
Heiða

sunnudagur, apríl 02, 2006

Vá, netið var bara að koma inn, sem þýðir að ég rétt næ að blogga áður en klukkan slær mánudagur. Það er nú gaman að ekki detti úr dagur. Góða nótt

laugardagur, apríl 01, 2006

skitsófrenískur dagur að kvöldi kominn. mætti upp í mogga upp úr hálf-níu til að skrifa um músiktilraunir, eftir um 5 tíma svefn. það hafðist og lagði ég mig svo eftir smá lestur góðra bóka og blaða heima við. vaknaði klukkan 5 og fór í sund, og svo í tom yam-súpu á crua-tai. þetta er fyrsta tom yam- súpan mín síðan í berlín á síðasta ári, og VÁ hvað hún var góð. matur guðanna, guðirnir hljóta að vera tælenskir. svo heim og hlusta á liars, sem ég var að uppgötva. mæli eindregið með nýjustu plötu þeirra, þær eldri á ég enn eftir að hlusta á. drakk mikið vatn í dag. borðaði líka fullt af nammi, því það er nammidagur. fékk mér meira að segja lítið páskaegg í morgunmat! ha! geri aðrir betur á nammidegi. nú er ég komin í rúv, og næturvaktin um það bil að fara að hefjast. á vel við að þemað sé vetur, því djöfull er nú kalt úti núna. ha. greinilega ekki alveg búinn, þessi vetur.