Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, desember 21, 2010
Jæja, nú eru 3 dagar í jólin og svona. Örlítið leiðinlegt að vera lasin svona skömmu fyrir jól, en það verður örugglega betra á morgun. Er bara búin að horfa endalaust mikið á vídeó, soldið á þætti (friends, house, cougartown) en líka á tvær bíómyndir, The Reader, sem fær hæstu einkunn, og líka fyrstu Rambó-myndina (First blood), sem fær hæstu mögulegu einkunn líka. Djúp en samt hávaði og læti. Gæti reyndar verið lýsing á mér sjálfri....Nú er ég í baði, (BLOGG Í BAÐI?) og Elvar er nýbúinn að gera ofurgeðveikan geðsýkiskvöldmat, og er að ná í e-a mynd, ég ætla að reyna að skrúbba bakteríurnar af mér, þær sem eru utaná. Fyrir innri bakteríur hef ég fjárfest í hóstasafti, paratabs, dvítamíni, ofur-cvítamíni og oil of oregano, (look it up, þetta er eitthvað rohohohosalegt stöff). Svo bara klára ég útréttingar á morgun, þegar flensan verður farin (heyrirðu það, flensa!!!). Hvað er það aftur: Bókasafn sinnum 2, ein búð (leyni), önnur búð (líka leyni), sund og gufa, pakka e-u inn, jájá, eitthvað svona meira...bless beint úr baðinu...
föstudagur, desember 17, 2010
Dreymdi rétt áðan að ég var að tala við taminn hrafn, og þetta var gæfur og góður hrafn, ekki fullvaxinn en ekki ungi (svona stálpaður unglings-hrafn). Hann hoppaði upp á hendina mína og spurði mig á hrafnamáli hvernig stæði á því að ég gæti krunkað, og þegar hann var að krunka til mín þá bara skildi ég það (svona eins og maður skilur hvað orðin í frönsku þýða). Vandamálið mitt var að reyna að svara honum þannig að hann skildi mig og ég var að reyna að hugsa setninguna "ég hef alltaf kunnað að tala hrafnamál" og krunka á sama tíma svo hann myndi skilja mig, þegar ég vaknaði. Hvað þýðir þetta? Finn ekkert um það á netinu, nema að það að sjá hrafn sé fyrir dauða, en þetta var nú ekki beint þannig draumur...þetta fjallaði fyrst og fremst um mig og hrafnamál. Anyone?
miðvikudagur, desember 15, 2010
hóhóhó það er vika síðan ég bloggaði, ég er soldill vetrarbjörn í hýði, enda tvær dimmustu vikur ársins að ganga í garð. en síðasta færsla er, samkvæmt talningu blogger, 1000 bloggfærslan mín, sem gerir þessa að 1001. 1001 nótt, það var góð búð á laugaveginum, betri en hókus pókus, að mínu mati. enda var skyldustopp í 1001 nótt og í gramminu í hverri bæjarferð unglingsáranna minna, aðallega til að kaupa barmmerki (hafði oft ekki efni á neinu öðru). en þúveist, reykjavíkurferð með laugavegslabbi, einu keyptu barmmerki (oft david bowie) og kannski stoppi á hressó eða mokka til að kaupa kakó með rjóma (ekki byrjuð að drekka kaffi), var fullkomnum. svo var hægt að setjast á bekk, annað hvort á hlemmi eða á lækjartorgi og horfa á fólk. ég held ég fari að sitja meira á bekkjum á hlemmi, án gríns, það er mjög gaman. byrja á morgun, og ég ætla líka að endurvinna dósir á morgun, fara á bókasafnið, í klippingu, og syngja hellvar-lög í stúdíói. í dag var ég hins vegar í hýði.
