Leita í þessu bloggi

laugardagur, apríl 01, 2006

skitsófrenískur dagur að kvöldi kominn. mætti upp í mogga upp úr hálf-níu til að skrifa um músiktilraunir, eftir um 5 tíma svefn. það hafðist og lagði ég mig svo eftir smá lestur góðra bóka og blaða heima við. vaknaði klukkan 5 og fór í sund, og svo í tom yam-súpu á crua-tai. þetta er fyrsta tom yam- súpan mín síðan í berlín á síðasta ári, og VÁ hvað hún var góð. matur guðanna, guðirnir hljóta að vera tælenskir. svo heim og hlusta á liars, sem ég var að uppgötva. mæli eindregið með nýjustu plötu þeirra, þær eldri á ég enn eftir að hlusta á. drakk mikið vatn í dag. borðaði líka fullt af nammi, því það er nammidagur. fékk mér meira að segja lítið páskaegg í morgunmat! ha! geri aðrir betur á nammidegi. nú er ég komin í rúv, og næturvaktin um það bil að fara að hefjast. á vel við að þemað sé vetur, því djöfull er nú kalt úti núna. ha. greinilega ekki alveg búinn, þessi vetur.

Engin ummæli: