Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, mars 31, 2010
Ég er ekkert að blogga, því allt er á fullu. Var að fatta um hvað bókin hans Heidegger fjallar um, náði því bara í gærkvöldi. Það tengir allt svo yndislega saman, og svo er ég að fara að hitta minn kæra leiðbeinanda á eftir. og svo er Wim Van Hooste á landinu og hann ætlar að koma í smá heimsókn í kvöld og Hellvar-æfing í kvöld líka. Og.Og.Og. Er ekkert búin að hugsa fyrir að kaupa efni til hollustupáskaeggjagerðar. Á náttúrulega kókosolíu, dökkt lífrænt kókó og agave. Kannski bara hendi ég í eitt lítið á föstudaginn langa. verð samt eiginlega að kaupa hnetur og döðlur, á rúsínur og kókos. þá kemst maður langt í hollustunammigerð. og jarðarber. mmmm svona rauð og falleg páskajarðarber. rauð eins og blóði drifinn páskahérinn.
mánudagur, mars 29, 2010
laugardagur, mars 27, 2010
Ég vaknaði fyrir hádegi, útsofin. Er búin að fá mér morgunmat sveppanna (breakfast of champignons) sem að þessu sinni var geimverusafi, spírubrauð með tahini og rauðri papriku og harðfiskur með annars vegar smjöri og hins vegar hummus. Allt stórkostlegt. vann eitt stutt verkefni og vistaði út á usb-lykil. tók úr þurrkara, setti í þurrkara, er á leið að setja í þvottavél, ná í nokkra ávexti út í búð fyrir ofursprengju c-vítamíndrykk, og ég þarf að koma við og prenta hjá paogma líka. geri svo ráð fyrir að búa til ofursprengju c-vítamíndrykk:
Fyrir 2
* 3 kiwi, afhýdd
* 2 lúkur græn vínber
* 1 epli
* Safi úr einni límónu
fengið af cafesigrun.com, fullt í viðbót þar.
Ég ætla líka að brjóta saman og ganga frá fötum, og ef ég verð hress, fara í gufubað til að ná úr mér kvefi. Svo eru það músiktilraunir frá ca. 5 til seint. get ekki beðið, hreinlega elska að fá að vera hluti af músiktilraunum. eftir það....baraveitiggi. kannski bara heim...vinna í víkingaheimum á morgun. verð að læra einhvern tíman. gengur brösuglega að finna tíma til þess.
Fyrir 2
* 3 kiwi, afhýdd
* 2 lúkur græn vínber
* 1 epli
* Safi úr einni límónu
fengið af cafesigrun.com, fullt í viðbót þar.
Ég ætla líka að brjóta saman og ganga frá fötum, og ef ég verð hress, fara í gufubað til að ná úr mér kvefi. Svo eru það músiktilraunir frá ca. 5 til seint. get ekki beðið, hreinlega elska að fá að vera hluti af músiktilraunum. eftir það....baraveitiggi. kannski bara heim...vinna í víkingaheimum á morgun. verð að læra einhvern tíman. gengur brösuglega að finna tíma til þess.
föstudagur, mars 26, 2010
Nú jæja, þá er ég búin að fara út. Keyrði í búð og keypti alls kyns dótarí í ísskáp og aðra skápa eldhússins. Leið strax betur. Var reyndar ekki að fíla allt ljósið úti, eða það er að segja augun fíluðu ljósið ekkert svo vel. Verð hugsanlega að taka því rólega það sem eftir lifir dags, sem sagt ekkert "hjóla í sund og gufu til að hressa mig við" að fara að gerast, sem var það sem ég var búin að selja mér. Nei, inni skal það vera, og ég er búin með Lásasmið Elísabetar Jökulsdóttur og hví þá ekki að reyna að lesa smá heimspeki, áður en ég fæ hausverk og þá get ég skipt yfir í Reyndu aftur sem ég á eftir að lesa, en er með í láni frá föður mínum. Já, þetta er svona blogg með setningum sem taka engan endi og fara úr einu í annað. Þannig bloggum sérhæfi ég mig í. Elvar bakar lummur úr hrísgrjónagraut gærdagsins.
fimmtudagur, mars 25, 2010
miðvikudagur, mars 24, 2010
þriðjudagur, mars 23, 2010
jæja, ég er lasin. ég byrjaði á að missa röddina, svona hæsi án nokkurs annars og það gerðist í gær. svo í dag var komin hálsbólga og kvef, og eitthvað ógeðisbragð og slím í augu og kalt og bjakk. ö. en ég á teppi og hef tölvu og á bækur og svo stóru fréttirnar: Píanóstillirinn kemur í dag!!!!! Ég vona að á morgun eða hinn verði veikin farin og þá verður nú spilað og leikið af lyst.
mánudagur, mars 22, 2010
sunnudagur, mars 21, 2010
Ef ég gæti stundum fengið fleirri stundir í sólarhringinn myndi ég taka þær. Það væri svo flott ef maður gæti haft sólarhringinn í 20 stundir í janúar og febrúar en þar á milli væri hægt að eiga banka með aukastundum og nota að vild. Ég hefði líklega notað eina eða tvær í gær. En allt gekk þó upp. Ég vaknaði eftir hádegi í Reykjavík og fékk megagott kaffi og speltbrauð með túnfisksalati með alexöndru, elvari, steinunni og berglindi. Gott að eiga góða vini. Síðan skelltum við okkur í kef og fórum í sund og gufu áður en við náðum í óliver í afmæli og var boðið í smá kaffi þar. Síðan fórum við loks heim en ég átti að vera mætt fyrir átta á tónleika með Breiðbandinu, sem er alveg ótrúlega fyndin og skemmtileg upplifun. Ég hef aldrei séð þá spila áður, bara heyrt diskana. Virkilega hressandi og hláturhvetjandi lífsreynsla. Heim að horfa á rest af Bondmynd með sætu strákunum í fjölskyldunni og svo horfa á gettu betur sem ég get ekki misst af. Var sko orðin svo þreytt áður en ég horfði á g.b. en var bara svo hrædd um að einhver myndi óvart segja mér hvernig hefði farið, og þá er spennan búin. Og svo bara byrjar að gjósa!!!! Ég er á leið í vinnu í Víkingaheimum milli 2 og 6 í dag, en svo bara hefst næsta vinnuvika með nýjum áherslum. Tek rútu í bæinn, les á Mokka til hádegis, svo borða ég eitthvað, svo fer ég upp í skóla og pikka inn nótur úr því sem ég las fyrir hádegi. Vona að þetta plan skili eins og einni rannsóknarritgerð á markvissan hátt. En þar til á morgun, ta-da.
föstudagur, mars 19, 2010
jæja, föstudagur og hljómsveitin Urfaust frá Hollandi er að spila á Sódómu Reykjavík í kvöld. Siggi Pönk er að flytja þá inn, og svei mér ef þeir hljóma ekki bara pínulítið eins og HAM á köflum. Svo er þetta líka ótrúlega experimental og skrýtið og goth og alls kyns. Það er búið að vera gaman í vikunni, búin að sjá 41 band á fjórum dögum í Músiktilraunum. Það er ógeðslega gaman að sjá svona margar hljómsveitir, og vita hvað er í gangi í grasrót íslenskrar tónlistar eins og hún er akkúrat í dag. Nú má ég ekkert segja meira um gæði eða einstakar hljómsveitir, en bara hvet áhugafólk um ísl. tónlist að mæta á úrslit Músiktilrauna 2010 laugardaginn 27.mars, í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið, í Tryggvagötu. Það er nú meira hvað manni finnst þetta alltaf skemmtilegt. En Urfaust í kvöld. Og það er geeeeeeeeeegggggjað.
miðvikudagur, mars 17, 2010
Nú veit ég orðið allt um Kreuzkölln, sem er hverfið sem liggur á mörkum Kreuzberg og Neukölln. Þar er víst ægilega gaman núna, og ódýrara að leigja en í Prenzlauer og jafnvel Kreuzberg. Ég væri svo til í að vera að flytjast þangað eftir svona 3 vikur, og bara vera það að vinna í mastersritgerð. En ég verð semsagt að drullast til að vakna á morgnanna, það er ekki alveg að takast núna, og svo er ég náttúrulega alltaf að rokka í dómnefnd músiktilrauna fram á kvöld, í þessari viku og kem því nokkuð æst og hress heim og sofna því ekkert alveg strax. Sofnaði þó milli tólf og eitt í nótt, var vakandi með óliver milli 7.15 og 8.30, fór þá að sofa og var bara pretty rotuð til hádegis, alveg óvart. sýki svefnsson. það er ég.
þriðjudagur, mars 16, 2010
Hvernig á ég að túlka það að alltaf þegar ég fæ að sofa nóg, þeas meira en 6 tíma, og ég fer að dreyma alls kyns vitleysu (sem ég elska) þá enda draumar mínir lang-oftast í Berlín? Ég í Berlín að labba, að taka lest, á leið í garðinn, að hjóla og koma við á markaði og kaupa ávexti, jafnvel bara sitjandi úti á götuhorni og horfa á fólkið? Stundum einhver súrrealismi sem ég skil ekki, eins og þegar um daginn mig dreymdi að ég var á lestarstöð, og sá allt í einu allar hurðirnar opnast og risahóp af eldri borgurum hlaupa inn með mótmælaskilti og byrja einhver mótmæli. Það var þá mótmælavika eða eitthvað álíka þýskt, og þennan dag áttu ellilífeyrisþegar. Mótmæltu því lágum ellilífeyri, en voru aðallega bara í stuði. Í nótt (morgun) dreymdi mig eitthvað um glugga sem ég var að skríða upp í og sitja á gluggakistunni utan á húsi. Sat og virti fyrir mér lífið, hæstánægð með að vera í Berlín. Svo dreymdi mig reydar líka eitthvað um frosna vök og mig sem var búin að læra að gera einhverjar kúnstir á sérstöku skautabretti fyrir frosnar vakir. Brettið var kringlótt með prjón niður úr miðjunni eins og skopparakringla og maður stóð með fætur saman og alveg stífar og gerði listir. Ég var góð í þessu, og að reyna að kenna einhverjum. Svo fékk ég leið og þá bara púff. Komin til Berlínar að tjilla. Hausinn minn bara fer til Berlínar að tjilla á nóttunni.
mánudagur, mars 15, 2010
Ég var svo rotuð þegar ég loks sofnaði seint í gær eftir vinnu á laugardag, keyra í bæ í 2 afmæli og gista, og keyra til baka og vinna á sunnudag, að ég svaf í einum rykk til korter yfir tíu. það var líka safnahelgi á suðurnesjum og alveg mörghundruð manns sem komu. ég var alveg ringluð þegar klukkan hringdi áðan og spurði hvaða dagur væri, og svo hvort óliver væri farinn í skólann. ég semsagt rumskaði ekki einu sinni þegar elvar fór á fætur í morgun og kom óliver í skólann. þetta kallast að vera búin á því. í dag er svo annar stór dagur: sándtékk í hádeginu á rósenberg, fyrir lokaverkefni alexöndru í söngkúrsinum sínum í kvikmyndaskólanum. fundur í dómnefnd músó uppúr fimm, músó byrja sjö, og þegar þeim líkur hleyp ég beint úr óperunni yfir á rósenberg og spila með alex, elvari og sverri. þá komumst við heim, og ætla að fara að sofa við fyrsta tækifæri alveg þegar heim er komið. músó er svo öll kvöld þessarar viku, en ég spila ekkert annað kvöld sjálf, svo það er ekkert mál. það er svo gott að sofa þegar maður er þreyttur. mmmm.
sunnudagur, mars 14, 2010
Obbossí. Svona detta dagar út í bloggi, þegar í mörg horn er að líta. Dagurinn í gær er einmitt gott dæmi um dag þar sem ég ætlaði að blogga en bara svo kláraðist dagurinn í endalaus skemmtileg verkefni og glaum. Ég byrjaði á því að vinna í Víkingaheimum frá klukkan 10 til ca. 16.30 og keyrði svo til Rey og fór í ammæli til Palla. Þaðan kíkti ég í kaffiboð og kortaskoðun til Gunna, og fór svo beint í annað ammæli, í þetta skipti til Steinunnar. Þar var nú gaman að sitja og spjalla fram á rauða nótt og fór ég í bælið um 3-leytið. Þá var ég líka orðin heldur mikið þreytt, en svaf afskaplega vel í Funa-hennar-Beggu-rúmi. Í morgun hef ég farið í Bernhöfsbakarí og keypt appelsínusafa, túnfisksalat og Speltbrauð og borðað smá af því. Varð kaffiþyrst eftir Reykjanesbrautina og var þá ekki bara Kaffitár lokað. Fékk þó kaffi á Fitjagrilli en langaði þá allt í einu í krossant án fyllingar. Það var ekki til í tveimur bakaríum sem ég renndi í, (fitjar og ytri-njarðvík). Í öðru, ekkert krossant, í hinu bara krossant með súkkulaði.....Hvað er málið með Suðurnes og ekkert Croissant nature? Eða Croissant au beurre kannski, smjörkrossant eins og frakkar segja? Gott að vakna í Reykjavík. Hugur minn er eitthvað svo ófjötraður þar, að ég vaknaði betur og hraðar, eftir þó aðeins 6 og hálfan tíma af svefni var ég endurnærð.
fimmtudagur, mars 11, 2010
Hér á vinstri spássíu er kominn lítill kassi sem tekur við spurningum lesenda. ef þið viljið fá pistil um ákveðin málefni, eða hugnast að vita meira um ákveðna hluti er hægt að spyrja þarna. svörin birtast á heimasíðunni http://www.formspring.me/heidatrubador en ef lengri eða safaríkari svara er þörf, (og hafi ég áhuga á að taka spurningar betur fyrir) verður svarið að finna hér á þessu bloggi. Takk fyrir!
miðvikudagur, mars 10, 2010
ég veit ekki alveg af hverju en ég er búin að vera alveg einstaklega hress miðvikud-sunnudags í margar, margar vikur. það er bara eins og mánudagsslenið sé allsráðandi og smitist jafnvel yfir á þriðjudaga hjá mér. ég þarf að fara að skipuleggja eitthvað morgunaktivití á mánudagsmorgnum, helst í reykjavík svo ég verði að vera komin þangað snemma. morgunaktivití í kef væri svo ágætt fyrir þriðjudaga, svo er þetta komið. ég var alveg helvíti hress í dag og gerði margt, en samt náði ég ekki að læra eins og ég ætlaði. fór á fund, samdi texta í blað sem kemur út á laugardag, hitti vin minn á kaffihúsi, fór í ljósmyndun fyrir blaðið á laugardag, fór og gerði vöruskipti við sigga pönk, svaraði ímeilum, hringdi símtöl. Í gær var ég heeeevvvvví slöpp eitthvað, en náði samt að fara í píanótíma og ganga ágætlega og súpervæsa píanóflutninga heim í stofu til mín. en ég gerði lítið annað. í fyrramálið ætla ég pottþétt höggþétt vatnsþétt í sund og gufu. langar það, já.
þriðjudagur, mars 09, 2010
mánudagur, mars 08, 2010
sunnudagur í blogginu varð að mánudegi án þess að ég næði að sitja fyrir framan tölvu. það er vegna þess að það var vaknað klukkan 10-ish til að fara í sund og gufu, svo var borðað á ólsen, og svo tekinn léttur púlleikur, áður en aftur var hafist handa í mixsessjón. sessjón er gott orð, ég sé fyrir mér einhvers konar sófa-mann, sem heitir jón en er gerður úr sessum. Þetta gæti verið ofurhetja sem kemur til bjargar fólki sem dettur út um glugga úr háum húsum. "Engar áhyggjur frú, hér er ég, Sess-jón, þér til bjargar!" Hann flýgur undir fallandi frúnna og breytist í þægilega sófa undir rassinum á henni, rétt áður en hún skoppar í jörðina.....
Ætla að fá mér morgun-safa.