fimmtudagur, desember 09, 2010
Sit á kaffihúsi með sojalatte og hlýði á fullt af skemmtilegri íslenskri tónlist, gegnumsósa af chillí frá Núðluskálinni á Skólavörðustíg. Fékk mér súpu "C" með ofur-miklu chilli svo ég svitnaði kringum augun og varð kalt í þeim. Ég er að fara að spila á tónleikum með Ég í kvöld á Sódómu, og hlakka til. Gott að borða mikið af chillí áður en maður syngur. Er að lesa aðra Múmínálfabókina mína, las þetta aldrei sem barn. Núna er ég að upplifa eyju múmínpabba....Hef komist að því að ég deili mestu með Múmínsnáðanum, en ég öfunda Míu litlu soldið af því að vera svona hugrökk og hugmyndarík. Ég meina, hún notaði eldhúshnífa til að fara á skauta á tjörninni, hún bara batt þá undir skóna sína. Af hverju hefur mér aldrei dottið það í hug, og ég sem á heima við hliðina á tjörninni? Bar þetta undir Elvar, og hann, rödd skynseminnar, sagði að líklega væri erfitt að halda jafnvægi á hnífunum....Kannski er Mía litla bara kúl í bókunum, og það sem hún gerir myndi ekki heppnast í alvöru. Þá er nú bara ágætt að vera eins og Múmínsnáðinn. Ég meina, hann elskar að vera einn og leitar sér að leynistöðum. Ég líka! Hann er ótrúlega góður og saklaus, og veit ekki hvenær Mía er að djóka í honum og hvenær hún er að segja satt....uuuuuuuu, ég líka....sko kann oftast ekki að átta mig á kaldhæðni. Ég er að átta mig á því, 39 ára gömul, að ég er eins og Múmínsnáðinn. Sem er nokkuð gott...
mánudagur, desember 06, 2010
Það voru 3 dagar í hljóðveri í þetta sinn, og útkoman eru 9 grunnar að lögum. Nú á eftir að syngja allt og svo bara alls kyns til viðbótar sem verður alltaf að gera áður en plata kallast plata. Sú mikla mýta, að tónlist sem og aðrar listir séu bara næstum sjálfsprottnar og birtist eftir eitthvað smá dútl og dundur listamannanna, er hér með hrakin aftur til föðurhúsanna. Þrotlausar æfingar Hellvar síðustu mánuði skiluðu sér í því að við gátum náð grunnunum inn "læf", (trommur, bassi og 3 grunngítarar voru spiluð inn á sama tíma í sama herbergi). Þvínæst er tekið eitt skref í einu þar til að lokum við höfum í höndunum nothæft "master-copy", og þá er hægt að fjöldaframleiða geisladisk út frá því. Ég er sannfærð um að þessi diskur sem við erum nú að taka upp eigi eftir að skola okkur langt frá Íslands-ströndum, en galdurinn við alla listsköpun er auðvitað sá að maður veit aldrei hvað neinum finnst nema manni sjálfum. "Bat out of Hellvar", fyrri diskur Hellvar, hefur núþegar breytt lífi ungmenna í Japan og Kína, svo hvað veit maður hvað gerist í þetta sinn? Það eina sem við getum vitað er að okkar lífssýn breytist við að gera þennan disk. Hvert lag verður sinn eigin litli einkaalheimur, og við þurfum að fylla inn í hann allt sem er viðeigandi að þar sé, áður en við sleppum af honum takinu. Næsta skref: Syngja inn í heimana 9.
laugardagur, desember 04, 2010
Smá hugleiðing á degi 2 í stúdíói með Hellvar: Það er æðislegt að rokka, æðislegt að skapa og lífið er stórfenglegt! Mér líður eins og ALLT sé í sinki og meiki sens. Nú er verið að taka upp grunn að lagi 6 af 8, eða kannski 9 lögum (fer eftir því hvernig gengur hvort eitt lag verði tekið hér eða látin standa sú útgáfa sem er til), og þessi plata verður alveg mögnuð. Hellvítis Hellvar-mögnuð. Og jésús pétur í allan vetur hvað ég er glöð. Tilfinningin sem ég er með í maga/haus/eyrum/úlnliðum/fótleggjum er eitthvað sem ég mun reyna að muna. Þetta er allavega skjal-fest hér á bloggi til að minna mig á síðar. Skemmtilegast að vera til í stúdíói. Betra en að borða bezta mat í heimi, drekka bezta drykk sem til er og allt. Betra en rússíbani og öll tívolítæki heimsins til saman, and that is the ultimate!
fimmtudagur, desember 02, 2010
miðvikudagur, desember 01, 2010
Ef einhver er til í að koma í heimsókn í kvöld til að spila yatzí, þá ætlum við Óliver að gera það...Ég uppgötvaði sumsé í sundi í gær að minn elskulegi afleggjari kann ekki Yatzí, en ég var þrautþjálfaður spilari á hans aldri. Ég fann einmitt eina slíka blokk í kassa sem verið var að ganga frá um daginn. Blokkin fór í stofugluggann og bíður þess að vera notuð. Faðirinn á heimilinu er ekki mikill spilakarl en það er ég hins vegar og nú hugsa ég mér gott til glóðarinnar að gera Óliver yatzí-óðan, helst. Svo hefur hann verið að lesa fyrir mig fyrstu Harrý Potter-bókina í nokkur kvöld, og við föttuðum áðan (á leiðinni frá lúðrasveitaæfingu) að við værum bæði spennt fyrir því sem væri að koma í bókinni. Skrifstofan í kjallaranum ber nú nafn með rentu (tja "vinnuherbergi" væri nær lagi, því þar er líka gerð tónlist) en ég hef 2 daga í röð gripið niður í Heidegger vin minn þar. Funheitt og góður stemmari með tekatli og kertum gerir setuna í neðra bara notalega. Þetta sannar að það er ekki alltaf ávísun á helvíti að það skuli vera heitt í neðra.
mánudagur, nóvember 29, 2010
Ég er svo rosalega sátt við þennan mánudag. Byrjuð í Hot-jóga aftur og fór að sofa á miðnætti og vaknaði klukkan átta í morgun úthvíld í nýja rúminu okkar. Fórum á Gnarr í gær, loksins, Pabbi, Elvar, Óliver og ég. (3 uppáhalds karlarnir mínir í heiminum). Hún er vægast sagt frábær og við hlógum og hlógum, mæli eindregið með þessari mynd, fyrir þá sem ekki eru búnir að skella sér. Ég er búin að setja í vél og búin að taka úr einni og brjóta saman. Er að fara að gera túnfisksalat, mína (ó)venjulegu blöndu: mæjó, túnfiskur, rauðlaukur, tómatar, döðlur og krydd. Te með. Kveikja á kertum. Anda. Vera til.
föstudagur, nóvember 26, 2010
ókey, þetta krefst uppskriftar, meira fyrir sjálfa mig og framtíðina, þetta var bara svo gott!!!
Sjóða dökk hrísgrjón, ca. 1 bolla,
steikja á pönnu í olíu og sojasósu einn kínverskan hvítlauk, hálfan rauðlauk, eina rauða papriku, blanda soðnum kjúklingabaunum úr dós útí (ca. 3 matskeiðar) setja til hliðar.
steikja eitt egg, hræra, á pönnu, setja til hliðar.
sjóða vatn fyrir jasmín-te og mísósúpu (úr pakka, kommon...ekki orðin það klár enn...)
soðin hrísgrjón á disk, egg og grænmeti ofaná, klippa ferskan rósmarin ofaná allt. bera fram með skál af mísósúpu og einum katli af jasmín-tei og tebolla.
VÁ!
Sjóða dökk hrísgrjón, ca. 1 bolla,
steikja á pönnu í olíu og sojasósu einn kínverskan hvítlauk, hálfan rauðlauk, eina rauða papriku, blanda soðnum kjúklingabaunum úr dós útí (ca. 3 matskeiðar) setja til hliðar.
steikja eitt egg, hræra, á pönnu, setja til hliðar.
sjóða vatn fyrir jasmín-te og mísósúpu (úr pakka, kommon...ekki orðin það klár enn...)
soðin hrísgrjón á disk, egg og grænmeti ofaná, klippa ferskan rósmarin ofaná allt. bera fram með skál af mísósúpu og einum katli af jasmín-tei og tebolla.
VÁ!
föstudagur, hvað ertu að gera? má ég vera með þér?
Þetta er textabrot úr lagi eftir gunna, af Stóra hvelli, að mig minnir. ég er ein, komin með gott rúm og hef tíma til að vinna um helgina. heitt inni hjá mér. kalt úti. var að drekka tebolla. veit ekki hvað mig langar í í kvöldmat. soldið óákveðin hvort mig langi að hitta fólk núna eða ekki. helmingurinn af mér vill vera alein, hinn vill sjá til.