Ætla að fá mér morgun-safa.
laugardagur, mars 06, 2010
Ekki dugir óbloggað. Gísli eldaði dýrindis lauk-fisk. Nú fáum við ekki kvef lengilengi. Gettubetur er besta sjónvarpsefni sem í boði er í ísl. sjónvarpi núna. Bara einn þáttur sem ég man eftir sem mér finnst skemmtilegri, og það er Popp-punktur. Báðir eru spurningaþættir. Ég hlýt að vera forvitin. Svo verður mixað og masterað með Gísla. Indælt músikkveld í Kef.
föstudagur, mars 05, 2010
föstudagur, og mikið um að vera. ætla í sund, það er orðið fullkomnlega bjart á morgnanna, ég keyri katinku upp á flugvöll á eftir. fer svo til rey að læra. elvar líka. náum í gísla sem ætlar að mixa/mastera plötuna sína hér um helgina. ætla líka á opnun ljósmyndasýningar klukkan 18.00 í duus. verð að fá greitt, bíð spennt. er að hlusta á læfupptökur sem ég veit ekki hvaðan eru, en sverrir veit það. um er að ræða tónleikaupptökur frá neil young. maðurinn er snillingur, (báðir mennirnir sem um ræðir, sverrir og neil young).
fimmtudagur, mars 04, 2010
miðvikudagur, mars 03, 2010
þriðjudagur, mars 02, 2010
...og addaði parísardömu sem hefur bloggað forever og aldrei gefist upp: http://blog.eyjan.is/parisardaman/. Fyrst maður á annað borð er að mæra bloggið ætti maður að sjálfsögðu að mæra þá sem halda sig við efnið. Svo býr hún líka, eins og nafnið bendir reyndar ótvírætt til, í Frakklandi, og segir sögur þaðan. Mig dreymir stundum á frönsku, sérstaklega þegar ég hef ekki talað hana lengi. Það er eins og undirmeðvitundin vilji hjálpa mér við að halda frönskunni við.
Góðan og blessaðan daginn! Þegar ég var að fletta í gömlum bloggfærslum hjá mér um daginn fattaði ég að ég þyrfti líklega að halda áfram að blogga, og helst daglega, því í blogginu er svo mikið af minningum sem annars hefðu dofnað með tímanum. "Skemmtilegt að vera til ef maður vill" er 6 ára upp á dag í dag, og ég skrifaði fyrstu færsluna sem var: "Komiði öll sæl og blessuð! Þetta er prufa." í eldhúsinu mínu á Hólatorgi 6 þar sem ég bjó áður en ég fór til Berlínar. Þarna vorum við samt búin að ákveða að fara sem Erasmus-nemar til Berlínar í ár frá hausti 2004, svo ef til vill hefur það hjálpað til við að ég hóf blogg, að ég gæti ávallt látið fjölskylduna mína á íslandi vita hvað væri að gerast hjá okkur. En í raun og veru fannst mér ég aldrei vera að tala við engan, því jafnvel þótt enginn hefði verið að lesa þetta, þá eru færslurnar litlar vörður um líðandi stund á leiðinni sem enginn veit hvert liggur. Þegar maður horfir yfir farinn veg er svo margt sem skipti litlu máli þá, en var samt skrifað, sem getur veitt manni heilmikinn lærdóm eða innblástur í dag. Að því sögðu: Til hamingju Skemmtilegt. Blóm og kransar afþakkaðir, heillaóskir vel þegnar í kommentakerfi. Og bloggið lengi lifi, feisbúkk er fyrir fávita.....
mánudagur, mars 01, 2010
...og er ég búin að blogga í dag? Nei, en ég náði samt fyrir lokun 1.mars í bloggheimum. Ég er með súkkulaðivínrautt hár. Það er antí-litur, þ.e.a.s. litur sem verður eftir þegar dökka litarefnið úr svörtum lit er tekið. Úník. Flott klipping líka. Myndavélin batteríjslaus, nenni ekki að hlaða batterí til að taka mynd. Fór og æfði mig á píanó í tónó áðan. það var gott. náði eight days a week bara nokkuð vel. ef ég spilaði daglega á píanó væri ég ógeðslega góð núna, en í staðin er ég bara sæmó.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)