Þetta er textabrot úr lagi eftir gunna, af Stóra hvelli, að mig minnir. ég er ein, komin með gott rúm og hef tíma til að vinna um helgina. heitt inni hjá mér. kalt úti. var að drekka tebolla. veit ekki hvað mig langar í í kvöldmat. soldið óákveðin hvort mig langi að hitta fólk núna eða ekki. helmingurinn af mér vill vera alein, hinn vill sjá til.
fimmtudagur, nóvember 25, 2010
For some really strange reason I can't seem to be able to blog in Icelandic today, perhaps it has something to do with the fact of me writing my final thesis in Icelandic and sort of not really enjoying it at the moment. so when i wanted to write something for me, here, nothing came until I started to do it in English. I tricked my blog-block by changing languages. Maybe it is a trick that would work for the thesis as well, and then I'd just translate it later.
Today's daylight only kicked in around 10 a.m. and I am sort of paralized in the pitch black outside. Inside is warm and I am really focusing on warm and cozy things at the moment: candle-lights, blankets, good books, tea-pots, the lot! Unbearable otherwise, it is as simple as that. Even though I am doing all I can to make the wintertime cozy, as well as going to the sauna-bath almost every other day of the week, I have already started thinking about warmer places with more sunshine. It sort of happens without me noticing it. It might start as a dream in the night. I wake up from it and remember only something about me walking around in t-shirt and skirt, barelegged, and being warm, and everything really bright with the sunshine. I then think about this dream, and it becomes a day-dream as well. Then I automatically start reading a small column in the daily paper called "veður víða um heim" (weather around the world). I read up on the temperature in Alicante, and in Rome, and in Miami, or wherever it is warm that day. Then I compare it to here. At the moment my condition is not too bad, but there is also the big cristmas-thingie coming up, and even better, our friend Rob coming over by the end of the year, which is a huge thing to look foreward to. But right about the beginning of January I start counting days until I get enough daylight and enough warmth again. Usually I have to wait for April until I am sure the winter is over. THAT is more than 100 days. February is my least favorite month, January the second least favorite, even with my birthday in there and everything. I am not fit to be in this country during January, February, and March. I really have to find a way to survive here, sort of find the trick around those 100 days, instead of just waiting. Or, second best, start working out a way to spend all winters in warm climate. Leave Iceland for the 3 coldest months every year. I mean, the birds do it, right? Isn't there a job somewhere warm that I could do next year?
Today's daylight only kicked in around 10 a.m. and I am sort of paralized in the pitch black outside. Inside is warm and I am really focusing on warm and cozy things at the moment: candle-lights, blankets, good books, tea-pots, the lot! Unbearable otherwise, it is as simple as that. Even though I am doing all I can to make the wintertime cozy, as well as going to the sauna-bath almost every other day of the week, I have already started thinking about warmer places with more sunshine. It sort of happens without me noticing it. It might start as a dream in the night. I wake up from it and remember only something about me walking around in t-shirt and skirt, barelegged, and being warm, and everything really bright with the sunshine. I then think about this dream, and it becomes a day-dream as well. Then I automatically start reading a small column in the daily paper called "veður víða um heim" (weather around the world). I read up on the temperature in Alicante, and in Rome, and in Miami, or wherever it is warm that day. Then I compare it to here. At the moment my condition is not too bad, but there is also the big cristmas-thingie coming up, and even better, our friend Rob coming over by the end of the year, which is a huge thing to look foreward to. But right about the beginning of January I start counting days until I get enough daylight and enough warmth again. Usually I have to wait for April until I am sure the winter is over. THAT is more than 100 days. February is my least favorite month, January the second least favorite, even with my birthday in there and everything. I am not fit to be in this country during January, February, and March. I really have to find a way to survive here, sort of find the trick around those 100 days, instead of just waiting. Or, second best, start working out a way to spend all winters in warm climate. Leave Iceland for the 3 coldest months every year. I mean, the birds do it, right? Isn't there a job somewhere warm that I could do next year?
mánudagur, nóvember 22, 2010
Skoh, fór að sofa 2 en vaknaði samt kl. 8. er á leið í Mosó að ná í alternator (sem er ansi gott nafn á alternative hljómsveit, helst smá industrial í leiðinni). Fer svo að kjósa, búin að raða, og svo að læra. Svo þarf ég, fari það í hábölvaðar hámerar, að drullast í bælið fyrir 11 á kvöldin. Núna í svartasta skammdegi (já eða mjög dökkgráu allavega, hið svartasta er í desember) þarf ég að lágmarki 9 tíma svefn. Vakna átta? Þá bara fara að sofa ellefu og sorrí stína og ekkert múður. Ætla ég að ljúka ritgerð, eða sofa á daginn? Ljúka ritgerð, takk. Þá: Sofa síðasta lagi ellefu. Þarna sáuð þið dæmi um heimspekilega aðleiðslu og góða vinnslu úr gögnum og forgangsröðun. Rökleiðsla í lagi líka...
sunnudagur, nóvember 21, 2010
nú er byrjað að sýna harry potter í bíó...það er alveg mögulega mín uppáhalds persóna sem birst hefur í skáldsögu. harrý potter er tákn um það sem ég sem krakki og unglingur vonaði: að ég væri svona skrítin vegna þess að ég hefði sérstaka hæfileika og ætti bara eftir að finna hópinn sem ég passaði inn í. harry hefur galdra og "fann sig" þegar hann fékk inngöngu í hogwarts-skóla, ég fann mig þegar ég byrjaði í fyrstu hljómsveitinni minni. ja eða kannski fyrst þegar ég fékk að vera plötusnúður í barnaskóla, síðasta bekk fyrir gaggó. þá var ég ellefu ára, og ég og vinkona mín fengum að spila tónlistina sem allir voru að dansa við. ég fann hvað það átti við mig og hvað ég gat það auðveldlega og hvað ég tók þetta alvarlega maður....vá!
Harry gerir vonandi mismunandi hluti fyrir alla sína aðdáendur, en ég vona að hann veiti okkur samt öllum von um að hið góða sigri og við höfum öll hæfileika sem við eigum að finna og rækta...
Harry gerir vonandi mismunandi hluti fyrir alla sína aðdáendur, en ég vona að hann veiti okkur samt öllum von um að hið góða sigri og við höfum öll hæfileika sem við eigum að finna og rækta...
fimmtudagur, nóvember 18, 2010
ég á vin sem færði mér einu sinni 3 kassettubox full af kasettum sem einhver hafði hent á haugana. var heilmikið búin að skoða 2 þeirra og hlustaði reglulega á fullt af dóti þar, en 3ja boxið fór einhvern veginn forgörðum og ég var að finna það í kassa með dóti frá Óliver rétt áðan. Þarna er t.d. Linton Kwesi Johnson -Making History, æðisleg, og St. Peppers, keypt kasetta. Stórkostleg kasetta frá Triumvirat, sem er þýsk proggsveit, plata frá 1975 sem heitir Spartacus og er svokölluð "konseptplata" um skylmingaþræla......(vá!) Þetta er allt saman gott og blessað, en sú kasetta sem ég gjörsamlega er kolfallin fyrir í dag er íslensk með Valgeir Guðjónssyni og heitir "Góðir Íslendingar". Titillagið er frábært og "hittarinn" sem er eina lagið sem ég hafði heyrt, "ekki segja góða nótt", er nokkuð gott, en........"Týpísk algerlega vonlaus ást" er ÆÐISLEGT! Af hverju var þetta ekki vinsælt lag? Platan kemur út 1988, og jú, ég var líklega aðeins í uppreisn gegn öllu venjulegu á þeim árum, (lesist: uppreisn gegn öllu nema hávaða og brjálæði....) en Valgeir er bara svo stórkostlegur lagahöfundur/textahöfundur og flytjandi. Textarnir á þessari plötu eru hugleiðingar um hversdagslíf hinna góðu Íslendinga. Það er afslöppuð stemmning og maður heyrir hvað hann er bara algjörlega hann sjálfur, þrátt fyrir 1988-syntesæsera sem stundum eru soldið mikið áberandi. Svona uppgötvanir er svo gott að gera, og styrkir mann í þeirri trú manns að góð tónlist haldi alltaf áfram að vera góð tónlist, burtséð frá tískustraumum og dægursveiflum líðandi stundar. Gott lag er og verður gott lag, og gleður á óvenjulegustu stundum, í þessu tilviki: mig 22 árum eftir útkomu. Takk fyrir mig!
þriðjudagur, nóvember 16, 2010
Eureka! Okkur vantar ríkisniðurgreiddan ost. Skýra eina tegund af brauðosti "Ríkisostur" og bara gefa öllum fjölskyldum kost á að kaupa ost handa börnunum sínum. Hafiði pælt í kílóverðinu á venjulegum druslu-osti á Íslandi?
Þetta var uppgötvun dagsins. Svo fór ég í smá göngutúr, og nú fer ég í rútu í Kef. sjáumst.
Þetta var uppgötvun dagsins. Svo fór ég í smá göngutúr, og nú fer ég í rútu í Kef. sjáumst.
mánudagur, nóvember 15, 2010
Fór tvisvar út að labba í dag, með Óliver í skólann í morgunn og ná í hann í skólann klukkan tvö. get svarið fyrir það að það er satanískur kuldi í reykjavík í dag. Fann minna fyrir því eftir hádegi, enda ekki ný-ný-nývöknuð, og búin að drekka kaffi og svona. Var líka í appelsínugulu dúnúlpunni eftir hádegi, en ekki í morgun. Hún er soldið sjúskuð, og í raun aðeins of stór á mig, veit ekki af hverju ég fékk mér ekki minni, en fokk hvað hún er hlý. Man að pabbi og mamma gáfu mér hana, líklega bara árið 2000 eða eitthvað svoleiðis. Kannski 1999 meira að segja. Fór áðan með einn reikn. og í hreinsun, svo í bónus og bakarí. gerði túnfisksalat og sit nú og íhuga lífið og tilveruna. elvar setti upp fatasnaga frammi á gangi, fyrir yfirhafnir. óliver er búinn að lesa heima og farinn niður á tjörn sem er frosin, með nýjum vinum sínum sem eru rosa góðir strákar. margir litlir góðir og hversdagslegir hlutir. í kvöld ætla ég að lagfæra smá í ritgerð. einset mér að taka bara 5 blaðsíður á dag, það er ekki of mikið og ekki of lítið. hellvar spilar næst á föstudag, og náum engri æfingu í vikunni, og því er tími fyrir ritgerð núna.
laugardagur, nóvember 13, 2010
þriðjudagur, nóvember 09, 2010
Trommurnar í "Come together" eru líklega uppáhalds-Bítlalagstrommurnar mínar. Sándið er fullkomið, og performansinn líka. Vona bara að þetta sé ekki eitt af þeim trökkum sem Paul spilaði yfir í skjóli nætur, án þess að Ringó fengi að vita. Paul er soldið klikk að hafa gert þetta, nú ef hann gerði þetta þá nokkuð. Sögur eru ekki alltaf sannar. Sit á Hemma og Valda og reyni að ná nægri örvæntingu til að halda áfram með breytingar á ritgerð. Það gengur illa því þeir eru að spila svo rosalega góða 60's-tónlist. Come together var að klárast, Time of the season m. Zombies er núna. Áðan var Lola og You really got me með Kinks, svo á undan því var Nights in white satin með Procul Harum. Ég drekk piparmyntute og gleðst yfir spilamennsku horfinna tíma, þegar snerilsánd snérist enn um góða mæka, staðsetningu, spilamennsku og rými sem tekið var upp í. Núna byrjaði Hello, I love you með Doors. Maður heyrir auðvitað hvers vegna Stranglers var líkt við þetta band, sérstaklega í meira agressívu lögum Doors, eins og þessu. Keyrslutrommur og bissí bassi. Noh, nú byrjar Eight days a week, það er nú gleðigjafi. Já blogg í beinni um góða stemmningu á Hemma og Valda. Djöfull þarf ég eitthvað að fá að vera með útvarpsþátt, ég veit allt of mikið um tónlist og hef of mikinn áhuga, til að þetta fái bara útrás í bloggum. Tónlist nýtur sín ekki alveg nógu vel í bloggformi....
miðvikudagur, nóvember 03, 2010
Ég er hætt að vera með rugl-veiki-kvef, enn einu sinni. Eða svona næstum því. Gruna að ég þurfi að taka einhvern vítamínkúr, það bara gengur ekki að ég fái hreinlega allar umgangspestir. Lærði samt vel um helgina, komst í gírinn og get nú haldið áfram. Þarf upp í bókhlöðu að fá eina bók og framlengja nokkrum sem ég hef. Það er ótrúlegt hvað bókasöfn eru spennó. Þori samt ekki að fara á "venjuleg" bókasöfn og taka skáldsögurnar sem flæða nú um allt. Það er jólabókaflóð að hefjast og ég hef ekki tíma í svoleiðis strax. Bráðum, bráðum...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)